Morgunblaðið - 10.01.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.01.2018, Qupperneq 1
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 ÍÞRÓTTIR Veigar Páll Gunnarsson Skórnir komnir á hilluna eftir 22 ára feril í meistaraflokki og þar af tíu ár í atvinnumennsku. Sjöundi markahæstur af íslenskum atvinnumönnum erlendis frá upphafi. 3 Íþróttir mbl.is og færði mér fleiri valkosti,“ segir Teitur, sem fór til að skoða aðstæður hjá Kristianstad nú í desember. Bærinn snýst um þetta lið „Eftir þá dvöl var ég alveg heill- aður. Þetta er geggjaður klúbbur og frábær umgjörð í kringum allt þarna. Keppnishöllin sjálf er alveg sérstaklega flott. Þetta er alveg ein- stakt og það hafa allir talað um það hvernig bærinn snýst um þetta handboltalið. Svo skemmir ekki fyrir að vera í Meistaradeild Evrópu. Það heillaði mig rosalega – að fá að reyna mig á móti ennþá stærri og sterkari leikmönnum,“ segir Teitur. Kristi- anstad hefur átt sæti í Meistara- deildinni síðustu ár, enda þrefaldur Svíþjóðarmeistari. Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad og þeir Gunnar Steinn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson leika einnig með liðinu, svo Teitur er fjórði Íslendingurinn. En má hann reikna með stóru hlutverki strax? „Albin Lagergren, aðalskyttan hægra megin í sænska landsliðinu, er á förum frá félaginu næsta sumar. Þarna er hins vegar líka Norðmað- urinn Stig-Tore Moen Nilsen, sem er hrikalega góður. En leikjaálagið hjá liðinu er svakalegt og maður mun alltaf fá sinn spiltíma, og svo tel ég mig alveg færan um að keppa við hann um þessa stöðu,“ segir Teitur. Teitur hefur farið á kostum í Olís- deildinni í vetur og er þar marka- hæstur með 107 mörk í 14 leikjum: „Ég mun klára tímabilið með Sel- fossi og við höldum okkar mark- miðum óbreyttum. Við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni og klára þetta tímabil með stæl.“ Andrea einnig í Kristianstad? Andrea Jacobsen, fyrirliði Fjölnis og landsliðskona, er kærasta Teits. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fer hún einnig út og gengur í raðir úrvalsdeildarfélags sem einn- ig ber nafn Kristianstad. Teitur vildi ekki staðfesta það og sagði Andreu samningsbundna Fjölni. Markakóngurinn hafði tug kosta að velja úr  Teitur heillaðist af Kristianstad og samdi til 2020 Morgunblaðið/Hanna Landsleikur Teitur Örn Einarsson tekur víti í leik með B-landsliði Íslands gegn Japan í síðustu viku. Teitur varð markakóngur á HM U19-ára í fyrra. HANDBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég hef verið í miklu sambandi við félagið og hef farið út og skoðað að- stæður hjá því. Eftir HM síðasta sumar hafði ég úr rúmlega 10 fé- lögum að velja, bæði í Danmörku og Þýskalandi, og svo í Svíþjóð. Mér leist langbest á Kristianstad,“ segir Teitur Örn Einarsson, handknatt- leiksmaður frá Selfossi, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Svíþjóðarmeistara Kristianstad. Samningur Teits við Kristianstad tekur gildi næsta sumar og hann mun því klára leiktíðina með Selfossi hér heima. Teitur, sem er 19 ára, varð markakóngur HM U19- landsliða í Georgíu síðasta sumar, þar sem hann skoraði að meðaltali 9,5 mörk í leik. Eftir það var í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann færi í atvinnumennsku: „Það hjálpaði manni mjög mikið Markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson var í aðalhlutverki þegar Maccabi Tel Aviv vann góðan 3:0-sigur á Maccabi Net- anya í ísraelsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Eftir sig- urinn eru Viðar og félagar í 4. sæti, en aðeins tveimur stigum frá toppnum og nú átta stigum á undan næsta liði, sem er ein- mitt Maccabi Netanya. Viðar skoraði tvö mörk í leiknum og fiskaði andstæðing af velli með rautt spjald snemma leiks. Hann nýtti þó ekki víta- spyrnu sem dæmd var við sama tækifæri. Viðar örlagavaldur í mikilvægum sigri Viðar Örn Kjartansson Aron Pálmarsson gat tekið fullan þátt í síðustu æfingu ís- lenska landsliðsins í handbolta í gærkvöld, áður en hópurinn hélt frá Þýskalandi til Split í Króatíu þar sem Ísland mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM á föstudag. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðar- landsliðsþjálfari, við RÚV. Aron, sem missti af leik við Þýskaland á sunnudag vegna bakmeiðsla, var ekki með á æfingu landsliðsins í gærmorgun og meiðsli hans verða metin að nýju eftir ferðina til Króatíu í dag. Aron æfði kvöldið fyrir Króatíuferðina Aron Pálmarsson Framherjinn Arnór Sveinsson, sem leikið hefur fyrir U18- og U16-landslið Íslands í körfu- bolta, hefur skipt um félag í Reykjanesbæ. Hann yfirgefur þar með uppeldisfélag sitt, Keflavík, og gengur í raðir Njarðvíkur. Það er karfan.is sem greinir frá þessu. Arnór hefur tekið þátt í sjö leikjum með Keflavík á þessu keppnistímabili en komið sára- lítið við sögu. Hann lék með U18-landsliðinu á EM í Eistlandi í fyrra og skoraði þá 9 stig og tók 3 frá- köst að meðaltali í leik. Arnór söðlar um í Reykjanesbæ Arnór Sveinsson grönnum sínum og gestgjöfum mótsins, Króötum, í fyrstu umferð- inni á föstudagskvöldið. Serbar spila því alls fjóra leiki á einni viku rétt fyrir mót en þeir mættu Sádi-Arabíu og Makedóníu á heimavelli á fimmtudag og föstu- dag. Ljóst varð um helgina að línu- maðurinn reyndi Rastko Stojkovic, leikmaður Meshkov Brest í Hvíta- Rússlandi, yrði með Serbum á EM. Serbar, síðustu andstæðingar Ís- lendinga í riðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik, hafa ekkert gefið eftir á lokasprettinum fyrir mótið. Þeir hafa dvalið í Slóveníu síðan á sunnudag og mættu þar heimamönnum í vináttulandsleik í gærkvöld sem endaði með sigri Sló- vena, 36:32. Liðin mætast aftur í kvöld en Serbarnir halda síðan til Split á morgun þar sem þeir mæta ná- Til stóð að hann færi í uppskurð á hné en Stojkovic ákvað sjálfur að fresta honum og freista þess að spila í Króatíu. Vont að enda á Íslandi Stojkovic segir að fyrsti leik- urinn, gegn Króötum, skipti ekki máli. Það séu seinni tveir leikirnir í riðlinum sem ráði úrslitum. „Við byrjum gegn gestgjöfunum sem stefna á verðlaunasæti og þeir munu hafa áhorfendur og dóm- arana á sínu bandi. Við gerum okk- ar besta en verðum að einbeita okkur að leikjunum við Svíþjóð og Ísland. Svíar hafa spilað frábær- lega undanfarið og gætu verið besta lið riðilsins. Það er vont að eiga Ísland í síðasta leiknum því þá gætu meiðsli og þreyta verið farin að segja til sín,“ sagði Stojkovic á vef serbneska handknattleiks- sambandsins í gær. vs@mbl.is Serbarnir standa í ströngu  Fjórir leikir fyrir EM  Mæta Króatíu á föstudag og Íslandi í næstu viku Hörður Björgvin Magnússon og fé- lagar í Bristol City eiga enn von um að komast í úrslitaleik enska deildabikarsins í knattspyrnu, á Wembley, eftir fyrri leik sinn við Manchester City í gær. Heimamenn í Manchester City kreistu fram 2:1- sigur með marki Sergio Agüero í uppbótartíma, eftir að Bristol hafði komist yfir í leiknum. Hörður var í liði Bristol fram á 72. mínútu. Liðin mætast að nýju í Bristol 23. janúar. Hafa má í huga að útivall- armörk gilda ekki meira en heima- vallarmörk í þessari keppni, nema að lokinni framlengingu ef til henn- ar kemur. Bristol, sem leikur í B- deild, hefur þegar slegið út fjögur úrvalsdeildarlið í keppninni. Enn möguleiki á Wembley- för hjá Herði AFP Góðir Hörður Björgvin Magnússon í baráttu við Kevin de Bruyne í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.