Morgunblaðið - 10.01.2018, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
England
Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur:
Manchester City – Bristol City .............. 2:1
Hörður Björgvin Magnússon var í liði
Bristol fram á 72. mínútu.
Ísrael
Maccabi Tel-Aviv – Maccabi Netanya... 3:0
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn
fyrir Maccabi Tel-Aviv og skoraði tvisvar.
Spánn
Bikarinn, 16-liða úrslit, seinni leikir:
Atlético Madrid – Lleida.......................... 3:0
Atlético áfram, 7:0 samanlagt.
Valencia – Las Palmas ............................. 4:0
Valencia áfram, 5:1 samanlagt.
KNATTSPYRNA
Vináttulandsleikir karla
Katar – Íran .......................................... 33:28
Portúgal – Argentína ........................... 30:25
Slóvenía – Serbía .................................. 36:32
HANDBOLTI
1. deild kvenna
Ármann – Grindavík ............................ 50:71
Staðan:
KR 13 13 0 1091:691 26
Fjölnir 12 9 3 872:692 18
Grindavík 13 8 5 931:854 16
Þór Ak. 13 7 6 857:840 14
ÍR 12 5 7 615:735 10
Hamar 12 2 10 643:806 4
Ármann 13 0 13 575:966 0
NBA-deildin
Indiana – Milwaukee.......................... 109:96
Brooklyn – Toronto ................. (frl.) 113:114
Chicago – Houston ........................... 107:116
Minnesota – Cleveland....................... 127:99
New Orleans – Detroit..................... 112:109
Sacramento – San Antonio .............. 100:107
Golden State – Denver..................... 124:114
LA Clippers – Atlanta...................... 108:107
Staðan í Austurdeild:
Boston 33/10, Toronto 28/10, Cleveland 26/
14, Washington 23/17, Miami 22/17, Mil-
waukee 21/18, Detroit 21/18, Indiana 20/19,
Philadelphia 19/19, New York 19/21, Char-
lotte 15/23, Brooklyn 15/25, Chicago 14/27,
Orlando 12/28, Atlanta 10/30.
Staðan í Vesturdeild:
Golden State 33/8, Houston 28/11, San Ant-
onio 28/14, Minnesota 26/16, Oklahoma 22/
18, Portland 21/18, Denver 21/19, New Or-
leans 20/19, LA Clippers 18/21, Utah 16/24,
Phoenix 16/26, Sacramento 13/26, Dallas
13/28, Memphis 12/27, LA Lakers 12/27.
KÖRFUBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
Maltbikar karla, undanúrslit:
Laugardalshöll: KR – Breiðablik............. 17
Laugardalshöll: Haukar – Tindastóll ...... 20
Í KVÖLD!
Það er stutt á milli hátíða hjá körfu-
boltafólki þessa dagana. Jólahátíðinni
var að ljúka og þá tekur bikarhátíðin
bara við og stendur fram á sunnudag í
Laugardalshöllinni, en bikarúrslit
yngri flokka fara einnig fram þessa
helgi. Karlarnir ríða á vaðið í kvöld og
konurnar taka síðan við á morgun. Ég
skora á alla íþróttaunnendur og bara
alla sem hafa gaman af að njóta lífsins
að skella sér á þessa hátíð því hún
mun klárlega gleðja alla.
Fyrri leikurinn í dag er á milli bik-
armeistara KR og 1. deildar liðs
Breiðabliks. Fyrirfram er kannski
ekki búist við spennandi leik þar sem
mikill getumunur á að vera á milli
þessara tveggja liða. Blikar eru sem
stendur í 2. sæti á eftir Skallagrími í 1.
deildinni og eru í mikilli baráttu um að
komast upp á meðal þeirra bestu. Þeir
tefla fram sterkum bandarískum leik-
manni að nafni Jeremy Smith sem er
að skora 30 stig í leik fyrir þá og taka
rétt rúm 10 fráköst. Þá er hann einnig
stoðsendingahæstur með rétt tæpar 5
stoðsendingar í leik. Virkilega fjölhæf-
ur leikmaður sem verður að eiga stór-
leik ef Blikar ætla að stríða KR-
ingum.
Öflugar 3ja stiga skyttur Blika
Blikar eru síðan með tvær öflugar
3ja stiga skyttur í þeim Árna Elmari
Hrafnssyni og Ragnari Jósef Ragn-
arssyni. Þeir Sveinbjörn Jóhannesson
og Snorri Vignisson eru síðan sterkir
skrokkar inni í teig og verður fróðlegt
að sjá þá kljást við stóru mennina hjá
KR þar sem þeir eru 19 og 20 ára al-
veg eins og Árni og Ragnar. Þetta eru
því ungir strákar að kljást við full-
orðna karlmenn.
KR-liðið þekkja allir og er hinn sig-
ursæli þjálfari liðsins, Finnur Freyr
Stefánsson, að endurheimta alla sína
menn þessa dagana. Eftir brösótta
byrjun í haust er liðið að nálgast sinn
styrk og búið að vinna sex í röð. KR
mætti 1. deildar liði Vals í fyrra í und-
anúrslitum og þurfti að hafa verulega
fyrir þeim sigri. 1. deildin er ekki eins
sterk og á síðasta tímabili og er ég
ekki að sjá KR lenda í miklum vand-
ræðum með Blika en vona að Kópa-
vogsbúar nái að stríða þeim eitthvað.
Tvö lið sem ætla sér stóra hluti
Seinni undanúrslitaleikurinn verð-
ur alvöru kappleikur. Þar mætast tvö
gríðarlega sterk lið. Haukar eru efstir
í deildinni en Tindastóll er aðeins ein-
um leik frá þeim. Bæði lið ætla sér
stóra hluti í vetur og hafa gæðin til að
vinna titil og þess vegna titla.
Stólarnir unnu deildarleik þessara
liða í byrjun nóvember þegar Kári
Jónsson var nýkominn til Hauka frá Tindastóll og Haukar Helgi Rafn Viggósson og Finnur Atli Magnússon eigast við
Reynslulitlir Blikar mæta firnasterkum KR-ingum Jeremy Smith þarf að eig
Kópavogsliðið eigi möguleika Hjá Haukum og Tindastóli gæti verið framlengt
SÉRFRÆÐINGUR MORGUNBLAÐSINS
Benedikt Guðmundsson
benediktrunar@hotmail.com
Benedikt Guðmundsson er reyndur körfuboltaþjálfari og fyrrverandi íþróttafréttamaður
sem er sérfræðingur Morgunblaðsins í körfubolta í vetur. Í dag fer hann yfir undan-
úrslitaleikina í Maltbikar karla sem fara fram í Laugardalshöll í kvöld.
Ólíkar viðureignir í und
líka mjög vel á mikilvægum augnablik-
um í leiknum og átti stóran þátt í sigr-
inum. Falur Guðnason og Andri Helga-
son léku manna best hjá Birninum og
skoraði Falur tvö mörk og Andri eitt.
Mörkin hjá Andra hefðu getað orðið
fleiri, ef ekki hefði verið fyrir góðan leik
Atla Snæs.
Síðast er liðin mættust neituðu Esju-
menn að klára leikinn eftir slagsmál á
milli leikmanna og mikla rekistefnu sem
fylgdi. Hitinn náði ekki þeim hæðum í
gær, þó að Daníel Frey Jóhannssyni,
markmanni Esju, hafi verið vikið út úr
húsi fyrir ljót slagsmál við Brynjar
Bergmann, leikmann Bjarnarins. Daní-
el stökk á Brynjar er hann lá á ísnum og
lét höggin dynja á honum. Það má búast
við að Daníel sé á leiðinni í þriggja
leikja bann.
Með sigrinum náði Esja fjögurra
stiga forskoti á SA, sem á þrjá leiki
til góða. Björninn er tíu stigum á eft-
ir SA og hefur leikið tveimur leikj-
um meira. Það þarf því ansi mikið að
gerast til að Esja og SA mætist ekki
í úrslitum, þriðja árið í röð.
Sigurmarkið kom sex
sekúndum fyrir leikslok
Kubos tryggði Esju dramatískan sigur Björninn nánast úr leik í toppbaráttunni
Morgunblaðið/Hari
Laus pökkur Vignir Freyr Arason, Aron Knútsson, Jón Árni Árnason og Konstantyn Sharapov með augun á pökknum.
Í EGILSHÖLL
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Það vantaði ekki dramatíkina er Björn-
inn fékk Íslandsmeistara Esju í heim-
sókn í Hertz-deild karla í íshokkíi í gær-
kvöldi. Svo fór að Esja hafði betur, 7:6.
Petr Kubos skoraði sigurmark leiksins
sex sekúndum fyrir leikslok. Staðan fyr-
ir síðasta leikhlutann var 6:3, Birninum í
vil. Esja sýndi hins vegar allar sínar
bestu hliðar í síðasta leikhlutanum og
tryggði sér magnaðan sigur. Eftir leik-
inn er nokkuð ljóst að Esja og SA mæt-
ast í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeist-
aratitilinn.
Þriðji leikhlutinn var klassískt dæmi
um að annað liðið fór að verja forskotið
sitt og hitt liðið að færa sér það í nyt.
Fram að síðasta leikhlutanum spilaði
Björninn gríðarlega vel og var 6:3-for-
ystan verðskulduð. Í stað þess að halda
áfram og reyna að bæta við, fóru menn í
skotgrafirnar og það er aldrei líklegt til
árangurs gegn sterku liði Esju.
Sjóðheitur Robbie
Robbie Sigurðsson heldur áfram að
hrekkja markmenn deildarinnar, hann
skoraði þrjú mörk og var stórhættu-
legur allan leikinn. Robbie var á dög-
unum valinn íshokkímaður ársins og
hann sýndi hvers vegna í gær. Atli Snær
Valdimarsson, markmaður Esju, varði
Mikkel Hansen,
einn albesti
handknattleiks-
maður heims,
kveðst sann-
færður um að
hann geti spilað
á Evrópumótinu í
Króatíu þrátt
fyrir hnémeiðsli
sem hafa plagað
hann. Hansen tók
ekki þátt í vináttulandsleikjum
Danmerkur gegn Noregi og Frakk-
landi fyrir mótið og sagði þjálf-
arinn Nikolaj Jacobsen það bæði
hafa verið til þess að Hansen gæti
jafnað sig og til þess að búa liðið
undir að leika án hans.
Hansen naut meðhöndlunar
sjúkraþjálfara á fyrstu æfingu
danska liðsins í Króatíu í gær, en
var með þegar farið var yfir taktík:
„Nú er hann búinn að ná að æfa
og meira get ég ekki sagt í augna-
blikinu. Þetta leit ágætlega út en nú
sjáum við hvernig hnéð bregst við.
Við erum vongóð um að það bregð-
ist vel við,“ sagði Jacobsen við
Ekstrabladet. Danmörk mætir
Ungverjalandi í fyrsta leik á EM á
laugardag. sindris@mbl.is
Hnémeiðsli
angra Hansen
fyrir EM
Mikkel
Hansen