Morgunblaðið - 10.01.2018, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.01.2018, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 Bandaríkjunum en það er ekkert að marka þau úrslit núna. Það er ómögu- legt að sjá fyrir sigurvegara í þessum leik og mun dagsformið skipta miklu máli eins og svo oft í bikarnum. Bæði lið eru pottþétt búin að kortleggja hitt og vita upp á hár hvað þarf að gera. Svo kemur í ljós hvoru liðinu tekst betur upp að framkvæma það sem lagt er upp með. Sá þjálfari sem nær að stilla spennustigið hjá sínum leikmönnum betur mun ganga sigur- reifur frá þessum leik en bæði lið eru með öfluga reynslubolta í brúnni sem kunna sitt fag. Ég er sjálfur búinn að búa mig undir nokkrar framlengingar í þess- um leik og sé fyrir mér leik sem verð- ur lengi talað um sem einn rosaleg- asta leik í Höllinni síðari ára. Sama hvað ég rýni í þessa viðureign þá sé ég ekki hvort liðið mun hafa betur. Ég treysti mér ekki einu sinni til að koma með „educated“ gisk. Morgunblaðið/Golli ð í seinni leiknum í kvöld. ga stórleik til að oftar en einu sinni Morgunblaðið/Hari Blikar Sveinbjörn Jóhannesson og félagar lögðu Hött í átta liða úrslitum og mæta Íslandsmeisturunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg KR-ingar Jón Arnór Stefánsson og samherjar eru afar sig- urstranglegir í fyrri leik dagsins. danúrslitum bikarsins Alls hafa 42 af þeim 43 rússnesku keppendum sem dæmdir voru í ævilangt keppnisbann fyrir ólöglega lyfjanotkun á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014 áfrýjað dómnum til Al- þjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Á meðal þeirra sem áfrýjuðu eru keppendur sem vonast til að taka þátt á Vetrarólympíu- leikunum í Pyeongchang í næsta mánuði, en niðurstaða CAS ætti að liggja fyrir í lok þessa mánaðar. Skíðagöngumaðurinn Alexander Legkov og bobsleðakapp- inn Aleksandr Zubkov, sem báðir unnu gull í Sotsjí, eru einnig meðal þeirra sem áfrýjuðu. Rússar unnu upphaflega til flestra verðlauna allra þjóða í Sotsjí en hafa verið sviptir 13 af 33 verðlaunum vegna lyfjamála, og þar með farið niður í 4. sæti á verðlaunalist- anum, niður fyrir Noreg, Kanada og Bandaríkin. sindris@mbl.is Alexander Legkov 42 Rússar áfrýjuðu til CAS Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin virðist af- skaplega sigurstrangleg í svigi og stórsvigi á Vetraról- ympíuleikunum sem hefjast í Pyeongchang 12. febrúar. Shiffrin hefur unnið fyrstu fimm heimsbikarmót ársins 2018, en einsdæmi er að skíðakona byrji ár svo vel á mótaröðinni. Um var að ræða þrjú svigmót, eitt stór- svigsmót og eitt mót í samhliða svigi. Shiffrin fagnaði sigri í svigmóti í Flachau í Austurríki í gær, en næstar á eftir henni komu Bernadette Schild frá Austurríki og hin sænska Frida Hansdotter. Shiffrin er langstigahæst á heimsbikarmótaröðinni en á listanum yfir samanlagðan árangur í öllum greinum er hún með 1.381 stig, í sér- flokki. Wendy Holdener frá Sviss er næst með 560 stig. sindris@mbl.is Sögulega góð byrjun Shiffrin Mikaela Shiffrin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Veigar Páll Gunnarsson skýrði frá því í viðtali við mbl.is í gær að hann hefði ákveðið að leggja knatt- spyrnuskóna á hilluna. Það kom í kjölfarið á því að Stjarnan tilkynnti að Veigar og Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson hefðu verið ráðnir aðstoðarþjálfarar karlaliðs félagsins, í stað Davíðs Snorra Jónassonar og Brynjars Björns Gunnarssonar. Þar með er lokið 22 ára ferli Veigars í meist- araflokki en þar af lék hann í tíu ár sem atvinnu- maður, níu í Noregi og eitt í Frakklandi, og er í sjö- unda sæti yfir þá íslensku knattspyrnumenn sem hafa skorað flest mörk í deildakeppni erlendis. Veigar, sem verður 38 ára í mars, átti góðu gengi að fagna í Noregi og var um árabil einn besti leik- maður úrvalsdeildarinnar þar í landi. Hann náði lengst hjá Stabæk en þar lék hann í samtals sjö ár, spilaði 169 deildaleiki og skoraði 79 mörk. Hann varð norskur meistari með liðinu 2008 og átti þá flestar stoðsendingar allra í norsku úrvalsdeildinni, annað árið í röð. Alls gerði Veigar 84 mörk í 204 leikjum í norsku deildakeppninni, þar sem hann spilaði einnig með Strömsgodset og Vålerenga, en þar að auki lék hann fimm leiki með Nancy í efstu deild í Frakklandi. Að- eins sex Íslendingar hafa skorað fleiri mörk erlend- is, Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen, Arn- ór Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson, Alfreð Finnbogason og Teitur Þórðarson. Á Íslandi lék Veigar lengst með Stjörnunni, frá 1996 til 2000 og aftur frá 2013 til 2016. Ferlinum lauk hann 2017 með FH og Víkingi R. Veigar lék með KR í tvö ár, 2002 og 2003, og varð Íslands- meistari bæði árin. Hann vann síðan Íslandsmeist- aratitilinn með Stjörnunni árið 2014. Samtals lék Veigar 376 deildaleiki á ferlinum, heima og erlendis, og skoraði 128 mörk. Þá lék hann 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 6 mörk. Morgunblaðið/Ómar Garðabær Veigar Páll Gunnarsson lék lengst með Stjörnunni og er kominn þangað aftur. Sjöundi markahæstur Íslendinga erlendis  Veigar Páll hættur eftir 22 ára feril í fótboltanum  Laura Georges, knattspyrnukona frá Frakklandi sem lengi hefur verið í hópi bestu varnarmanna heims, hefur samið við Bayern München til hálfs annars árs. Georges hætti hjá París SG fyrir nokkrum dögum en þar hefur hún leikið undanfarin fjögur ár og var þar áður í röðum Lyon í sex ár. Með Lyon varð hún sex sinnum franskur meistari og vann Meistaradeild Evrópu tvisvar með félaginu. Hún á að baki 185 landsleiki fyrir Frakkland.  Davíð Snorri Jónasson hefur verið ráðinn þjálf- ari U17 ára lands- liðs drengja í knattspyrnu og tekur við af Þor- láki Árnasyni sem fyrir skömmu var ráðinn umsjónar- maður með hæfileikamótun KSÍ. Davíð hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar undanfarin tvö ár en var áður aðalþjálfari karlaliðs Leiknis í Reykjavík, við hlið Freys Alexand- erssonar.  Jón Þór Hauksson og Veigar Páll Gunnarsson hafa verið ráðnir aðstoð- arþjálfarar karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu, í stað Davíðs Snorra Jónassonar og Brynjars Björns Gunn- arssonar en Brynjar var í vetur ráðinn þjálfari HK. Jón Þór var aðstoðarþjálf- ari ÍA og síðan aðalþjálfari á loka- spretti Íslandsmótsins 2017. Veigar snýr þar með aftur til Stjörnunnar eft- ir árs fjarveru en nánar er fjallað um hann hér í opnunni.  Kristall Máni Ingason, ungur knatt- spyrnumaður úr Fjölni, er á leið til danska meistaraliðsins FC Köbenhavn síðar í þessum mánuði. Kristall verður 16 ára síðar í mánuðinum og mun í kjölfarið skrifa undir samning við danska félagið. Það var fotbolti.net sem greindi frá þessu í gær. Kristall spilaði tíu leiki með U17 ára landsliði Íslands á síðasta ári.  Enska knattspyrnufélagið Stoke City keypti í gær austurríska bakvörð- inn Moritz Bauer af Rubin Kazan í Rússlandi fyrir fimm milljónir punda. Þá fékk Burnley franska kantmanninn Georges-Kevin Nkoudou lánaðan frá Tottenham út þetta tímabil.  Danski landsliðsmaðurinn Andreas Christensen skrifaði í gær undir samning til ársins 2022 við enska úr- valsdeildarfélagið Chelsea. Þessi 21 árs gamli knattspyrnumaður hefur fest sig í sessi í vörn Chelsea og leikið 22 leiki í öllum keppnum í vetur. Chris- tensen kom fyrst til Chelsea 15 ára gamall. Hann var að láni hjá Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi síð- ustu tvær leiktíðir.  Argentínski knattspyrnumaðurinn Carloz Tévez, sem lék áður með West Ham, Manchester United, Manchester City og Juventus, er kominn á ný til uppeldisfélagsins, Boca Juniors í Argentínu, í ann- að sinn á þremur árum. Tévez kom heim árið 2015 en staldr- aði stutt við og hélt til Kína þar sem hann lék með Shanghai Shenhua og var þar launahæsti leikmaður heims. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.