Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 1
FYLGIST MEÐ NEYTENDAHEGÐUNTÍMI HAGRÆÐINGAR tvörubíll Robomart sendir kjörbúðina heim að dyrum. 4 Framundan er tími hagræðingar hjá fyrirtækjum vegna aukins rekstrar- kostnaðar og harðnandi samkeppni. 7 VIÐSKIPTA 4 aM Unnið í samvinnu við Eva María Þórarinsdóttir Lange hjá Pink Iceland segist reyna að fylgjast vel með þróun í notkun samfélagsmiðla og neytendahegðun. FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. 15 milljarða tekjuauki Rúmlega 40% lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi hyggjast fjölga starfsfólki á næstu 3-5 árum sam- kvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Litla Ísland, vettvang þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hags- munamálum óháð atvinnugreinum. Bakhjarlar vettvangsins eru SAF, SVÞ, SI, SFF og SA. Samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins, byggðum á könn- uninni, mun störfum fjölga um 4.500 á næstu árum ef svör stjórnenda fyrir- tækja með færri en 10 starfsmenn endurspegla áform sambærilegra fyrirtækja í atvinnulífinu öllu. Þessi fjölgun starfa mun auka launa- greiðslur um 25 milljarða. Skatttekjur hins opinbera aukast þannig um 15 milljarða á ári vegna þessarar tekjuaukningar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að lítil og meðalstór fyrirtæki gegni gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. „Þessi litlu fyrirtæki eru alvöru efnahagsleg stærð sem við verðum að hlúa að. Þegar þeim gengur vel, þá gengur ís- lensku atvinnulífi vel. Uppbygging innviða gerist ekki nema þessi fyrir- tæki vaxi og dafni,“ segir Halldór í samtali við ViðskiptaMoggann. Samkvæmt könnuninni hyggst rúmlega helmingur fyrirtækja fjölga um 2-4 starfsmenn á tímabilinu en fjórðungur fyrirtækjanna hyggst fjölga um 5-9 starfsmenn. Tæplega helmingur fyrirtækja telur hinsvegar að starfsmannafjöldi muni standa í stað á næstu 3-5 árum. Rúmlega 10% telja að störfum muni fækka. Minni fyrirtæki bjartsýnni Bjartsýni um fjölgun starfa er meiri hjá minni fyrirtækjum en þeim stærri og stærri fyrirtæki hyggjast frekar fækka starfsfólki en þau minni. Þegar horft er á einstök félagasamtök þá ríkir mesta bjart- sýnin hjá fyrirtækjum innan Sam- orku, samtökum orku- og veitufyr- irtækja, en einnig eru um 40% svarenda innan vébanda SAF, SI og SVÞ bjartsýn á fjölgun starfsfólks. Mest er svartsýnin innan vébanda SFS, Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi, en um þriðjungur svarenda þar telur að störfum muni fækka á tímabilinu. Spurður að því hvernig beri að hlúa að litlum fyrirtækjum, segir Halldór Benjamín að lækkun tryggingagjalds sé þar efst á blaði, en einnig einföldun rekstrarumhverfis fyrirtækjanna. „Nú er rétti tíminn til að efna loforðið um lækkun tryggingagjaldsins.“ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hið opinbera mun bera ríkulega úr býtum í formi skatttekna fjölgi störfum um 4.500 á næstu árum, eins og ný könnun SA gefur fyrirheit um. Morgunblaðið/Ómar Fjölgun starfa næstu ár mun auka launagreiðslur um 25 milljarða og munu skatttekjur hins opinbera aukast um 15 milljarða á ári vegna tekjuaukningar. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.8.‘17 1.8.‘17 31.1.‘18 31.1.‘18 1.793,3 1.760,35 130 125 120 115 110 122,95 124,65 Samkeppnisstaða fyrirtækja á Grundartangasvæðinu er skökk að ýmsu leyti, að sögn Bolla Árnasonar, framkvæmdastjóra þjónustufyrir- tækisins Meitils GT tækni, sem ein- göngu starfar innan Grundartanga- svæðisins. Sem dæmi um það sem bæta þyrfti úr á svæðinu eru orku- málin. „Sveitarfélagið sem Grundar- tangi tilheyrir, Hvalfjarðarsveit, út- vegar til dæmis ekki heitt vatn inn á svæðið. Málið hefur lengi verið til umræðu. Við þurfum því að kynda upp með rafmagni og kaupa raf- magnið á RARIK-taxta. Þetta skekkir samkeppnisstöðuna enn frekar fyrir þjónustufyrirtæki á svæðinu. Þá má nefna samgöngu- málin, en hingað gengur enginn strætisvagn,“ segir Bolli. Á Grundartangasvæðinu starfa um 1.100 manns, en með verktökum er fjöldinn nálægt 2.000. Viðbúið er að fyrirtækjum fjölgi nokkuð á næstu árum. Samkeppnisstaðan er skökk Morgunblaðið/RAX Bolli segir sveitarfélagið ekki útvega heitt vatn inn á Grundartanga. Mikill kostnaður fylgir því að reka þjónustufyrirtæki á Grundartanga. 8 Á yfirborðinu virðist Jerome Powell, nýr seðlabankastjóri, taka við góðu búi en undir niðri er ástandið háskalegt. Seðlabankastjóri í glímu við góðæri 10 Berkshire Hathaway, Amazon og JP Morgan stofna saman byltingarkennt fyrirtæki á heilbrigðissviði fyrir starfsfólk sitt. Buffett, Bezos og Dimon í félagi 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.