Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018SJÁVARÚTVEGUR Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is YANMAR Aðalvélar 9 - 6200 hö. Mynd: Landhelgisgæslan Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrr í vikunni hafa veiðar á íslensk- um skötusel fengið vottun Marine Stewardship Council (MSC), að frumkvæði Icelandic Sustainable Fisheries (ISF). Kristinn Hjálmarsson, verk- efnastjóri hjá ISF, segir að á helstu mörkuðum fyrir íslenskar sjávarafurðir sé gerð æ ríkari krafa um sjálfbærnivottun og að margir mikilvægir kaupendur taki ekki til mála að kaupa fisk sem ekki hefur fengið vottun. „Það eru ekki bara neytendur sem leita að vottuðum sjávarafurðum í fiskborðum versl- ana heldur hafa stórar matvöru- verslanakeðjur tekið saman hönd- um um að kaupa óvottaðan fisk síður eða alls ekki.“ Deila með sér kostnaðinum ISF var stofnað árið 2012 af sautján íslenskum sjávarútvegsfyr- irtækjum til að vera sameiginlegur vettvangur til að sækja um og við- halda fiskveiðiskírteinum, og svara þar með þörf markaðarins. Félagið hefur sótt um vottanir fyrir ýmsar fisktegundir og deila hluthafar með sér kostnaðinum. „Þegar nýr hlut- hafi kemur inn tilkynnum við vott- unarstofunum það og þar með er kominn nýr aðili að vottunarskír- teininu,“ útskýrir Kristinn. „Bæði fylgir töluverður kostnaður því að fá hverja vottun, eða um 10 millj- ónir króna, og greiða þarf fast ár- legt gjald til að viðhalda vottuninni. Árlegi kostnaðurinn fyrir hverja vottun er á bilinu 1,5 til 2 milljónir á ári og við þurfum jafnframt að sýna fram á framgang og viðleitni til að uppfylla skilyrði fyrir áfram- haldandi vottun. Kostnaðurinn er ekki hár þegar hann dreifist á margar herðar en hluthafar ISF eru núna 55 talsins og útgjöldin einkum fólgin í verktakagreiðslum til íslenskra og erlendra sérfræð- inga frá vottunarstofunum.“ Skötuselur myndar aðeins lítinn hluta af heildarútflutningi íslensks sjávarfangs og grásleppukvótinn á yfirstandandi fiskveiðiári rúmlega 850 tonn. „Fyrir greinina í heild er tegundin ekki mikilvæg, en fyrir þá hluthafa sem veiða þessa fiskteg- und getur vottunin skipt verulegu máli.“ Vottunin felur í sér að gerð er úttekt á stöðu fiskstofnsins sem um ræðir, athugað hvaða áhrif veið- arnar og veiðarfærin hafa á stofn- inn og lífríki hafsins, og hvort við- kvæmar tegundir eru meðafli við veiðarnar, eða notaðar sem beita. Eftirlitsmenn koma árlega til landsins til að tryggja að skilyrðum hverrar vottunar sé fullnægt og segir Kristinn það ekki sjálfgefið að lönd haldi vottun sem eitt sinn hefur verið veitt: „Það gerðist t.d. fyrr á þessu ári að við misstum grásleppuskírteinið eftir að vott- unarstofan mat það þannig, út frá fyrirliggjandi vísindagögnum, að áhrif veiðanna á stofna útsels og landsels við landið ógnuðu tilvist þessara stofna. Í kjölfarið höfum við átt í samskiptum við stjórnvöld um aðgerðir til að draga úr ánetjun sela, sem fylgir grásleppuveið- unum, með það fyrir augum að geta lagt fram áætlun og fengið vottun um MSC-sjálfbærni að nýju.“ Verð gæti hækkað Daníel Thomsen, sölumaður hjá Danica, segir að með vottun skötu- selsins sé verið að greiða leiðina inn í evrópska stórmarkaði. Hann telur líka að þar sem íslenski skötuselurinn sé sá fyrsti til að fá vottun megi búast við að hærra verð fáist fyrir vöruna. „Við sáum það sama gerast með steinbítinn þegar hann fékk MSC-vottun að eftirspurnin jókst mikið og verðið hækkaði ágætlega,“ segir hann. „Aftur á móti dregur úr vægi vott- unarinnar eftir því sem fleiri fá hana, og á það t.d. við um nær all- ar þorskveiðar í Evrópu í dag að þær hafa fengið sjálfbærnivottun.“ Danica var stofnað árið 1993 og sérhæfir sig í sölu á íslensku sjávarfangi til erlendra kaupenda. Mest selur Danica af þorski og ýsu og eru Bretland og Bandaríkin að- almarkaðir fyrirtækisins. Danica selur skötusel einkum til ríkari þjóða Evrópu, s.s. til Bret- lands, Þýskalands, Belgíu og Sviss. „Ameríkanarnir vilja líka fá skötu- sel endrum og sinnum og panta þá fiskinn heilan með haus og öllu til- heyrandi til að hafa hjá sér til skrauts, enda hálfgert skrímsli sem fær fólk til að staldra við fisk- borðið.“ Tvöfalt dýrari en þorskur Þó ekki sé flutt út mikið magn af íslenskum skötusel, borið saman við t.d. þorsk eða ýsu, þá fæst mjög gott verð fyrir fiskinn. „Vita- skuld sveiflast verðið en alla jafna má reikna með að skötuselshalar séu með u.þ.b tvöfalt hærra kíló- verð en þorskflök,“ útskýrir Daníel og bætir við að verðið virðist hald- ast í hendur við framboðið. Hann segir jafnframt að ekki sé mikil sókn í skötusel á innanlandsmark- aði. „Veiðarnar nú eru aðeins einn tíundi af því sem þær voru fyrir sex árum og verð hefur hækkað í samræmi við það. Þrátt fyrir að það væri freistandi að veiða meira af tegund sem selst á svona háu verði þá hugsa ég að verðið myndi þá taka að lækka. Að þessu leyti er fiskmarkaðurinn fullkomið dæmi um lögmál framboðs og eftir- spurnar.“ Skötuselur þykir afbragðsgóður matfiskur með bragð sem minnir á humar, og ætti það að útskýra það háa verð sem fæst fyrir þennan ljóta fisk. Frá Íslandi er skötusel- urinn seldur í sporðum og eru þá tvö flök áföst hverjum sporði. Daní- el segir einnig hægt að nýta kinn- arnar úr skötuselnum en þær fari lítið í útflutning. Hörð samkeppni er við aðrar fiskveiðiþjóðir í Norð- ur-Atlantshafi: „Við berjumst við skoskan, færeyskan og norskan skötusel og geta þær þjóðir oft boðið upp á betra verð en við. Það getur verið vandamál enda virðast kaupendur skötusels láta sig verðið miklu varða.“ Vottun ætti að greiða leið skötuselsins inn í verslanir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Skötuselskvótinn er lítill en gott verð fæst fyrir þennan ófrýnilega fisk. Með sjálf- bærnivottun opnast marg- ar dyr á erlendum mörk- uðum og ætti að leiða til þess að íslenskur skötusel- ur hækki í verði. Daníel Thomsen Morgunblaðið/Ómar Skötuselurinn myndi seint fá vottun fyrir fegurð. Meira munar þó um sjálf- bærnivottunina enda skilyrði hjá mörgum verslanakeðjum. Mynd úr safni. Kristinn Hjálmarsson Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.