Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 7

Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 7ATVINNULÍF Framundan er tími umtalsverðrar hagræðingar í íslensku atvinnulífi vegna aukins rekstrarkostnaðar og harðnandi samkeppni. Í ljósi þess hve hátt hlutfall fyrirtækja eru smá á Íslandi felast mikil tækifæri í að þau sameinist í ríkara mæli og verði stærri og hagkvæmari í rekstri. Þetta segir Haukur Þór Hauksson, framkvæmdastjóri Investis fyrir- tækjaráðgjafar. „Kostnaður fyrirtækja hefur auk- ist verulega að undanförnu. Miklar launahækkanir og mikil hækkun fasteignaverðs sem leiðir til hærri húsaleigu hefur dregið úr sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs. Það er lítið svigrúm til að hækka verð á vöru og þjónustu. Ísland er á meðal dýrustu áfangastaða í heimi og því hefur t.d. ferðaþjónustan ekki tök á að hækka verð frekar. Við þær aðstæður er þrennt í boði: Kalla eftir lægra verði frá birgjum og lægri húsaleigu auk þess að leita leiða til að sameina reksturinn til að ná fram stærðarhagkvæmni. Í mörgum tilfellum er æskilegt að gera allt þrennt,“ segir hann í sam- tali við ViðskiptaMoggann. Thomas Möller, meðeigandi að Investis, segir að mikil gerjun eigi sér nú stað í atvinnulífinu. „Góð sala á fyrirtækjum að undanförnu sýnir fram á það, auk þess sem mikið er um þreifingar milli fyrirtækja um sameiningar og hagræðingu í rekstri,“ segir hann. Sameining þriggja félaga Um þessar mundir er Investis að vinna að sameiningu þriggja fyrir- tækja í sömu starfsgrein. Hvert þeirra veltir um 150-200 milljónum króna. „Að sameiningu lokinni mun sameinað félag velta um 600 millj- ónum króna, sem er umtalsvert. Það mun geta sparað laun tveggja framkvæmdstjóra, nýtt húsnæði mun betur sem og starfsmenn á skrifstofu. Af þessu mun hljótast hagræði sem nemur nokkrum tug- um milljóna króna,“ segir Haukur. Að hans sögn eru lítil fyrirtæki oft arðbær en þegar þau vaxa í til dæmis 6-7 starfsmenn þá dregur oft úr arðseminni vegna þess hve mikill tími og kostnaður fer í stjórnunar- störf. „Það er ekki fyrr en félagið hefur fjór- eða fimmfaldast að stærð að arðsemin nær sér aftur á strik,“ segir Haukur. Thomas segir að um 91% fyrir- tækja á Íslandi séu örfyrirtæki með 1-10 starfsmenn. „Það eru því víða tækifæri til hagræðingar með sam- einingum eða klasamyndun,“ segir hann. Investis hefur í mörgum tilfellum aðstoðað við kaup og sölu á fyrir- tækjum með markaðsvirði frá um 100 milljónum til milljarðs króna. Slík fyrirtæki geta velt allt að 3-4 milljörðum, að sögn Hauks. Frá árinu 2006 hefur Investis lok- ið við sölu á mörgum tugum fyrir- tækja auk annarra ráðgjafaverk- efna sem einkum lúta að verðmati, sameiningum, endurskipulagningu og viðsnúningi rekstrar. Vinna að sölu á 50 fyrirtækjum Thomas segir að Investis vinni nú að sölu á yfir 50 fyrirtækjum og eigi í samstarfi við fjölda fjárfesta sem hafi hug á að fjárfesta í fyrir- tækjum. „Investis er auk þess með um 500 fjárfesta á skrá sem fá reglulega forgangsupplýsingar um fjárfestingartækifæri.“ Spurður hvar áhugi fjárfesta liggi einkum þessi misserin nefnir Hauk- ur Þór ferðaþjónustu, veitingastaði og félög í byggingariðnaði og félög sem selja íhluti í byggingar, en einnig sérhæfðar heildsölur og verslanir. „Þar hefur gengið vel og við reiknum með því að bygging- arstarfsemi verði á mikilli siglingu á næstu 3-5 árum,“ segir hann og bætir við að ný skýrsla Íbúðalána- sjóðs sýni að það vanti um 11 þús- und nýjar íbúðir á næstu 4-5 árum umfram þær sem eru þegar í und- irbúningi. Í samstarfi við danska fyrirtækja- ráðgjöf Dahl Sörensen veitti Invest- is Bygma ráðgjöf við kaup á Húsa- smiðjunni árið 2011. Investis kom einnig í samstarfi við hana að sölu á Apple-verslunum í Danmörku til rússneskra fjárfesta. Verslanirnar voru þá í eigu íslenska félagsins Skakkiturninn. „Investis er aðili að samtökum fyrirtækjamiðlara í Evrópu, sem heita Corporate Finance in Europe. Í gegnum samstarfið höfum við afl- að okkur mikillar þekkingar á því sviði sem við vinnum á, en fyrir- tækjamiðlarar í samtökunum eiga í samstarfi um kaup og sölu og sam- einingar á fyrirtækjum á milli landa,“ segir Thomas. „Nú erum við að vinna að 2-3 málum í gegnum samtökin, sem eru mjög spennandi verkefni,“ segir Haukur Þór. Getur tekið 1-2 ár að kaupa Spurðir hvað það taki langan tíma að ganga frá sölu á fyrirtæki segir Haukur að það geti tekið frá þremur mánuðum upp í eitt til tvö ár. „Í upphafi þarf að undirbúa söl- una og verðmeta fyrirtækið. Það getur tekið um mánuð. Því næst er að finna kaupendur, segjum að það taki mánuð. Kaupandinn gefur sér svo alla jafna 60 daga til að fjár- magna verkefnið. Þá þarf Sam- keppniseftirlitið í vissum tilfellum að fara yfir málið, sem getur tekið frá einum mánuði í 6 mánuði. Þá er ár liðið og það er ekki víst að kaup- andinn finnist jafn hratt og í þessu dæmi.“ Tími hagræðingar er framundan Morgunblaðið/Árni Sæberg Tómas Möller og Haukur Þór Hauksson eru eigendur fyrirtækjaráðgjafarinnar Investis. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Investis vinnur að sölu á yfir 50 fyrirtækjum um þessar mundir. Það hefur í mörg- um tilfellum aðstoðað við kaup og sölu á fyrirtækjum með markaðsvirði frá um 100 milljónum til eins milljarðs króna. Thomas Möller gekk til liðs við Investis um áramót eftir átta ára starf sem framkvæmdastjóri og meðeigandi hjá Rými Ofnasmiðj- unni en Investis annaðist sölu á hlut Thomasar til meðeigenda hans í fyrirtækinu. Haukur Þór og Thomas eru mágar. Haukur Þór er kvæntur Ástu Möller, fyrrverandi alþing- ismanni og nú sviðsstjóra starfs- mannamála Háskóla Íslands, en Thomas er bróðir hennar. Haukur Þór stofnaði Investis árið 2006. Hann hafði áður stýrt versluninni Borgarljósum og plastverksmiðjunni Reykjalundi. „Á þessum tíu árum hef ég upplifað góðæri, efnahagskreppu og svo aftur góðæri.“ Thomas hefur á undanförnum árum rekið Rými Ofnasmiðjuna, en áður en Thomas tók við þeim rekstri vann hann við stjórnun hjá Rekstrarvörum, Aalborg Portland Ísland, ThorLyf, Olís og Eimskip. Hann hefur haldið fjölda stjórnunarnámskeiða á síðast- liðnum árum auk kennslu við Há- skólann á Bifröst. Thomas er einnig höfundur bóka um tíma- stjórnun auk matreiðslubókanna Grillaðu maður og Eldaðu maður. Thomas Möller gengur til liðs við Investis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.