Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 9
stofnanir á Vesturlandi. Undirrituð var vilja- yfirlýsing um stofnun félagsins árið 2015. Bolli segir að þannig félag sé sniðugt í sjálfu sér. Slíkt þekki hann frá Noregi frá sambærilegum svæð- um, enda þróist margvíslegur smáiðnaður í kringum stóriðju eins og þá sem er til staðar á Grundartanga. Bolli nefnir dæmi sem þyrfti að bæta á svæð- inu. Sveitarfélagið sem Grundartangi tilheyrir, Hvalfjarðarsveit, útvegar til dæmis ekki heitt vatn inn á svæðið. Málið hafi lengi verið til um- ræðu. „Við þurfum því að kynda upp með raf- magni og kaupa rafmagnið á RARIK-taxta. Þetta skekkir samkeppnisstöðuna enn frekar fyrir þjónustufyrirtæki á svæðinu. Þá má nefna sam- göngumálin, en hingað gengur enginn stræt- isvagn.“ Enn eitt atriðið er fjarvera slökkviliðs á svæð- inu. „Hér er mikill eldsmatur og hiti. Það hefur oft verið talað um að hér þurfi að vera slökkvibíll og vakt á hann til staðar. Þannig var það alveg í upphafi, en síðan þá hefur bæst við heilt álver.“ Ekki hefur allt gengið upp fyrir svæðið. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum varð ekk- ert af byggingu sólarkísilverksmiðju á staðnum. Bolli bendir á lóðina þar sem verksmiðjan átti að rísa. Þar gerðu þjónustufyrirtækin á svæðinu sér vonir um þónokkur verkefni. „Það náðist ekki að hold AS. „Elkem átti í upphafi 100% í félaginu, en INC kom fljótlega inn sem hluthafi. Ástæðan fyr- ir því var sú að þeir voru að þjónusta Elkem með sama hætti í Noregi. INC er annars mest í að þjónusta olíuiðnaðinn.“ Stofnun Meitils GT tækni vildi þannig til í upp- hafi að fyrirtækið Elkem hafði þá stefnu að út- vista öllu sem ekki taldist til kjarnastarfsemi. Á þeim tíma var Bolli yfir tæknisviði Elkem. „Mér var nánast skipað að verða hluti af þessu,“ segir Bolli og hlær. Til samanburðar segir Bolli að Norðurál sé með dálítið aðra stefnu. Þeir reki sjálfir sín eigin verkstæði og vilji vera meira sjálfum sér nægir, þó Meitill GT tækni vinni ýmis verkefni fyrir þá. 84 myndavélar í göngunum Sá viðskiptavinur Meitils GT tækni sem kannski flestir hafa persónuleg kynni af í hinu daglega lífi er Hvalfjarðargöngin, eða Spölur, fé- lagið sem rekur göngin. Þar sér Meitill GT tækni um alla tækniþjónustu. Þjónustuþættir í göng- unum eru rafmagnsmál, sópun og þrif, viðhald 32 loftræstiblásara, háspennumál, vatnsdælur í botni ganganna, öll skilti, innheimtubúnaður og fleira. „Það er svo miklu meira af búnaði í göng- unum en fólk áttar sig á. Stærsta málið í dag er umferðaröryggismálin. Í fyrsta lagi er mjög öfl- ugt myndavélkerfi í göngunum, 84 myndavélar, til að fylgjast með umferðaröryggi. Að auki eru svo hraðamyndavélarnar sem flestir vita af.“ Mikil sprenging hefur orðið í fjölda þeirra sem fara um göngin, einkum vegna fjölgunar ferða- manna. „Þetta eru yfir 7.000 bílar á sólarhring og hefur í för með sér mun meiri áhættu sem eykst veldisvexti eftir því sem umferð eykst. Þarna er eiginlega bíll við bíl alla daga, og eðlilega er mikið um smærri tjón út af þessari traffík og því miður hefur orðið eitt dauðsfall í göngunum.“ Hluti af framtíðarþróun svæðisins er að stofn- að hefur verið þróunarfélag fyrir svæðið en að því koma nokkur sveitarfélög, fyrirtæki og mennta- klára að fjármagna verksmiðjuna,“ segir Bolli. Á ferð okkar um svæðið bendir Bolli á járn- endurvinnsluna GMR, sem varð gjaldþrota. Nú er engin starfsemi þar, fyrir utan einn starfs- mann sem passar upp á að bræðslan grotni ekki niður. Vonir standa til að verksmiðjan fari á end- anum í gang aftur, en óvíst er að það gangi eftir. Meitill GT tækni er með ISO 9001:2015 gæða- vottun sem félagið fékk fyrst árið 2012, á sviði þjónustu og viðhalds á vörum til málmiðnaðar. „Við þurfum að vera sjálfum okkur nóg um flesta hluti hér. Það er dýrt að skreppa í bæinn eftir öllu,“ segir Bolli að lokum og bendir á sérstaka vél sem býr til háþrýstislöngur og fittings. Morgunblaðið/RAX Athafnasvæðið á Grund- artanga í Hvalfjarðarsveit. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 9FRÉTTASKÝRING Eitt af því sem Bolli og Gylfi eru stoltir af í starfsemi Meitils GT tækni á Grundartanga eru iðn- nemarnir sem fyrirtækið hefur haft í gegnum tíðina, en þeir segja að fyrirtækið sé atkvæða- mikið í kennslu og útskrift iðn- nema, eins og rafvirkja, bifvéla- virkja, vélvirkja og rennismiða. „Ég held að það hafi farið hjá okkur yfir 50 manns í gegnum sveinspróf á 15 árum. Þegar við byrjuðum með fyrirtækið ákváðum við að bjóða fólki mark- visst upp á að fara í gegnum sveinsprófið hjá okkur. Við ýttum fólki af stað og settum gjarnan kvaðir á að fólk kláraði námið á 1-5 árum og gáfum því þá gott svigrúm til þess. Oft var þetta fólk sem var byrjað að læra iðnina en vantaði tíma til að klára. Var kannski komið með fjölskyldu, komið með góðar tekjur og slíkt og veigraði sér við að fara af stað aftur. Menn verða svo auðvitað alltaf kátir þegar þeir hafa lokið námi og eru komnir með skírtein- ið í hendur. Við segjum alltaf að þetta sé eitthvað sem er gott að vera með upp á framtíðina að gera. Ef að kreppti þá væri gott að vera með próf upp á vasann.“ Margir fá góð störf annars staðar Það má segja að þetta hafi ver- ið ákveðin uppeldisstöð hjá ykk- ur? „Já, þetta starfsfólk hefur upp til hópa haldið tryggð við okkur. Ef menn slysast til að fara annað, þá koma þeir oftast aftur,“ segir Gylfi og brosir. Þeir segja að margir hafi einnig farið í frekara nám og fengið góð störf annars staðar. Hafa útskrifað 50 iðnnema á 15 árum í ólíkum iðngreinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.