Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Á yfirborðinu virðist sem hann sé að
taka við sérlega góðu búi. Eftir
tæpa viku tekur Jay Powell við
stjórnartaumum hjá bandaríska
seðlabankanum, Federal Reserve, á
sama tíma og hagvöxtur er góður,
atvinnuleysi er minna en nokkru
sinni síðan 2000, efnahagsbati á
heimsvísu er sá mesti sem sést hef-
ur á þessum áratug, og uppgangur
er á bandarískum hlutabréfa- og
fasteignamörkuðum.
Ekki fer milli mála hversu mikið
aðstæður hafa batnað síðan Janet
Yellen tók við stjórn seðlabankans
árið 2014, en þá voru 3,8 milljónir
Bandaríkjamanna án atvinnu, laun
bötnuðu afar hægt og vextir voru
lægri en nokkru sinni áður.
Finna þarf rétta jafnvægið
En í aðdraganda síðasta peninga-
stefnufundar Yellen nú í þessari
viku hafa embættismenn verið að
benda á þær hættur sem bíða
Powells. Undir hans stjórn þarf að
finna jafnvægi á milli viðvarandi
lágs verðbólgustigs og mikils upp-
gangs í bandarísku efnahagslífi og á
mörkuðum sem leitt gæti til of-
þenslu.
Nú þegar stjórnvöld örva atvinnu-
lífið enn frekar með skattalækk-
unum og auknum ríkisútgjöldum, og
ýmsir eignaflokkar virðast fara að
verða of hátt verðlagðir, þá er
spurning hvort að seðlabankinn
undir stjórn Powell þurfi að láta að
sér kveða af aukinni hörku.
„Við ættum ekki að vanmeta
hversu háskalegt ástandið er,“ segir
Seth Carpenter, yfirhagfræðingur
bandarískra efnahagsmála hjá UBS.
„Bæði hafa skattar verið lækkaðir
mikið og rífleg aukning í ríkisút-
gjöldum mögulega á leiðinni, á sama
tíma og atvinnuleysi mælist þegar
mjög lítið og verðbólga er á uppleið,
sem eru nánast aðstæður án for-
dæmis. Við sjáum einnig vaxandi
slaka í fjárhagslegri stöðu. Það er á
þessum stað í hagsveiflunni sem er
hvað erfiðast að stýra peningamál-
unum rétt.“
Áfram á sömu braut
Powell verður svarinn í embætti á
mánudag kemur, en Yellen sat sinn
síðasta peningastefnufund á mið-
vikudag þar sem gert var ráð fyrir
að seðlabankinn myndi halda stefnu
sinni óbreyttri. Nýi seðlabanka-
stjórinn hefur verið kynntur sem
maður sem muni halda áfram á
markaðri braut og sé sáttur við þá
afar varkárnu og nákvæmu leið að-
haldssamrar peningstefnu sem
Yellen hefur fylgt.
Seðlabankinn er í miðri vaxta-
hækkunarsveiflu sem í reynd gerir
aðstæður töluvert léttari en þegar
byrjað var að herða á peningastefn-
unni síðla árs 2015. Þess er almennt
vænst að seðlabankinn hækki stýri-
vexti í þrígang á þessu ári, og gera
spárnar ráð fyrir að næsta hækkun
verði í mars, samhliða því sem bank-
inn haldi áfram að minnka efnahags-
reikning sinn.
Markaðsgreinendur eiga ekki von
á snöggri stefnubreytingu, en
Powell getur ekki heldur haft Seðla-
bankann á sjálfstýringu lengi. „Að
svo stöddu mun varkárni verða
ríkjandi – þau vita að það er vara-
samt að hækka stýrivexti mikið um-
fram þann takt sem er í hagkerf-
inu,“ segir Roberto Perli hjá
Cornerstone Macro.
„En lykilspurningin er hvernig
þessi blanda hærra eignaverðs og
skattalækkana, auk öflugra efna-
hagslífs, mun koma fram í verð-
bólgu. Það kann að fara svo að
bankinn eigi ekki annarra kosta völ
en að bregðast fastar við. Þetta
verður erfið ákvörðun að taka, og ég
öfunda Powell ekki af hlutskipti
sínu.“
Erfiðar ákvarðanir framundan
Starfsmenn Seðlabankans eru
þegar farnir að ýja að því að erfiðar
ákvarðanir séu framundan. Bill
Dudley, seðlabankastjóri í New
York, sagði fyrr í þessum mánuði að
dæmin sanni að bankanum hefur
gengið brösuglega að koma í kring
„mjúkri lendingu“ þegar atvinnu-
leysi verður of lítið.
„Ef hagkerfið tekur að vaxa enn
hraðar á árinu 2018, þá er líklegt að
atvinnuleysi fari enn lengra undir
4%,“ var eftir honum haft í viðtali
við FT. „Þannig umhverfi skapar
áhættu, þó það eigi ekki við um árið
2018 heldur til lengri tíma litið,
þannig að það gæti orðið þensla í
hagkerfinu og að verðbólgan láti
ekki staðar numið við 2%, 2,1% eða
2,2%. Þá myndi Seðlabankinn þurfa
að stíga fastar á bremsuna.“
Seðlabankinn gerir sér líka vel
grein fyrir því að síðustu hagsveiflur
hafa endað með bólum sem hafa
sprungið á fjármálamörkuðum – en
bankinn telur samt að hann hafi tak-
markaða getu til að halda aftur af
verðhækkunum á eignaflokkum. Þó
svo að fulltrúar bankans hafi
almennt reynt að hljóma jákvæðir
gagnvart fjármálamörkuðum á und-
anförnum mánuðum, þá mun færast
meiri hiti í umræðuna ef hlutabréf
halda áfram að hækka á komandi
mánuðum.
Færri vopn til að grípa til
Powell stendur líka frammi fyrir
stóru spurningunum um hvernig
seðlabankinn muni bregðast við ef
markaðir, eða efnahagslífið almennt,
hlaupa á vegg. Strax á næsta ári
gæti alríkisstjórnin verið byrjuð að
reka ríkissjóð með árlegum 1.000
milljarða dala halla, sem þýðir að
hið opinbera mun hafa minni fjár-
hagslega getu til að fást við næstu
efnahagslægð.
En á meðan taktur efnahagslífs-
ins kallar ennþá á lága stýrivexti, þá
eru minni áhrif af vaxtalækkunum
ef seðlabankinn þarf að grípa til
þeirra. Á meðal þess sem þarf að
ræða er hvort að seðlabankinn ætti
að breyta verðbólgumarkmiðum sín-
um til að geta koma sér upp betra
vopnabúri til takast á við kreppur
framtíðarinnar.
Það getur komið aftan að nýjum
seðlabankastjórum hversu skjótt ör-
lög Bandaríkjanna geta snúist. Sem
dæmi þá þurfti Alan Greenspan að
kljást við hrun á verðbréfamarkaði
aðeins tveimur mánuðum eftir að
hann var svarinn í embætti í for-
setatíð Ronalds Reagan árið 1987.
Og ekki nema ári eftir að Ben Bern-
anke varð seðlabankastjóri árið
2006 voru Bandaríkin á barmi sögu-
legrar efnahagskreppu. Það tempr-
aða ástand sem ríkir núna þegar nýr
maður tekur við stjórn gæti
mögulega reynst skammvinnt.
Hættur bíða nýja seðlabankastjórans
Eftir Sam Fleming
í Washington
Nú þegar markaðir eru í
uppsveiflu í Bandaríkj-
unum og stjórnvöld örva
atvinnulífið með skatta-
lækkunum og ríkisút-
gjöldum, er líklegt að
Jerome Powell þurfi fljót-
lega að láta að sér kveða.
AFP
Jerome Powell mun taka við stöðu seðlabankstjóra í Bandaríkjunum í næstu viku. Undir hans stjórn þarf að finna jafn-
vægi á milli viðvarandi lágs verðbólgustigs og mikils uppgangs í bandarísku efnahagslífi sem leitt gæti til ofþenslu.
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
fyrir heimilið
Sófaborð úr náttúrulegri eik, 3 saman í setti
Stærðir:
40x40, hæð 45 cm
50x50, hæð 40 cm
60x60, hæð 30 cm
Fallegar vörur
Verð 49.900 kr.