Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 11FRÉTTIR
Af síðum
Í aðraganda jóla hömuðust
Amazon og Google við að koma
hlerunartækjum inn á hvert
heimili, eins og ofvirkir Stasi-
njósnarar væru á ferð.
Sama var þó ekki hægt að
segja um Apple. Þegar fyrir-
tækið birtir afkomutölur sínar
nú í vikunni verður þar ekkert
að finna um framlag HomePod,
sem er síðbúið og tæplega
framúrskarandi útspil fyrirtæk-
isins á markaði fyrir snjallhátalara. Afhending vörunnar hefur dregist
á langinn. Í síðustu viku tilkynnti Apple loks að hún fari á markað í
febrúar. Í því sambandi má minna á að Amazon kynnti Echo-
hátalarann til sögunnar árið 2014.
Þessi töf varð þó ekki til þess að endurskoða þyrfti hagnaðarspá
Apple fyrir fjórða ársfjórðung. Það er vegna þess að HomePod átti því
miður aldrei eftir að skipta neinu máli. Verðmiði upp á 349 bandaríkja-
dali virkar hár borinn saman við 50 og 150 dala hátalarana frá Amazon.
Einn keppinauta Apple á markaði fyrir dýrari raftæki, Sonos, brást við
töfunum hjá Apple með því að bjóða í síðustu viku upp á tvo raddstýrða
hátalara fyrir 349 dali. Apple er vissulega ekki alltaf fyrst með nýjung-
arnar eða ódýrustu vörurnar, en þar við bætist að tæknilegir eigin-
leikar hátalarans eru að sumu leyti síðri en keppinautanna.
Reyndar hefur iPhone-snjallsíminn slíka yfirburði að jafnvel enn
betri og auðfáanlegri HomePod hefði varla haft merkjanleg áhrif á
afkomutölurnar sem kynntar verða í vikunni. Þrátt fyrir að Apple hafi
lagt sig fram við að kynna ýmis þjónustusvið sín og að svipta hulunni af
nýjum vörum, þá er áætlað að iPhone standi undir nærri því 70% af
tekjum félagsins. Á þessu ári ætti Apple að selja meira en 220 milljón
símtæki með hjálp nýjustu iPhone 8 og X símanna.
En þegar fram líða stundir munu snjallhátalarar aftur á móti fara að
skipta meira máli sem miðstöð fyrir æ fleiri tæki sem eru að tengjast
þráðlausu neti heimilisins. Canalys Research áætlar að árið 2018 muni
seljast 56,3 milljón snjallhátalarar, sem er um það bil 70% aukning frá
árinu 2017. Í ár mun Apple í það minnsta ekki láta sig vanta í slaginn.
Fyrirtækið virðist hafa öll púslin sem þarf til að setja saman vel heppn-
aða vöru: aðstoðarforritið Siri sem lengi hefur verið við lýði, Apple
Music sem er ein stærsta tónlistarveita heims og hljómtækjaframleið-
andann Beats sem Apple keypti árið 2014 fyrir 3,3 milljarða dala. Þó
svo að væntingar í tengslum við áberandi yfirtökur bregðist iðulega, þá
gæti það verið þess virði fyrir Apple að kippa hinu óskráða
Sonos um borð, vilji fyrirtækið styrkja sig enn frekar.
LEX
AFP
Apple: Lagðar
við hlustir
Amazon, Berkshire Hathaway og
JPMorgan Chase hafa tilkynnt að
þau hyggist í sameiningu stofna nýtt
fyrirtæki á heilbrigðissviði. Nýja
félagið verður ekki rekið í hagnaðar-
skyni og mun starfa með það fyrir
augum að draga úr heilbrigðiskostn-
aði þeirrar tæpu milljónar manna
sem starfa hjá fyrirtækjunum. Fjár-
festar brugðust við tíðindunum með
því að losa sig við hlutabréf í sjúkra-
tryggingafélögum.
Í tilkynningu fyrirtækjanna
þriggja er starfsemi nýja félagsins
ekki lýst í smáatriðum, en tekið fram
að það muni í fyrstu leggja áherslu á
„tæknilausnir“ til að gefa starfs-
mönnum í Bandaríkjunum og fjöl-
skyldum þeirra kost á „heilbrigðis-
þjónustu sem er einföld, af miklum
gæðum, gagnsæ og á sanngjörnu
verði“.
Mikil áhrif á markaði
Hlutabréfaverð UnitedHealth,
sem er stærsti seljandi sjúkratrygg-
inga í Bandaríkjunum, lækkaði í kjöl-
farið um 6,75% í viðskiptum fyrir
opnun markaða í New York en
tryggingafélögin Anthem, Aetna,
Cigna og Humana lækkuðu á bilinu 3
til 7%.
Express Scripts, stærsta fyrirtæki
Bandaríkjanna á sviði endurgreiðslu
lyfjakostnaðar, og CVS Health, sem
rekur sambærilega þjónustu undir
merkjum Caremark, lækkuðu bæði
um 6,5%.
Aðili sem þekkir nánar til hug-
mynda Amazon segir að samstarfið
muni í fyrstu beinast að því að nota
hugbúnað og snjallforrit til að hjálpa
starfsmönnum að lækka hjá sér heil-
brigðiskostnaðinn.
Ef læknir myndi t.d. skrifa upp á
dýrt lyf af tiltekinni gerð, þá gæti
snjallforrit sent notandanum skeyti
um að hægt væri að velja ódýrara
samheitalyf í staðinn.
Sami aðili sagði nýja félagið geta
verið fyrsta skrefið í átt að víðtækara
samstarfi, þar sem fyrirtækin þrjú
myndu „tryggja hjá sjálfum sér“ án
hagnaðarmarkmiða. Fleiri fyrir-
tækjum gæti svo staðið til boða að
ganga til liðs við verkefnið í framtíð-
inni.
Stærsta breyting í áraraðir
Ef Amazon, Berkshire og JPMorg-
an myndu setja á laggirnar sjúkra-
tryggingafélag sem ekki væri rekið í
ágóðaskyni fyrir u.þ.b. 950.000 starfs-
menn sína og fjölskyldur þeirra, þá
myndi það verða ein stærsta breyt-
ingin á þessu sviði í áraraðir.
Sjúkratryggingafélög sem rekin
eru í hagnaðarskyni, eins og United-
Health og Cigna, gætu misst frá sér
hundruð þúsunda viðskiptavina. Og
lyfjaendurgreiðslufélög á borð við
Express Scripts – sem eru í hlutverki
milliliðar á milli kaupenda og lyfja-
framleiðenda – gætu líka glatað
stórum hluta af viðskiptum sínum.
Þó svo að sum stór fyrirtæki, eins
og bílaframleiðendurnir Ford, Gene-
ral Motors og Fiat Chrysler, séu með
eigin tryggingarekstur þar sem þau
halda iðgjöldunum eftir og leggja fé
til hliðar vegna mögulegs taps, þá
eiga þau oftar en ekki í samstarfi við
tryggingafélög og lyfjagreiðslumiðl-
anir til að hafa umsjón með trygging-
unum.
Í tilkynningum sem stjórnendur
Amazon, Berkshire og JPMorgan
sendu frá sér sögðu þeir að sam-
starfið væri enn á fyrstu stigum, en
að þeir teldu aðkallandi að bregðast
við enda væri ört hækkandi heil-
brigðiskostnaður farinn að ganga á
rekstur heimilanna.
Sjúkratrygging í gegnum vinnu-
veitanda kostaði á síðasta ári að jafn-
aði 18.764 dali, til að tryggja hvern
starfsmann og fjölskyldu hans, og er
það hækkun um 3% frá 2016. Að jafn-
aði borga launþegar 5.714 dali úr eig-
in vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en
vinnuveitandinn greiðir afganginn,
samkvæmt skýrslu Keiser Family
Foundation.
Eins og hungraður bandormur
„Ört hækkandi kostnaður við heil-
brigðisþjónstu er eins og hungraður
bandormur í bandaríska hagkerfinu,“
segir Warren Buffett, stjórnar-
formaður og forstjóri Berkshire Hat-
haway.
„Okkar félag lumar ekki á lausn á
vandanum,“ bætir hann við. „En við
sættum okkur ekki við að þessi þróun
sé óumflýjanleg. Þess í stað deilum
við þeirri trú, að með því að sameina
krafta okkar geti sumt snjallasta fólk
þessa lands með tíð og tíma stöðvað
hækkun heilbrigðiskostnaðar og á
sama tíma tryggt að neytendur verði
ánægðari með þjónustuna sem þeir fá
og að meðferðir skili betri árangri.“
„Þó það verði krefjandi, þá verður
það fyrirhafnarinnar virði að minnka
þá byrði sem heilbrigðiskerfið er á
hagkerfinu og á sama tíma bæta
þjónustuna við starfsmenn okkar og
fjölskyldur þeirra,“ segir Jefff Bezos,
stofnandi og forstjóri Amazon.
Jamie Dimon, stjórnandi JPMorg-
an Chase, sagði starfsmenn bankans
vilja „gangsæi, þekkingu og stjórn“ á
þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir
nota, og að fyrirtækin þrjú búi að
„einstöku bolmagni“ til að geta boðið
upp á þá þjónustu sem nýtist starfs-
mönnum og fjölskyldum þeirra best.
Fyrirtækin þrjú segja að bráðlega
verði greint frá stofnun nýja félags-
ins og munu þrír stjórnendur leiða
verkefnið: Todd Combs, fjárfest-
ingastjóri hjá Berkshire Hathaway,
Marvelle Sullivan Berchtold, fram-
kvæmdastjóri hjá JPMorgan Chase,
og Beth Galetti, fram-
kvæmdastjóri hjá Amazon.
Þrír risar boða byltingu
í heilbrigðistryggingum
Eftir David Crow í New York
Berkshire Hathaway, JP
Morgan og Amazon til-
kynntu í fyrradag sameig-
inleg áform um að hrista
upp í bandarísku heil-
brigðiskerfi.
AFP
Warren Buffett hjá Berkshire Hathaway, Jeff Bezos hjá Amazon og Jamie Dimon hjá JP Morgan Chase hafa tekið
höndum saman til að draga úr heilbrigðiskostnaði þeirrar tæpu milljónar manna sem starfa hjá fyrirtækjunum.
Síðumúli 11 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður
560-8888 • www.vfs.is
Þegar þig vantar alvöru hörkutól