Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 13SJÓNARHÓLL Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar BÓKIN Stundum verðum við svo upptekin af mælingum að við missum sjónar á því sem raunverulega skiptir máli. Þetta vita snjallir fjárfestar og láta ekki ákvarðanir sínar ráð- ast einvörðungu af því sem búið er að telja og reikna í ársfjórðungs- uppgjörum. Það gerist líka oft, þegar mælingarnar eru útgangspunkt- urinn, að fólk og fyrirtæki fara að hegða sér á þá leið sem fegrar mæl- inguna, frekar en þá leið sem skilar í reynd skilar bestum árangri. Til er fræg saga, sem hljómar nógu vel til að vera sönn, um að sovésk sjúkrahús hafi stundað það að útskrifa sjúklinga á dánarbeðinum en halda sem lengst í þá sjúklinga sem höfðu náð fullri heilsu, til að árangur spítalanna liti betur út á blaði. Jerry Z. Muller er höfundur bókar sem fjallar um þetta efni: The Tyranny of Metrics. Hann bendir á að á ótalmörgum sviðum er ofuráhersla á mælingar að valda miklum skaða. Menntakerfið, fjár- málageirinn, lögregla og her, ráðu- neyti og stofnanir, góðgerðarstarf bæði heima fyrir og erlendis – öllum hættir þeim til að detta í mælingagildruna. Í skólunum gerist það t.d. að kennarar byrja að leggja ofur- áherslu á að undirbúa nemendur fyrir sam- ræmd próf, frekar en að veita þeim breiða þekkingu á ólíkum fögum. Skólarnir sem koma verr út á próf- unum, eiga jú ekki von á góðu. Og mælingar eru freistandi einmitt vegna þess hvað þær geta verið gagnlegar, þegar þeim er beitt rétt: snjallar og þarfar mælingar geta leyst allan vanda. Muller minnir hins vegar á að við ættum ekki að mæla nema að vandlega at- huguðu máli, og láta mælingarnar ekki leiða okkur í ógöngur. ai@mbl.is Þegar við mælum án þess að hugsa Árið 2014 voru samþykkt lög nr. 40/2014 sem kváðu áum rétt einstaklinga til skattfrjálsrar ráðstöfunarséreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána og til sparnaðar til kaupa á húsnæði, óháð því hvort um hafi verið að ræða fyrstu íbúðarkaup eða ekki. Þann 1. júlí 2017 tóku svo gildi lög nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð sem heimila með sama hætti skattfrjálsa ráðstöfun sér- eignarsparnaðar inn á fasteignalán og/eða uppsöfnun og ráðstöfun séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð á sam- felldu 10 ára tímabili eftir gildistöku laganna. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laganna er einstaklingi sem hefur áður, sam- kvæmt eldri lögum, safnað séreignarsparnaði til að auð- velda kaup á íbúð „og/eða eftir at- vikum“ nýtt sér ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu íbúðarláns heimiluð áframhaldandi skattfrjáls nýting séreignarsparn- aðar. Það skilyrði er þó m.a. sett að um fyrstu íbúð hafi verið að ræða og að fyrri úrræðanýting komi til frá- dráttar samfelldu 10 ára tímabili samkvæmt lögunum. Virðist því mega skilja lagaákvæðið þannig að það taki til annars vegar þeirra sem höfðu safnað upp séreignarsparnaði til innborgunar á fyrstu íbúð og hins vegar þeirra sem keypt höfðu fyrstu íbúð og nýtt séreignar- sparnað í niðurgreiðslu lána. Í tilkynningu frá ríkisskattstjóra fyrir áramót var þó ein- ungis einstaklingum sem keypt höfðu sína fyrstu íbúð á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 bent á, og unnt, að sækja um áframhaldandi skattfrjálsa ráðstöfun séreign- arsparnaðar inn á húsnæðislán eða til áframhaldandi upp- söfnunar séreignarsparnaðar samkvæmt lögum nr. 111/ 2016. Slík túlkun yfirvalda gerir það að verkum að ein- staklingur sem keypti sína fyrstu íbúð 1. júlí 2014 getur ráðstafað allt að 5 milljónum króna inn á íbúðarlán sín í 10 ár úr séreignarsjóði sínum skattfrjálst. Á hinn bóginn getur einstaklingur sem keypti sína fyrstu íbúð degi eða viku fyrr einungis ráðstafað með sama hætti að hámarki 2,5 millj- ónum króna á fimm ára tímabili. Hvergi í orðalagi ákvæðis- ins er tiltekið skýrlega að heimildin taki einvörðungu til íbúða sem keyptar voru á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 og mætti ætla að allir kaupendur fyrstu íbúðar, hve- nær sem kaupin áttu sér stað, eigi rétt á áframhaldandi nýt- ingu í 10 ár samfleytt. Þess ber að geta að lagafrumvarpið tók breytingum í meðförum þingsins. Af upphaflegu orða- lagi frumvarpsins hefði e.t.v. mátt leiða að heimildin tæki einvörðungu til þeirra sem ráðstafað hefðu uppsöfnuðum séreignarsparnaði til íbúðarkaupa og svo í framhaldinu ráð- stafað séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og styðst slík túlkun að einhverju leyti við lögskýringargögn. Í meðförum þingsins breyttist hins vegar orðalag 3. mgr. 8. gr. laganna á þann veg að rétthöfum sem safnað höfðu séreignarsparn- aði til innborgunar á íbúðarkaup „og/eða eftir atvikum“ þeim sem nýtt höfðu sér ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðisláns er heimiluð áfram- haldandi nýting. Má auðveldlega draga þá ályktun að tilkoma orðs- ins „eða“ í ákvæðið í meðförum þingsins geri það að verkum að fullnægjandi sé að einstaklingur hafi nýtt sér heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á lán, án þess að hafa fyrst notast við upp- söfnun séreignarsparnaðar. Virðist auk þess illskiljanlegt hvers vegna einstaklingur sem nýtir séreignar- sparnað til innborgunar á íbúð og ráðstafar í framhaldi sér- eignarsparnaði inn á húsnæðislán sé betur settur en ein- staklingur sem kaupir sína fyrstu íbúð á svipuðum tíma og ráðstafar frá upphafi séreignarsparnaði til greiðslu láns. Verður að telja að takmörkun ákvæðisins við kaupendur íbúða á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 samræmist einfaldlega ekki lögunum í núverandi mynd. Hafi löggjafinn fyrirhugað að afmarka áframhaldandi nýtingu séreignar- sparnaðar við þá sem keyptu sína fyrstu íbúð á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, skilaði það sér vart í lagatextann. Jafnframt hefði verið eðlilegt af hálfu löggjafans að rök- styðja hvers vegna íbúðarkaupendur eftir 1. júlí 2014 fá tvö- falda skattaívilnun á við þá sem keyptu sína fyrstu íbúð stuttu áður og hvaða málefnalegu sjónarmið búa að baki því að ívilna þeim hópi sérstaklega með skattfrjálsri ráðstöfun séreignarsparnaðar í samtals 10 ár en ekki öðrum kaup- endum fyrstu íbúðar. Stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð „og/eða“ hvað? LÖGFRÆÐI Lára Herborg Ólafsdóttir héraðsdómslögmaður á Juris lögmannsstofu ” Hefði verið eðlilegt af hálfu löggjafans að rök- styðja hvers vegna íbúðarkaupendur eftir 1. júlí 2014 fá tvöfalda skattaívilnun á við þá sem keyptu sína fyrstu íbúð stuttu áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.