Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 16
Settu starfsfólkið í fyrsta sæti
WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn
í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis
BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni
til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz
kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða.
WOW Biz
Sumir þurfa einfaldlega
meira WOW en aðrir.
BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
er
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Keyptu Sigurð Gísla út
Risar dýfa tánum í djúpu laugina
Hafa útbúið kyrrsetningarbeiðni ...
FME varar við bitcoin
Spá 6,6% hækkun húsnæðisverðs
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki
farið betur af stað í janúarmánuði í
fimm ár. Úrvalsvísitalan hækkaði
um 8% síðastliðinn mánuð en árið
2013 nam hækkunin 10%. Þekkt er
að ávöxtun í janúar er oft góð.
Sérfræðingar í eignastýringu
segja að ládeyða sé yfir skulda-
bréfamarkaðnum um þessar mund-
ir. Verðbólga fari vaxandi og margir
fjárfestar telja að ekki sé von á
frekari vaxtalækkunum. Raun-
ávöxtun af innlánum, lausa-
fjársjóðum og skuldabréfasjóðum
fari dvínandi á sama tíma og útlit er
fyrir að verðbólgan verði 2,5%
næstu mánuðina. Af þeim sökum
hafi fjármagn að einhverju marki
leitað frá þeim vettvangi í hluta-
bréf. Undanfarin ár hefur ávöxtun
af innlánum og skuldabréfum verið
góð sökum lágrar verðbólgu og
hárra raunvaxta.
Að sama skapi benda verðbréfa-
miðlarar á að markaðurinn hafi ver-
ið hóflega verðlagður samkvæmt
verðmötum og kennitölugrein-
ingum. Rekstur flestra félaga sé
með ágætum og vænta megi hag-
vaxtar á næstu árum.
Fjögur fyrirtæki hafa hækkað um
meira en 10% það sem af er ári.
Hagar hafa hækkað um 16% og N1
um 12%. Skeljungur og Icelandair
Group hafa hækkað um 11%. Eim-
skip var eina félagið sem lækkaði
síðastliðinn mánuð. Nam lækkunin
4%, en félagið birti afkomuviðvörun
á mánudag.
Verðbréfamiðlari segir að margir
fjárfestar hafi keypt í Högum í
þeirri von að reksturinn muni batna
eftir harða samkeppni við Costco og
að samruni við Olís muni ganga eft-
ir. Hagar muni sömuleiðis njóta
góðs af aukinni verðbólgu eftir langt
skeið verðhjöðnunar í matvöru
vegna þess að hlutfallsleg framlegð
félagsins sé ávallt sú sama. Lækki
verð, lækkar framlegðin.
Morgunblaðið/Golli
Árið hefst með
hvelli á markaði
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Fjögur fyrirtæki hafa hækk-
að um 10% eða meira það
sem af er ári. Úrvalsvísitalan
hefur ekki hækkað meira í
janúar frá árinu 2013.
Hagar, sem reka
m.a. Hagkaup
hækkuðu um
16% í janúar.
Sigurður Nordal
sn@mbl.is
Í liðinni viku veitti Creditinfo 868fyrirtækjum viðurkenningu í
tengslum við birtingu lista yfir
Framúrskarandi fyrirtæki. Hvaða
skoðun sem menn kunna að hafa á
flokkun af þessu tagi, þá má ljóst
vera að nafnbótin hvetur til þess að
gætt sé ábyrgðar í rekstri og rekstr-
argögnum skilað tímanlega. En um
leið ber að hafa í huga að ýmis ytri
áhrif geta leitt til þess að rekstur
uppfylli ekki á tilteknum tíma þau
viðmið sem Creditinfo skilgreinir.
Ábyrgur fyrirtækjarekstur erþjóðarhagur. Yfir 99% ís-
lenskra fyrirtækja eru með færri en
250 starfsmenn og teljast því lítil eða
meðalstór. Hjá þessum fyrirtækjum
starfa yfir 70% vinnuafls. Það dylst
því engum að slík fyrirtæki gegna
lykilhlutverki í þróun lífskjara hér á
landi. Það ætti því að vera einhugur
á meðal landsmanna um að tryggja
viðgang og samkeppnishæfni lítilla
og meðalstórra fyrirtækja.
Hún er því umhugsunarverðfréttin sem barst í vikunni um
að leggja ætti niður tvö gamalgróin
íslensk iðnfyrirtæki með þeim afleið-
ingum að 86 störf leggist af. Í sí-
breytilegum heimi þurfa fyrirtæki
stöðugt að aðlagast til þess að verða
ekki fórnarlömb breyttra tíma og
aukinnar alþjóðlegrar samkeppni. Í
því ljósi er enn mikilvægara að
rekstrarumhverfið geri þeim ekki
erfitt fyrir og dragi úr getu þeirra til
þess að bregðast við breytingum í
samkeppninni. Það myndi einungis
leiða til aukinnar fábreytni og lakari
lífskjara.
Smár
er knárEinhverjir myndu eflaust teljaað það sé af hinu góða að
fyrirtæki greiði ekki hluthöfum arð
heldur safni myndarlegu eigin fé
um aldur og ævi.
Af þeim sökum telja ugglausteinhverjir að ekki komi að sök
að reglur séu óljósar um hve mikið
af eigin fé þurfi að binda við vissar
aðstæður, eins og t.d. varðandi
bókfærðan rannsóknar- og þróun-
arkostnað, gengishækkanir verð-
bréfa og fleira. Vegna óvissunnar
halda margir fyrirtækjaeigendur
að sér höndum við útgreiðslu arðs,
eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær. Þeir vilja ekki brjóta lög.
En þar með er ekki öll sagansögð. Það er vissulega mikil-
vægt að fyrirtæki hafi borð fyrir
báru til að mæta ágjöf í rekstri. En
fyrirtæki geta einnig setið á of
miklu eigin fé sem getur bitnað á
vexti og viðgangi efnahagslífsins.
Hagkvæmasta fjármagnsskipangetur verið með ýmsum hætti
og rétt að benda á að það er efna-
hagslega mikilvægt að reisa ekki of
háar girðingar um arðgreiðslur.
Klassísk girðing er hár fjár-magnstekjuskattur, en svo
geta óljósar reglur einnig verið
hamlandi.
Það er æskilegt að fjármagn getiflætt á milli verkefna nokkuð
óhindrað. Ella skapast hætta á að
fjármagn verði bundið í óhag-
kvæmari verkefnum en æskilegt
væri.
Fjármagn þarf að geta leitað íhagkvæmustu verkefnin á
hverjum tíma og viðtakendur arð-
greiðslna leika þar mikilvægt hlut-
verk. Þegar nægt fjármagn fæst í
arðbærustu verkefnin mun það
leiða til aukins hagvaxtar og auk-
innar atvinnu. Takist það ekki
dregur það hagkerfið niður – þótt
það sjáist ekki með berum augum.
Við þessa yfirferð rifjast þaðupp að ný ríkisstjórn kaus að
hækka fjármagnstekjuskatt í ár úr
20% í 22%. Á árunum fyrir hrun
var skatturinn 10%. Jafnvel þótt
skattheimta á Íslandi sem hlutfall
af landsframleiðslu sé með því
hæsta sem þekkist í OECD-
löndunum gengur erfiðlega að
lækka skatta.
Í því sambandi er vert að minnastað fjárfestar eru ekki alltaf svo
heppnir í fjárfestingum sínum að
„fá“ að greiða fjármagnstekjuskatt.
Hjól atvinnulífsins smurð
Hagstofan áætlar að
tekjur þeirra sem
leigja út gegnum
Airbnb hafi verið 14,7
milljarðar árið 2017.
15 milljarðar í
tekjur af Airbnb
1
2
3
4
5