Morgunblaðið - 10.02.2018, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
T
S
8
74
03
0
2
/1
8
Forstöðumaður þjálfunardeildar
ICELANDAIR ÓSKAR EFTIR
HELSTU VERKEFNI:
I Samþætting og samruni núverandi þjálfunardeilda.
I Þróun og stefnumótun þjálfunarmála.
I Yfirsýn yfir mannauð þjálfunardeildar og menningu.
I Umsjón með vinnu fagráðs (sérfræðinga sem velja
kennsluefni).
I Framþróun og nýsköpun í kennslumálum.
I Samskipti við innlenda og erlenda birgja.
Forstöðumaður Operations Support
Forstöðumönnum á rekstrarsvið
Nánari upplýsingar veita:
Jens Þórðarson I framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs I jensth@icelandair.is
Elísabet Helgadóttir I framkvæmdastjóri Mannauðssviðs I elisabeth@icelandair.is
HÆFNISKRÖFUR:
I Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistaragráða er kostur.
I Stjórnunarreynsla er mikill kostur.
I Góðir skipulags- og leiðtogahæfileikar.
I Þekking á flugmálum og/eða reynsla af þjálfunarmálum
í flugrekstri er kostur.
I Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg.
I Metnaður fyrir öryggismálum.
I Jákvætt viðhorf, opið hugarfar og ríkulegir samskiptahæfileikar.
Í kjölfar umtalsverðra skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu hefur skapast tækifæri til að samþætta kennslustarfsemi þriggja meginstoða rekstrarsviðs.
Í þessu felast bæði áskoranir og tækifæri til að nýta það besta sem hver kennsludeild hefur gert, sameina kerfi og utanumhald og tryggja metnaðarfulla
og framsækna kennslu hætti. Leitað er að öflugum stjórnanda sem getur nýtt þetta tækifæri og skapað nýja og sterka heild úr þeim einingum sem fyrir eru.
Icelandair leitar að forstöðumanni fyrir þjálfunardeild rekstrarsviðs. Deildin er ný innan fyrirtækisins og sameinar
þjálfunardeildir flugrekstrarsviðs, tæknisviðs og flugafgreiðslu.
Á rekstrarsviði starfa yfir þrjú þúsund manns sem allir þurfa mismunandi þjálfun tengda störfum sínum.
Vinnustaður er í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði og heyrir starfið undir framkvæmdarstjóra Rekstrarsviðs (COO).
Starfið felst meðal annars í því að sameina og samræma þjálfunardeildirnar og að sjá um teymi sem skipuleggur og skrásetur kennslu. Starfið felur einnig
í sér mikið samstarf við aðra forstöðumenn að uppbyggingu og framkvæmd þjálfunar starfsmanna á rekstrarsviði.
Icelandair leitar að forstöðumanni fyrir Operations Support á rekstrarsviði. Deildin er ný og innan hennar eru ýmsar
stoðeiningar fyrir flug-, tækni-, flugafgreiðslu- og stöðvarekstur félagsins.
Deildin mun meðal annars hafa umsjón með 24 tíma stjórnstöð leiðakerfis (e. Network Control Center), verkefnastofu, greiningum og mælikvörðum, stöðugum
umbótum og nýsköpun ásamt fleiri tilfallandi verkefnum. Líklegt er að verkefnum deildarinnar fjölgi með tímanum.
Starfið felst bæði í stjórnun og stefnumótun hinnar nýju deildar auk þess að vera framkvæmdastjóra og forstöðumönnum innan handar með samþættingu,
umbótaverkefni og nýsköpun á rekstrarsviði.
HELSTU VERKEFNI:
I Dagleg stjórnun og skipulag Operations Support.
I Þróun og nýsköpun í rekstri og skipulagi þvert á rekstrarsvið.
I Umsjón og stuðningur við forstöðumenn og framkvæmdastjóra við
stefnumótun og rekstur.
I Yfirsýn yfir mannauð og menningu Operations Support.
I Gerð og innleiðing greiningartóla og mælikvarða fyrir lykilmarkmið
rekstrarsviðs.
I Stjórn verkefna þvert á sviðið við rekstur og umbætur.
HÆFNISKRÖFUR:
I Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verk- eða viðskiptafræði,
meistaragráða er æskileg.
I Stjórnunarreynsla er kostur.
I Góðir skipulags- og leiðtogahæfileikar.
I Góð greiningarhæfni og skilningur á rekstri og skipulagi.
I Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg.
I Metnaður fyrir öryggismálum.
I Jákvætt viðhorf, opið hugarfar og ríkulegir samskiptahæfileikar.
Nýlegar skipulagsbreytingar hjá Icelandair og nánari samþætting á starfsemi á rekstrarsviði kallar á öflugan stuðning við starfsemina þvert á starfseiningar
rekstrarsviðs. Í mörgum starfseiningum sviðsins er um að ræða mikla skipulags- og bestunarvinnu. Ætlunin er að byggja upp sameiginlega þekkingu á slíkum
aðferðum sem nýst getur starfseiningum Operations Support.
+ Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á vef félagsins
www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 25. febrúar 2018.
Upplýsingar um fleiri spennandi störf hjá okkur má finna
á www.icelandair.is/umsokn
Vinnustaður er á aðalskrifstofu Icelandair í Reykjavík og heyrir starfið undir framkvæmdarstjóra Rekstrarsviðs (COO) en töluverð vinna mun fara fram á
starfsstöðvum í Hafnarfirði og Keflavík