Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Lewandowski er markahæstur í þýsku 1. deildinni með 19 mörk en hann hefur skorað 26 mörk fyrir liðið í öllum keppnum. Pólverjinn skoraði fyrra mark Bæjara í sigur- leiknum gegn Schalke og Thomas Müller skoraði það síðara en Bay- ern á titilinn vísan því liðið er með 18 stiga forskot á Leipzig í topp- sæti deildarinnar. Bayern Münc- hen hefur unnið 21 af síðustu 22 leikjum sínum í öllum keppnum. gummih@mbl.is Pólski landsliðsmaðurinn Robert Lewandowski skoraði í 11. heima- leik Bayern München í röð þegar þýsku meistararnir höfðu betur gegn Schalke í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Lewandowski jafnaði þar með met í þýsku deildinni og hann deil- ir því með Jupp Haynckes, þjálf- ara Bayern-liðsins, sem skoraði í 11 heimaleikjum Borussia Mönchengladbah í röð tímabilið 1972-73. Lewandowski skoraði í 11. heimaleiknum í röð AFP Markavél Robert Lewandowski er hér að skora fyrir Bayern München. PYEONGCHANG Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Heimamaðurinn Lim Hyojun sigraði nokkuð óvænt í 1.500 metra skauta- hlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Hann kom í mark á 2.10,485 og setti þar með ólympíumet. Hann skaut heims- methafanum Sjinkie Knegt frá Hol- landi ref fyrir rass en sá hollenski varð annar og Semen Elistratov frá Rússlandi hafnaði í þriðja sæti. Þrír efstu menn komu allir í mark á betri tíma en gamla ólympíumetið frá því í Vancouver 2010 en það var 2.10,949. Keppendur voru hins vegar nokkuð frá heimsmeti Knegts sem er 2.07,943 en það setti Hollending- urinn í Salt Lake City 2016. Hollendingar fljótir á skautum Hollendingar eru snjallir á skaut- um og það sannaðist enn eina ferð- ina um helgina þegar hollenskar konur röðuðu sér í þrjú efstu sætin í 3.000 metra skautahlaupi. Carlijn Achtereekte sigraði, Ireen Wust varð önnur og Antoinetta De Jong þriðja. Sven Kramer frá Hollandi kom fyrstur í mark í 5.000 metra skauta- hlaupi, Ted-Jan Bloemen frá Kan- ada var annar og Norðmaðurinn Sverre Lunde Pedersen krækti í þriðja sætið. Kalla með sín þriðju gullverðlaun Fyrstu gullverðlaun leikanna féllu hinni sænsku Charlotte Kalla í skaut en hún sigraði í 15 km skiptigöngu. Sigur hennar var nokkuð öruggur en hún kom í mark á tímanum 40.44,9 mínútum. Marit Björgen frá Noregi varð önnur á 40.52,7 og Krista Parmakoski frá Finnladi þriðja á 40,55. Kalla krækti sér þarna í þriðju gullverðlaun sína á Ólympíuleikum því hún sigraði í 10 km göngu í Van- couver árið 2010 og var í sigursveit Svía í 4 x 5 km göngu í Sotsji í Rúss- landi árið 2014. Það kom ekki á óvart að Laura Dahlmeier frá Þýskalandi færi með sigur af hólmi í 7,5 km skíðaskotfimi en hún vann til fimm gullverðlauna á HM í skíðaskotfimi í Austurríki í fyrra. Marta Olsbu frá Noregi varð önnur 24 sekúndum á eftir og Veron- ika Vitkova frá Tékklandi þriðja. Peiffer sigraði nokkuð óvænt Það kom hins vegar nokkuð á óvart að landi hennar, Arnd Peiffer, krækti sér í gull í 10 km skíðaskot- fimi því hann var ekki talinn líklegur til afreka. En það er ekki spurt að því og hann hitti vel og þurfti því ekki að fara aukahring. Annar varð Michale Krcmar frá Tékklandi og Dominik Windisch frá Ítalíu þriðji. Þjóðverjar létu mikið að sér kveða um helgina og í skíðastökki varði Þjóðverjinn Andreas Wellingar titil sinn frá því á síðustu leikum. Annar varð Norðmaðurinn Johann Andre Forfang og landi hans, Robert Johansson, hreppti þriðja sætið. Norðmenn tóku þrjú efstu sæt- in Norðmenn fylltu verðlaunapallinn í 30 km skiptigöngu þar sem Simen Hegstad Krueger sigraði, Martin Johnsrud Sundby varð annar og Hans Christer Holund þriðji. Sameiginlegt lið Norður- og Suð- ur-Kóreu í íshokkíi kvenna byrjaði ekki vel á leikunum því liðið steinlá fyrir Svisslendingum, lokatölur 8:0 fyrir Sviss. Hinn leikurinn í B-riðli var mun jafnari en þar lögðu Svíar lið Japans 2:1. Í A-riðli átti Kanada ekki í vand- ræðum með Rússa og vann 5:1 og bandarísku stúlkurnar lögðu þær finnsku 3:1. Óvænt í skautahlaupi  Kóreumaður sigraði í 1.500 metra hlaupi á ólympíumeti  Heimsmethafinn frá Hollandi varð annar  Þrír efstu voru allir á betri tíma en gamla metið AFP Fljótir Lim Hyojun og Sjinkie Knegt á fullri ferð í 1.500 metra skautahlaupinu þar sem þrír efstu voru allir á betri tíma en gamla ólympíumetið. Hyojun sigraði en heimsmethafinn frá Hollandi varð að sætta sig við annað sætið. FH-ingurinn Arna Stefanía Guð- mundsdóttir varð í gær Norður- landameistari í 400 metra hlaupi á Norðurlandamótinu innanhúss sem fram fór í Uppsölum í Svíþjóð. Arna Stefanía kom í mark á tím- anum 54,33 sekúndum og náði þar með sínum besta tíma á tímabilinu og sínum þriðja besta tíma frá upp- hafi í greninni.. Hún var mjög ná- lægt því að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið innanhúss sem haldið verður í Birmingham á Eng- landi í næsta mánuði en lágmarkið er 53,15 sek. Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR komst einnig á verðlaunapall en hún hafnaði í þriðja sæti í stang- arstökki með stökk upp á 4,24 metra. Aðrir sem kepptu fyrir Íslands hönd á mótinu voru: Þóranna Ósk Sigurðardóttir, Einar Daði Lárus- son, Irma Gunnarsdóttir, Tiana Ósk Whitworth, Bjarki Gíslason, Þórdís Eva Steinsdóttir, Kristinn Torfason og Ívar Kristinn Jasonarson. Ísland og Danmörk sendu sam- eiginlegt lið til keppni og endaði liðið í neðsta sæti bæði í karla- og kvennaflokki. Svíar urðu Norður- landameistarar í karla- og kvenna- flokki. Í karlaflokki fengu Svíar 143,5 stig, Finnar urðu í öðru sæti með 116 stig, Norðmenn í því þriðja með 116 stig og lið Danmerkur og Íslands rak lestina með 70 stig. Í kvennaflokki hlutu Svíar 146,5 stig, Finnar höfnuðu í öðru sæti með 115 stig, Norðmenn urðu í þriðja sæti með 95 stig og lið Dan- merkur og Íslands varð í fjórða sætinu með 83,5 stig. gummih@mbl.is Arna varð Norðurlandameistari  Kom fyrst í mark í 400 m hlaupinu  Sameiginlegt lið Íslands og Danmerkur rak lestina Gull Arna Stefanía fagnaði sigri í Uppsala. Dominos-deild karla Keflavík – Höttur .............................. frestað Þór Ak. – Stjarnan ............................ frestað Þór Þ. – Tindastóll............................. frestað Undankeppni EM kvenna Bosnía – Ísland ..................................... 97:67 Svartfjallaland – Slóvakía.................... 72:73  Svartfjalland 5 stig, Bosnía 5, Slóvakía 5, Ísland 3. Spánn San Pablo Burgos – Valencia ............ 74:90  Tryggvi Snær Hlinason kom ekkert við sögu í liði Valencia. Frakkland Chalons-Reims – Levallois ................. 90:93  Martin Hermannsson skoraði 12 stig, gaf átta stoðsendingar og og tók tvö fráköst í liði Chalons-Reims. Cholet – Strasbourg............................ 63:73  Haukur Helgi Pálsson skoraði skoraði 11 stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsend- ingu fyrir Cholet. NBA-deildin Brooklyn – New Orleans .................128:138 Orlando – Milwaukee ....................... 104:111 Philadelphia – LA Clippers ...............112:98 Chicago – Washington ....................... 90:101 Dallas – LA Lakers .......................... 130:123 Golden State – SA Spurs ................. 122:105 Phoenix – Denver ............................. 113:123 Staðan í austurdeildinni: Toronto 38/16, Boston 40/17, Cleveland 32/ 22, Washington 32/24, Milwaukee 31/24, In- diana 31/25, Miami 30/26, Philadelphia 28/ 25, Detroit 27/27, Charlotte 23/32, New York 23/33, Chicago 19/36, Brooklyn 19/38, Orlando 18/37, Atlanta 17/39. Staðan í vesturdeildinni: Golden State 43/13, Houston 41/13, SA Spurs 35/22, Minnesota 34/24, Portland 31/ 25, Oklahoma 31/25, Denver 30/26, New Or- leans 29/26, LA Clippers 28/26, Utah 27/28, LA Lakers 23/32, Memphis 18/36, Dallas 18/38, Phoenix 18/39, Sacramento 17/37. KÖRFUBOLTI Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylf- ingur úr Leyni, komst ekki í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir góða spila- mennsku á öðrum hringnum á Acte- wagl Canberra Classic-mótinu í Ástralíu en mótið er hluti af Evrópu- mótaröðinni. Valdís Þóra lék annan hringinn á einu höggi undir pari en fyrsta hringinn á þremur yfir. Hún hefði þurft að leika höggi betur til að komast áfram. Valdís fékk þrjá fugla, tvo skolla og 13 pör á öðrum hringum í nótt og lauk leik í 60.-67. sæti. gummih@mbl.is Morgunblaðið/Golli Naumt Valdís Þóra var nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. Valdís féll naumlega úr leik í Ástralíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.