Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 Olísdeild karla Fjölnir – FH ...................................... frestað ÍR – Selfoss........................................ frestað Grill 66 deild kvenna KA/Þór – ÍR.......................................... 34:20 FH – Víkingur ...................................... 27:22 Staðan: KA/Þór 12 11 1 0 367:243 23 HK 13 10 3 0 375:252 23 ÍR 13 8 0 5 349:325 16 FH 13 7 2 4 275:264 16 Víkingur 12 5 1 6 301:317 11 Fylkir 12 4 0 8 250:288 8 Afturelding 12 3 1 8 212:270 7 Fram U 12 2 0 10 247:334 4 Valur U 11 1 0 10 223:306 2 Þýskaland Ludwigshafen – Füchse Berlín ......... 19:25  Bjarki Már Elísson skoraði 2 mörk fyrir Füchse. Hüttenberg – Kiel................................ 25:37  Ragnar Jóhannsson skoraði 6 mörk fyrir Hüttenberg.  Alfreð Gíslason þjálfar Kiel. Staðan: Rhein-Neckar Löwen 34 stig, Füchse Berl- in 32, Hannover-Burgdorf 31, Flensburg 30, Kiel 29, Melsungen 28, Magdeburg 27, Leipzig 25, Lemgo 19, Wetzlar 18, Göpp- ingen 16, Minden 16, Erlangen 12, Gum- mersbach 10, Lübbecke 10, Stuttgart 9, Ludwigshafen 7, Hüttenberg 7. B-deild: Bergischer – Hildesheim.................... 33:22  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 8 mörk fyrir Bergischer. Aue – Hamm......................................... 28:29  Fannar Þór Friðgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Hamm. Danmörk Aarhus United – Esbjerg.................... 16:26  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Aarhus. Frakkland Bikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit: Octeville sur Mer – Toulon ................ 18:25  Mariam Eradze skoraði ekki fyrir Toul- on. Noregur Nötteröy – Elverum ........................... 25:29  Þráinn Orri Jónsson skoraði 2 mörk fyr- ir Elverum. Drammen – Sandnes ........................... 37:20  Óskar Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Drammen. Svíþjóð Ricoh – Ystad ....................................... 26:28  Daníel Freyr Andrésson ver mark Ric- oh. Meistaradeild karla A-RIÐILL: RN Löwen – Pick Szeged ................... 35:37  Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyr- ir Löwen og Guðjón Valur Sigurðsson 2.  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 4 mörk fyrir Pick Szeged. Barcelona – Vardar Skopje ............... 29:28  Aron Pálmarsson lék ekki með Barce- lona vegna meiðsla. Kristianstad – Nantes ......................... 26:31  Ólafur A. Guðmundsson var markahæst- ur í liði Kristianstad og skoraði 9 mörk, Gunnar Steinn Jónsson 1 en Arnar Freyr Arnarsson ekkert. Staðan: Vardar Skopje 18 stig, Nantes 17, Barce- lona 14, Löwen 12, Pick Szeged 11, Wisla Plock 6, Kristianstad 6, Zagreb 4. EHF-bikar kvenna C-RIÐILL: Viborg – Byåsen ................................. 29:26  Helena Rut Örvarsdóttir skoraði eitt mark fyrir Byåsen. Áskorendabikar karla 16-liða úrslit, fyrri leikur: ÍBV – Ramhat Hasharon..................... 32:25  Síðari leikur liðanna fer fram í Ísrael næstu helgi. HANDBOLTI MEISTARADEILD EVRÓPU Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is Stefán Rafn Sigurmannsson og fé- lagar hans hjá ungverska liðinu Pick Szeged stigu stórt skref í átt að út- sláttarkeppni Meistaradeildar Evr- ópu með 37:35-sigri sínum gegn Guðjóni Val Sigurðssyni, Alexander Petersson og samherjum þeirra hjá Rhein-Neckar Löwen í gær. Stefán Rafn skoaraði fjögur mörk fyrir Pick Szeged í leiknum en Alex- ander skoraði skoraði fjögur mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og Guð- jón Valur tvö. Pick Szeged og Rhein-Neckar Löwen eru saman í A-riðli riðla- keppninnar. Þar er einnig Íslend- ingaliðið Kristianstad sem laut í lægra haldi, 31:26, fyrir Nantes á laugardaginn. Stórleikur Ólafs dugði ekki til Níu mörk Ólafs Andrésar Guð- mundssonar dugðu ekki til fyrir Kristianstad, en Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir liðið og Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað. Þá er Barcelona einnig í A-riðli keppninnar, en Aron Pálmarsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar liðið lagði Vardar að velli, 29:28, í toppslag í riðlinum. Útsláttarkeppni meistaradeildar- innar fer þannig fram að liðin sem hafna í efsta sæti í A- og B-riðli fara beint í átta liða úrslit keppninnar. Þau lið sem hafna í sætum tvö til sex í riðlum fara áfram í 12 liða úrslit og efstu liðin úr riðlum C og D fylla upp í töluna í 12 liða úrslitunum. Vardar trónir áfram á toppi riðils- ins þrátt fyrir tapið gegn Barcelona, en Vardar er með 18 og hefur eins stigs forskot á Nantes sem er sæti neðar. Barcelona er í þriðja sæti rið- ilsins með 14 stig, Rhein-Neckar Löwen er í fjórða sæti með 12 stig. Pick Szeged færðist nær Rhein- Neckar Löwen með sigrinum í gær, en liðið er með 11 stig í fimmta sæti riðilsins. Kristianstad er svo í harðri bar- áttu við Wisla Plock um síðasta sæt- ið í útsláttarkeppninni úr A-riðlin- um, en liðin eru jöfn að stigum með sex stig í sjötta til sjöunda sæti rið- ilsins. Alfreð og félagar í fínni stöðu PSG er í góðri stöðu í B-riðlinum í baráttunni um að komast beint í átta liða úrslit keppninnar. PSG hefur 20 stig á toppi riðilsins eftir 31:26-sigur sinn gegn Cejle Lasko í gær. PSG jók forskot sitt á Flensburg með sigrinum þar sem Flensburg og Kielce skildu jöfn, 32:32, í æsispennandi leik síðar um kvöldið. Flensburg er í öðru sæti riðilsins með 15 stig. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel eru jafnir Veszp- rém í þriðja til fjórða sæti riðilsins með 13 stig. Kielce hefur níu stig eft- ir stigið sem liðið nældi í í Flensburg og er í fimmta sæti riðilsins, einu stigi á undan Meshkov Brest og fjór- um stigum á undan Cejle Lasko eftir leiki helgarinnar. Þrjár umferðir eru eftir af riðla- keppninni í A- og B-riðlum keppn- innar og fram undan er blóðug bar- átta um sætin í útsláttarkeppninni. Línur farnar að skýrast  Barcelona vann þrátt fyrir fjarveru Arons  Kristianstad í harðri baráttu um sæti í útsláttarkeppni  Hagur Pick Szeged vænkaðist með óvæntum sigri Ljósmynd/Kristianstad Góður Ólafur Guðmundsson átti mjög góðan leik og skoraði níu mörk fyrir Kristianstad gegn Nantes. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Dalhús: Fjölnir – FH .................................18 Austurberg: ÍR – Selfoss.......................... 19 Víkin: Víkingur – Stjarnan .................. 19.30 Schenker-höll: Haukar – Afturelding. 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Mustad-höllin: Grindavík – Njarðvík . 19.15 Valshöllin: Valur – ÍR .......................... 19.15 IG-höllin: Þór Þ. – Tindastóll .............. 19.15 TM-höllin: Keflavík – Höttur .............. 19.15 Höllin Ak.: Þór Ak. – Stjarnan ................. 20 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Valsvöllur: Valur – Njarðvík .................... 18 Í KVÖLD! Keppni hélt áfram í A-deild Lengju- bikarkeppni karla í knattspyrnu um helgina en fjórir leikir voru spilaðir í gær og á laugardag. Fylkismenn unnu góðan 2:1-sigur gegn FH-ingum í Egilshöll í gær- kvöld þar sem Ragnar Bragi Sveins- son skoraði sigurmarkið á 86. mín- útu eftir laglega sendingu frá Hákoni Inga Jónssyni. Hákon Ingi kom Fylki yfir í leiknum en Steven Lennon jafnaði metin fyrir Hafnar- fjarðarliðið. KA-menn höfðu betur í Norður- landsslagnum gegn Magna á Greni- vík en liðin áttust við í Boganum á Akureyri í gær. Sæþór Olgeirsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin fyrir KA-menn og komu þau bæði í fyrri hálfleik. Magnamenn náðu ekki að svara en þeir leika í In- kasso-deildinni í sumar. Tíu Haukamenn skelltu Leikni Haukar lögðu Leikni Breiðholti, 4:1, í Egilshöllinni í gærkvöldi þrátt fyrir að leika manni færri síðasta hálftíma leiksins. Arnar Aðalgeirs- son og Indriði Áki Þorláksson komu Haukum í 2:0 á fyrsta stundarfjórð- ungi leiksins en Arnar Freyr Halls- son minnkaði muninn fyrir Leikni á 19. mínútu. Haukamaðurinn Gunn- ar Gunnarsson var rekinn af velli á 61. mínútu en það kom ekki að sök því Daði Snær Ingason skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili á lokakafla leiksins. Blikar skoruðu sjö Breiðablik tók ÍR-inga í kennslu- stund í Fífunni en Blikarnir unnu stórsigur, 7:0, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 3:0. Gísli Eyjólfsson var á skotskónum fyrir þá grænklæddu en hann skoraði þrennu í leiknum, Arnþór Ari Atlason skoraði tvö mörk og þeir Viktor Örn Margeirs- son og Arnór Gauti Ragnarsson, sem kom inn á sem varamaður, skoruðu sitt markið hvor. gummih@mbl.is Morgunblaðið/Hari Barningur Ari Leifsson og Geoffrey Castillion í baráttu um boltann. Ragnar var hetja Fylkismanna  Blikar tóku ÍR-inga í kennslustund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.