Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018VIÐTAL
þeirri stöðu að vera með ný grunnkerfi. Víðast
hvar er verið að byggja nútímavæðinguna ofan
á eldri grunni. Mér líður því mjög vel með að
fara inn í nútímavæðingu á nýjum grunni og á
kerfi sem ég veit að er til framtíðar.“
En hvaða áhrif mun aukin sjálfvirkni hafa á
störf innan bankans? „Það hefur þegar verið
mikil fækkun starfsfólks hjá okkur, frá hér um
bil 1.300 niður í um 1.000 starfsmenn. Vissulega
mun halda áfram að fækka en við látum þetta
gerast rólega. Þegar fram koma nýja vörur eða
lausnir fækkar í ákveðnum störfum, en þá þarf
kannski fleira fólk í öðrum störfum. Það þarf að
búa til lausnirnar, aðlaga þær og fá allt til að
virka saman. Fleira fólk þarf í þjónustu og í að
ráðleggja viðskiptavinum, en færra fólk í af-
greiðslu eða frágang. Þannig að störfin breyt-
ast og færast til. Á heildina litið er okkur sem
vinnum í bankanum jafnt og þétt að fækka en
svo kemur að einhverjum sársaukapunkti. Þar
sem við erum kerfislega mikilvægur banki eru
strangar kröfur um eftirlit og upplýsingagjöf,
upplýsingasöfnun, greiningar, líkanagerð og
margt fleira sem gera þarf hér innanhúss.“
Landsbankinn heldur úti víðtækasta útibúa-
neti viðskiptabankanna og segir Lilja bankann
vera stoltan af því. Þó megi búast við hagræð-
ingu á því sviði líka. „Segja má að þetta gerist
náttúrulega, því fólk kemur sífellt sjaldnar í
útibú. En oft viljum við vera á staðnum með
þjónustu þó svo við veitum hana ekki allan dag-
inn og alla daga. Það eru einstaklingar og fyrir-
tæki úti um allt land sem nýta sér þjónustu
okkar. Þessi fyrirtæki eru oft með erlent
starfsfólk eða fólk sem þekkir ekki inn á banka-
starfsemi. Þá er gott að hafa stuðning á staðn-
um.“ Hún segir útibúanetið því ekki síst stuðn-
ing við samfélagið og atvinnurekstur um allt
land. „Auðvitað erum við alltaf að endurskoða
Landsbankinn átti gott rekstrarár í fyrra, skilaði
19,8 milljarða króna hagnaði og jókst hann um
3,2 milljarða frá árinu á undan. Hagnaður bank-
ans var sá mesti af viðskiptabönkunum þremur
en Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtæki
landsins mælt í eignum, sem námu 1.193 millj-
örðum króna um síðustu áramót.
Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri
Landsbankans í upphafi síðasta árs og hóf störf
15. mars það ár, eftir að hafa numið og starfað
erlendis í yfir 17 ár. En hverjar hafa verið helstu
áherslur Lilju á hennar fyrsta ári sem banka-
stjóri?
„Ég hef lagt áherslu á umbreytingu á þjón-
ustu bankans, einkum með stafrænni sókn,“ seg-
ir Lilja. „Eitt það mikilvægasta sem við erum að
fást við núna er að auka hraðann í öllum stafræn-
um lausum og sjálfvirkni. Búið var að vinna mik-
ið í grunnverkefnum áður en ég kom hingað, sem
hafa komið bankanum á mjög traustan stað og
styrkt allar undirstöður. Það sem var ólokið voru
verkefni á sviði stafrænnar þjónustu við við-
skiptavini og sjálfvirknivæðing.“
Lilja segir stafræna sókn hafa áhrif á alla
þjónustu. Markaðurinn sé orðinn þannig að hann
geri ráð fyrir hröðum og öruggum sjálfs-
afgreiðslulausnum. „Svo fannst mér líka mikil-
vægt þegar ég kom hingað inn að fara gaum-
gæfilega yfir það sem við gerum vel og gæta
þess að breyta því ekki.“ Hún segir mikið innra
starf hafa verið unnið við að útbúa stefnu sem
byggist á því að standa vörð um það sem bank-
inn gerir vel, samhliða því sem þjónustunni sé
umbreytt með áherslu á stafrænar lausnir. „Við
erum alltaf að hugsa um það hvernig við getum
þjónustað viðskiptavininn betur og sett okkur í
hans spor.“
Mikil þróun á sér stað í fjármálaþjónustu um
þessar mundir og samkeppnin fer vaxandi. „Það
er sjálfsagt vandfundinn sá aðili sem telur sig
vita nákvæmlega hvað muni gerast á næstu ár-
um. Það sem ég get stýrt, og stuðlar að því að
bankinn verði betri, eru breytingar sem auð-
velda viðskiptavininum lífið þannig að hann geti
gert einfalda hluti sjálfur þegar honum hentar.
En sjálfvirknivæðing hefur líka áhrif inn á við í
bankanum, eins og á verksmiðjur hér áður fyrr.
Við erum að einfalda allt ferlið, róbótavæða jafn-
vel í sumum tilvikum, þannig að þjónusta verði í
auknum mæli sjálfvirk.“
Verið að skala bankann niður
Lilja segir að í raun sé verið að skala bank-
ann niður þannig að hann verði eins ódýr í
rekstri og kostur er þegar upp er staðið. „Við
erum að draga úr umfangi rekstursins þannig
að bankinn verði mjög skilvirkur, taka út öll
óþarfa handtök og einfalda hluti, endurskoða
vöruframboð og þjónustu þannig að við-
skiptavininum finnist auðveldara að eiga við-
skipti. Þetta felur einnig í sér að einfalda allan
kerfisrekstur og færa okkur niður í eins fá
kerfi og við getum. Við erum ennþá á þessari
vegferð og alls ekki búin.“
Þegar Lilja kom til starfa í mars í fyrra var
Landsbankinn í miðjum klíðum við að taka upp
nýtt innlána- og greiðslukerfi með Reiknistofu
bankanna. „Núna erum við að verða mjög vel
stödd en það eru fáir bankar í Evrópu sem eru í
hvar við eigum að vera, en við viljum gera
breytingar í takt við þá þjónustu sem við veit-
um með öðrum hætti. Því það verður eitthvað
að koma í staðinn. Það er kappsmál fyrir okkur
að vera nálægt fyrirtækjarekstri og sam-
félögum um allt land.“
Sífellt er verið að leggja nýjar kvaðir á fjár-
málafyrirtæki hvað varðar upplýsingagjöf og
regluverk og nefnir Lilja í því sambandi ný
persónuverndarlög, PSD2-tilskipun um
greiðsluþjónustu, MiFID II tilskipun um
markaði fyrir fjármálagerninga og alþjóðlegu
IFRS 9 reikningsskilastaðlana. „Við erum að
innleiða ógrynni af nýjum reglugerðum, sem
þýðir að við erum með fjölda starfshópa í því að
greina reglugerðirnar og átta okkur á hvaða
áhrif þau hafa á dagleg störf innan bankans.
Því næst þurfum við að innleiða kerfis- og
vinnulagsbreytingar.“
Hún segir að mörg handtök þurfi til þess að
vera á réttum stað þegar reglurnar ganga í
gildi og bregðast tímanlega við. „Hver svona
reglugerð er snjóbolti sem stækkar og stækk-
ar. Ef við gætum ekki að því að þekkja mjög vel
þær reglugerðir sem eru væntanlegar, þá er
hætta á að það verði okkur svo viðamikið og
dýrt að það hafi áhrif á allt okkar starf. Þessar
reglugerðir eru settar af góðum hug og sumar
skilur maður mjög vel, en aðrar síður. En þetta
leggst óneitanlega þungt á banka sem er lítill í
alþjóðlegu samhengi.“
Mikill munur á lífeyrissjóðum
og bönkum
Ein birtingarmynd harðnandi samkeppni á
fjármálamarkaði er öflug sókn lífeyrissjóða inn
á íbúðalánamarkað. Hvernig horfir sú sam-
keppni við Landsbankanum og er bankinn í
stakk búinn að mæta henni? „Það segir sig
sjálft að það er heilmikill munur á okkur og líf-
eyrissjóðunum,“ segir Lilja. „Við sjáum það á
kjörunum sem lífeyrissjóðirnir treysta sér til
að veita og eru lægri en okkar.“
Lilja nefnir þrjár ástæður fyrir þessum mun.
„Í fyrsta lagi veita lífeyrissjóðirnir lán gegn
lægra veðhlutfalli og geta valið sér þannig við-
skiptavini sem eru með lágt veðhlutfall og hafa
kost á því að endurfjármagna sig hjá lífeyris-
sjóðum. Við veitum aftur á móti allt að 85% lán
fyrir fasteign. Þar með erum við að horfa á
breiðari markað en lífeyrissjóðirnir. Við veitum
að sjálfsögðu líka lán með lægra veðhlutfalli, en
hingað til hefur Fjármálaeftirlitið ekki aðgreint
hversu mikið eigið fé okkur ber að leggja til hlið-
ar með tilliti til veðhlutfalls, þegar lánið er með
lægra en 80% veðhlutfall.“
Í öðru lagi bendir Lilja á skattlagningu á
bankana. „Við erum í öðru skattaumhverfi en
lífeyrissjóðirnir. Við erum að borga fyrir fjár-
málaeftirlit, við borgum fyrir umboðsmann
skuldara og við greiðum bankaskatt. Við borgum
þannig í fjármálakerfið og erum þar af leiðandi
með miklu meiri kostnað og eigum erfiðara með
að bjóða sömu kjör.“
Loks nefnir hún ríkari eftirlitskröfur. „Við er-
um með ríkari kröfur um áhættustýringu, reglu-
vörslu og allt eftirlit. Það á ekki bara við um fólk-
ið sem er í þessum störfum, heldur á þetta líka
við um upplýsingakerfin og gagnagrunnana sem
við erum að reka. Þessu fylgja uppfærslur og
hvers kyns skjalaðar breytingar. Þetta er allt
þungt og dýrt. Við erum auk þess með mjög
sterkan öryggishjúp í kringum bankann, því við
teljum okkur vera að gæta mjög mikilvægra
upplýsinga fyrir viðskiptavini. Það er rík ábyrgð
sem fylgir því og við tökum á henni. Samanlagt
er þetta augljóslega dýrara kerfi sem þeir aðilar
sem þurfa ekki að uppfylla jafn strangar kröfur
Vandfundinn sá sem telur
Sigurður Nordal
sn@mbl.is
Lilja Björk Einarsdóttir tók við
stjórnartaumunum í stærsta fjár-
málafyrirtæki landsins, Landsbank-
anum, fyrir tæpu ári. Fyrsta árið hef-
ur að miklu leyti farið í að straum-
línulaga starfsemi og þjónustu
bankans og segir Lilja afar spenn-
andi tíma framundan í fjármálaþjón-
ustu. Hún telur að út frá rekstri
bankans og framtíðarsýn sé nú ein-
staklega góður tími til þess að selja
þann hluta sem ríkið ætlar að selja.
„Þessar reglugerðir eru settar
af góðum hug og sumar skil-
ur maður mjög vel, en aðrar
síður. En þetta leggst óneit-
anlega þungt á banka sem er
lítill í alþjóðlegu samhengi,“
segir Lilja Björk Einarsdóttir
bankastjóri.