Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 7SJÁVARÚTVEGUR
Marás ehf. - Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is
Óskum áhöfn og útgerð til hamingju með nýtt og glæsilegt skip
KORSØR
PROPELLER A/S
þ YANMAR aðalvél
þ MEKANORD niðurfærslugír
þ VULKAN ástengi
þ KORSØR skiptiskrúfa
þ SLEIPNER bógskrúfa
þ SEAMECH vélstýring
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Í nýrri samantekt frá Íslenska
sjávarklasanum kemur fram að frá
því klasinn var settur á laggirnar
árið 2012 hafa fjárfestar lagt sam-
tals 5 milljarða króna í fyrirtækin
sem hafa þar að-
setur. Til við-
bótar hafa þau
hlotið styrki sem
nema 600 millj-
ónum króna.
Athygli vekur
að mikil aukning
hefur orðið í
fjárfestingum
hjá Sjávarklasanum á þessu ári, og
nam samtals 2,7 milljörðum króna
fyrstu tvo mánuði ársins. Er það
meira en samanlögð fjárfesting í
sprotum Sjávarklasans frá 2012 til
og með 2017.
Stærstu einstöku fjárfesting-
arnar árin 2016 og 2017 voru að
fjárhæð 300-400 milljónir króna. Í
80% tilvika voru það einka-
fjárfestar sem lögðu sprotunum lið
og segir Sjávarklasinn að þrátt
fyrir góðan vilja stofnanafjárfesta
hafi sprotafyrirtækin ekki notið
liðsstyrks þeirra að neinu ráði. Í
kringum 20% fjárfestinga á ár-
unum 2016 og 2017 komu frá
erlendum fjárfestum.
Bæði fjármagn og sambönd
Þór Sigfússon, stjórnarformaður
Íslenska sjávarklasans, segir fjár-
festana af ýmsum toga. „Hluti
þeirra hefur mikla reynslu úr ís-
lensku atvinnulífi, jafnt sjávar-
útvegi sem öðrum greinnum. Að-
koma þeirra hefur iðulega verið
þýðingarmikil fyrir sprotafyrir-
tækin, bæði vegna þess fjármagns
sem þeir koma með inn í rekst-
urinn og ekki síður vegna verð-
mætra tengsla þeirra bæði hér
heimafyrir og erlendis. Hefur hluti
fjárfestanna haft aðsetur í Húsi
sjávarklasans og myndast góð
tengsl á milli þeirra og sprot-
anna.“
Horfur eru á að fyrirtækin í
Sjávarklasanum muni sækja sér
enn meira fjármagn á næstu miss-
erum og árum. „Þau vinna að fjár-
mögnun ýmissa verkefna, og má
t.d. nefna fyrirhugaða verksmiðju
til úrvinnslu hliðarafurða sem
kosta mun sjö milljarða króna að
reisa,“ segir Þór.
„Ein mikilvægasta áskorun Ís-
lenska sjávarklasans hefur verið
að leiða fjárfesta inn í hóp sprota-
fyrirtækjanna sem þar hafa aðset-
ur. Á upphafsárum klasans var
margt sem torveldaði það; efna-
hagslegar aðstæður í landinu voru
erfiðar og höfðu fjárfestar og sjóð-
ir nóg að gera við að koma að fjár-
festingum og endurskipulagningu
ýmissa stórfyrirtækja í íslensku
atvinnulífi. Að auki voru rannsókn-
arsjóðirnir með lítið svigrúm,“ út-
skýrir Þór. „Grunnur að ýmsum
sprotafyrirtækjum var síðan lagð-
ur með eflingu rannsóknarsjóð-
anna 2013 og 2014 svo þau gátu
komið undir sig fótunum og orðið
að álitlegri kosti fyrir fjárfesta.“
Sprotar Sjávarklasans
hafa fengið fimm milljarða
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Um 20% fjárfestinga 2016
og 2017 komu frá erlend-
um aðilum. Árið 2018 fer
mjög vel af stað með um
2,7 milljarða króna fjárfest-
ingu í janúar og febrúar.
Þór Sigfússon
Heildarfjárfesting í sprotafyrirtækjum og verkefnum
Árleg fjárfesting í Húsi Sjávarklasans
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
milljónir kr.
2012 2013 2014 2015 2016 2017 28.2. 2018
2.700
1.560
620
40150100
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Búist er við mikilli verðmætasköpun
hjá sprotunum. Mynd úr safni.
Eldisráðstefnan Strandbúnaður verð-
ur haldin í annað skipti þann 19. – 20.
mars nk. en ráðstefnan er eins og seg-
ir á dagskrárblaði „Stærsti árlegi
vettvangur allra
sem starfa í
strandbúnaði“.
Arnljótur
Bjarki Bentsson
formaður stjórnar
Strandbúnaðar,
segir í samtali við
ViðskiptaMogg-
ann að aðstand-
endur reikni með
að ráðstefnan hafi nú sannað sig, hún
sé komin til að vera og verði árleg
héðan í frá. „Með nafngift félagsins
viljum við benda á að það er fleira en
bara fiskur sem er alið og nytjað.
Nafnið Strandbúnaður bendir til
þeirra auðlinda sem ræktaðar eru við
strendur landsins,“ segir Arnljótur.
Hann segir að boðið verði upp á 10
málstofur á ráðstefnunni í ár, fjöl-
mörg erindi og erlenda fyrirlesara.
„Dagskráin er mjög fjölbreytt. Við
viljum auka umræðu um þennan
geira og gefa fólki tækifæri til að stíga
á stokk og segja frá sínum hug-
myndum. Í fyrra vorum við með
skipulagsmálin í kastljósinu en í ár er-
um við að horfa til heilbrigðis og sið-
ferðis meðal annars.“
Hann nefnir sem dæmi að rætt
verði um hvort laxalús sé upprenn-
andi vandamál í íslensku laxeldi.
Einnig verði tekin staðan á skelrækt-
inni. Hann segir að í einu erindi komi
fyrir hugtakið Bláa byltingin. „Það
hugtak er farið að nota þegar rætt er
um fiskeldi, og á við það hvernig vatn
nýtist til að auka matvælaframleiðslu.
Það er áskorun að metta sífellt vax-
andi fjölda jarðarbúa. Matvæli eru að
langmestu leyti framleidd á landi, en
með breytingum í loftslagi m.a. horfa
fleiri til hafsins og vatnsins hvað mat-
vælaframleiðslu varðar, og það er
þessi bláa bylting.“
Arnljótur bendir á í þessu tilliti að í
dag séu 5% allra matvæla og fóðurs
framleidd í vatni, en þó þeki vatn 70%
af yfirborði jarðar.
Orkufyrirtæki í þörungarækt
Annað sem Arnljótur nefnir er
möguleg bylting í framleiðslu líf-
rænna efna með þörungarækt. „Er-
indi Haraldar Hallgrímssonar frá
Landsvirkjun, „Íslensk orka og ör-
þörungar – Er ræktun örþörunga
framtíðartækifæri fyrir íslenskan
orkuiðnað“, snýr að því hvort Ísland
sem orkuframleiðsluland, geti haslað
sér völl inni í þörungarækt, hvort að-
gangur að orku og því sem fellur til
við orkuframleiðslu nýtist í slíka
ræktun. Þá mun Rannveig Björns-
dóttir hjá Háskólanum á Akureyri
fjalla um Virk efni úr þörungum í
snyrtivörur.“
Arnljótur segir aðspurður að skel-
rækt sé nokkur áskorun hér á landi
og hafi ekki enn náð flugi, en það mál-
efni verði rætt á ráðstefnunni.
Hann segir einnig aðspurður að vel
hafi gengið að finna fyrirlesara til að
tala á ráðstefnunni. Þó félagið hafi
ekki digra sjóði þá hafi fengist erlend-
ir fyrirlesarar til að halda erindi, auk
þess sem Íslendingar sem vinna við
strandbúnað erlendis mæti og segi frá
reynslu sinni af ræktun, hverju sé
hægt að læra af og hvað beri að var-
ast. „Ráðstefnan í fyrra gekk framar
vonum og lítur vel út núna í ár. Fyrst
og síðast er þetta vettvangur til að
skapa umræðu og tengsl, og til að
miðla upplýsingum. Hún hjálpar fólki
að átta sig á stöðu greinarinnar, og
taka ákvarðanir um þróun hennar til
framtíðar.“ tobj@mbl.is
Bláa byltingin
rædd á Strand-
búnaði 2018
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Horft til heilbrigðis og sið-
ferðis á ráðstefnu um auð-
lindir við strendur landsins.
Morgunblaðið/Ásdís
Sæeyra er dæmi um þá ræktun sem fram fer við strendur landsins.
Arnljótur Bjarki
Bergsson