Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
Í NJARÐVÍK
Skúli B. Sigurðsson
skulibsig@mbl.is
Fjórfaldir Íslandsmeistarar KR eru
svo gott sem búnir að tryggja sér sæti
í undanúrslitum Íslandsmótsins í
körfuknattleik karla eftir enn einn
stórsigurinn gegn lánlausum Njarð-
víkingum í gærkvöldi en leikið var í
Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þegar yfir
lauk hafði KR skorað 91 stig gegn 66
stigum Njarðvíkinga og sigurinn kom
síst á óvart og varð verðskuldaður
með öllu.
Í þeim leikjum sem undirritaður
hefur séð milli þessara liða í vetur
hafa KR-ingar ætíð mætt töluvert til-
búnari til leiks og virðast alltaf skrefi
á undan Njarðvíkingum í öllum að-
gerðum. Fastur varnarleikur virðist
vera eitrið sem Njarðvíkingar eiga í
erfiðleikum með að finna mótefni við.
Á ákveðnum tímapunkti við þetta
mótlæti hrynur leikur Njarðvíkinga
eins og spilaborg og eftirleikurinn hjá
KR er auðveldur. Þrátt fyrir að KR
hafi endað mótið í ár í fjórða sæti má
ekki gleyma því að þetta eru meist-
ararnir og þeir eru að eltast við sögu-
legan titil, eða þann fimmta á jafn-
mörgum árum. En þetta er tími ársins
og liðið augljóslega tilbúið til leiks.
Það var ekki nema aðeins í þriðja
leikhluta að KR-liðið hikstaði örlítið í
sínum leik. Það var hinsvegar lang-
besti kafli heimamanna úr Njarðvík.
Leiddir áfram að Loga Gunnarssyni
sem kom með baráttu og elju og hóf
að spúa því eitri sem KR höfðu fram
að því nýtt sér. Hörkuvörn sem smit-
aði út frá sér og Njarðvíkingar sem
fram að því voru gersamlega heillum
horfnir litu út fyrir að eiga möguleika.
Munurinn á liðunum í dag
En þessum kafla náðu þeir ekki að
fylgja eftir. Meinloka Njarðvíkinga í
þessum leik endurspeglar í raun allt
sem hefur verið að hjá liðinu í vetur.
Hreyfanleg hjálp í varnarleik var
varla til staðar. Þegar best gengur hjá
Njarðvík spila þeir svæðisvörn og
eyða þá ekki púðri í að pressa Pavel
Ermolinskij langt út á miðju, með
fullri virðingu fyrir skotnýtingu hans
og getu. Hraði liðsins þarf helst að
vera mikill allan leikinn og það þarf að
keyra í bakið á andstæðingum sínum
því leikkerfi liðsins virðast ekki vera
til þess gerð að nýta helstu styrkleika
liðsins.
Eins og Logi Gunnarsson sagði eft-
ir leik þá er þetta munurinn á liðunum
eins og staðan er í dag en vissulega á
þessi hópur Njarðvíkinga að getað
gert töluvert betur. Verkefnið núna
fyrir Njarðvík er að vinna KR þrisvar
í röð. KR-ingar eru hinsvegar í kjör-
stöðu og aðeins værukærð þeirra gæti
klúðrað farseðli í undanúrslit.
Meistararnir
voru í meist-
aragírnum
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Svífandi Jón Arnór Stefánsson rennir sér framhjá þremur Njarðvíkingum og
skorar fyrir KR í leiknum í gærkvöld. Hann skoraði 14 stig í leiknum.
Stórsigur gegn Njarðvíkingum sem
áttu aldrei möguleika og staðan er 2:0
Lengjubikar karla
B-deild, 1. riðill:
Augnablik – Ægir..................................... 2:1
KFG – Vestri ............................................ 4:0
Kári 9, KFG 9, Vestri 6, Augnablik 3,
Ægir 0, Berserkir 0.
B-deild, 2. riðill:
Grótta – Reynir S ..................................... 3:0
Grótta 12, KH 6, Víðir 6, KV 3, Reynir S.
3, Sindri 0.
B-deild, 3. riðill:
Vængir Júpíters – Afturelding ............... 3:4
Álftanes – Dalvík/Reynir......................... 1:2
Afturelding 9, Þróttur V. 6, Vængir Júpí-
ters 6, Álftanes 6, Dalvík/Reynir 3, Tinda-
stóll 0.
B-deild, 4. riðill:
KF – Leiknir F ......................................... 2:1
Völsungur – Höttur.................................. 2:1
Völsungur 7, Leiknir F. 6, KF 6, Fjarða-
byggð/Huginn 4, Einherji 3, Höttur 0.
Lengjubikar kvenna
B-deild:
Haukar – Grindavík ................................. 1:5
KR – Fylkir............................................... 1:5
HK/Víkingur – Selfoss............................. 1:3
Fylkir 6, Grindavík 3, HK/Víkingur 3,
KR 3, Selfoss 3, Haukar 0.
KNATTSPYRNA
Dominos-deild karla
8-liða úrslit, annar leikur:
Stjarnan – ÍR ........................................ 64:57
Staðan er 1:1.
Njarðvík – KR ...................................... 66:91
Staðan er 2:0 fyrir KR.
1. deild karla
Umspil, undanúrslit, annar leikur:
Snæfell – Hamar................................. 89:104
Staðan er 2:0 fyrir Hamar.
Frakkland
Chalons-Reims – Le Mans .................. 75:76
Martin Hermannsson skoraði 20 stig
fyrir Chalons-Reims, tók 3 fráköst og átti 3
stoðsendingar. Hann lék í 32 mínútur.
NBA-deildin
Toronto – Oklahoma City ................ 125:132
New Orleans – Boston ....................... 108:89
Minnesota – Houston ....................... 120:129
LA Clippers – Portland ................... 109:122
Staðan í Austurdeild:
Toronto 52/18, Boston 47/23, Cleveland 40/
29, Washington 40/30, Indiana 40/30, Phila-
delphia 38/30, Milwaukee 37/32, Miami 37/
33, Detroit 30/39, Charlotte 30/40, New
York 25/45, Chicago 24/45, Brooklyn 22/48,
Orlando 21/49, Atlanta 20/50.
Staðan í Vesturdeild:
Houston 56/14, Golden State 53/17, Port-
land 44/26, Oklahoma City 43/29, Utah 40/
30, New Orleans 40/30, San Antonio 40/30,
Minnesota 40/31, Denver 38/32, LA Clip-
pers 37/32, LA Lakers 31/38, Sacramento
23/48, Dallas 22/48, Memphis 19/50, Phoe-
nix 19/52.
Feitletruð lið hafa tryggt sér sæti í úr-
slitakeppninni en skáletruð eiga enga
möguleika.
Leiðrétting
Í grein um Dominos-deild kvenna í körfu-
knattleik í blaðinu í gær var rangt farið
með og sagt að einni umferð væri ólokið.
Tvær umferðir eru eftir af deildinni.
KÖRFUBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
8-liða úrslit karla, annar leikur:
TM-höllin: Keflavík – Haukar (0:1) .... 19.15
Mustadh.: Grindavík – Tindast. (0:1).. 19.15
1. deild kvenna:
Kennaraháskóli: Ármann – Hamar .... 20.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Laugardalur: Esja – SA Víkingar....... 19.45
BLAK
Önnur umferð kvenna, fyrsti leikur:
Fagrilundur: HK – Völsungur ................. 20
Í KVÖLD!
Njarðvík, 8-liða úrslit karla, annar leik-
ur, mánudag 19. mars 2018.
Gangur leiksins: 8:8, 10:13, 10:22,
14:30, 16:33, 22:44, 25:50, 33:56,
37:62, 43:64, 48:69, 55:71, 57:78,
59:82, 61:88, 66:91.
Njarðvík: Ragnar Nathanaelsson 16/8
fráköst, Logi Gunnarsson 13, Oddur
Rúnar Kristjánsson 8, Terrell Vinson
7/7 fráköst, Kristinn Pálsson 7/8 frá-
köst, Maciej Stanislav Baginski 7, Vil-
hjálmur Theodór Jónsson 5, Ragnar
Helgi Friðriksson 3.
Fráköst: 18 í vörn, 13 í sókn.
KR: Kristófer Acox 21/11 fráköst, Darri
Hilmarsson 17/6 fráköst, Jón Arnór
Stefánsson 14/4 fráköst, Björn Krist-
jánsson 11, Kendall Pollard 10/4 frá-
köst, Pavel Ermolinskij 9/7 fráköst/15
stoðsendingar, Þórir Lárusson 3, Vil-
hjálmur Kári Jensson 3, Sigurður Á.
Þorvaldsson 3/4 fráköst.
Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Ísak
Ernir Kristinsson, Halldór Geir Jens-
son.
Staðan er 2:0 fyrir KR og þriðji leik-
ur í Vesturbænum á fimmtudagskvöld.
Njarðvík – KR 66:91
FRÉTTASKÝRING
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Forráðamenn handknattleiksdeildar
Stjörnunnar leita nú logandi ljósi að
þjálfurum fyrir bæði meistaraflokks
karla og kvenna fyrir næsta keppn-
istímabil. Einar Jónsson, sem þjálfar
karlalið Stjörnunnar, staðfesti við
Morgunblaðið í gær að hann stýri ekki
liðinu á næstu leiktíð. Halldór Harri
Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs
Stjörnunnar, gerði slíkt hið sama. „Ég
sagði upp samningi mínum fyrir
nokkru,“ sagði Harri við Morg-
unblaðið.
Hvorugur þjálfarinn segist hafa
ráðið sig í annað skiprúm fyrir næstu
leiktíð. „Ég er bara með hugann við að
ljúka keppnistímabilinu á góðan hátt
og bý mig undir úrslitakeppnina. Ann-
að kemst ekki að ég hjá mér núna,“
sagði Einar í samtali við Morgunblaðið
í gær. „Hvað tekur við eftir að starfi
mínu lýkur hjá Stjörnunni er ennþá
óráðið.“
Á leið í úrslitakeppnina
Einar tók við karlaliði Stjörnunnar
fyrir þremur árum þegar hann flutti
heim frá Noregi eftir að hafa þjálfað
kvennalið Molde um skeið. Undir
stjórn Einars vann Stjarnan 1. deild
vorið 2016 og hefur síðustu tvö tímabil
leikið í Olís-deildinni. Stjarnan situr í
sjöunda sæti og á von um að hreppa
sjötta sætið, verði úrslit liðinu hag-
stæð í lokaumferðinni sem fram fer
annað kvöld.
Halldór Harri hefur þjálfað kvenna-
lið Stjörnunnar síðustu þrjú árin.
Stjarnan varð bikarmeistari undir
hans stjórn 2016 og 2017 auk þess sem
liðið varð deildarmeistari fyrir ári og
lék til úrslita um Íslandsmeistaratit-
ilinn í fyrra og í hittiðfyrra en tapaði í
úrslitum í bæði skiptin. Stjörnuliðið
náði sér ekki á strik í vetur og hafnaði í
5. sæti og tekur ekki þátt í úr-
slitakeppninni um Íslandsmeistaratit-
ilinn sem hefst þriðjudaginn eftir
páska.
Aron í sigtinu?
Óvíst er hverjir taka við liðum
Stjörnunnar. Forráðamenn félagsins
Stjörnumenn leita logandi
ljósi að tveimur þjálfurum
Einar og Halldór hætta báðir Mörg liðanna verða áfram með sömu þjálfara
Morgunblaðið/Eggert
Stjarnan Einar Jónsson hættir með
meistaraflokk karla.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjarnan Halldór Harri Kristjánsson
hættir með kvennaliðið.
Morgunblaðið/Hari
Fram Guðmundur Helgi Pálsson er
með mjög langan samning.
Franska knattspyrnufélagið Lyon
er að öllum líkindum á leiðinni í
bann frá Evrópukeppni eftir ólæti
stuðningsmanna fyrir leikinn gegn
CSKA Moskvu í Evrópudeildinni.
Lyon fékk skilorðsbundið bann frá
Evrópukeppnum í apríl á síðasta
ári vegna slagsmála stuðnings-
manna og nú er búið að rjúfa skil-
orðið. Málið verður tekið fyrir 31.
maí.
Lyon á bann
yfir höfði sér