Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 Í GARÐABÆ Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Stjarnan vann torsóttan en sætan sig- ur á ÍR, 64:57, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi. ÍR- ingar höfðu betur í fyrsta einvíginu í Seljaskóla og virtust á tíma ætla að taka stórt skref í einvígi liðanna í Ás- garði í gær en seigir Stjörnumenn gerðu nóg á kvöldi þar sem bæði lið voru langt frá sínu besta. Stjörnumenn mættu grimmir til leiks og unnu fyrsta leikhlutann með 14 stigum en gestirnir sneru taflinu við í þeim næsta og unnu hann með 19 stigum. Saga leiksins var þó afleit skotnýting beggja liða, aðeins 24 stig voru skoruð í þriðja leikhluta og tókst ÍR-ingum ekki að rjúfa tíu stiga múr- inn í tveimur leikhlutum. Maður leiksins var án nokkurs vafa kempan Hlynur Elías Bæringsson, hann var stigahæstur heimamanna með 17 stig og tók einnig 18 frákost. Ryan Taylor týndist Lykillinn að því að halda ÍR-ingum í skefjum var að loka á einn besta leik- mann Íslandsmótsins, Ryan Taylor. Það hefur þó reynst hægara sagt en gert og var Bandaríkjamaðurinn til að mynda með 32 stig í fyrri leiknum. Í gær sá hann þó aldrei til sólar, skoraði aðeins sex stig og var með 16% skot- nýtingu. Hin stjarnan í ÍR-liðinu, Matthías Orri Sigurðarson, var sömu- leiðis langt frá sínu besta, misnotaði öll vítaköstin sín og skoraði aðeins 13 stig. Hlynur kjöldró ÍR-inga Enn og aftur var skotnýting Stjörnumanna afleit en þegar liðið spilar svona varnarleik þarf það varla að skora. Collin Anthony Pryor sýndi góðan leik en of oft hafa Bandaríkja- menn Stjörnunnar verið týndir þegar á reynir. Það fór þó ekkert á milli mála hver lykilmaður liðsins er. Hlynur sýndi enn eina ferðina hvers hann er megnugur og var algjör klettur í vörn heimamanna. Það er erfitt að ímynda sér hvar þetta Stjörnulið væri án hans en ljóst er að þeir munu þurfa á öllum hans kröftum að halda ætli þeir sér áframhaldandi þátttöku í úr- slitakeppninni. Garðbæingar sýndu í gær að þeir eiga fullt erindi í þessa rimmu. Stóra spurningin er hvort þeir hafi fundið uppskriftina að því að halda sóknarliði ÍR í skefjum eða hvort Breiðhyltingar hafi einfaldlega átt slæman dag. Leik- urinn í gær spurði fleiri spurninga en hann svaraði og mikil spenna verður fyrir þriðja leikinn á fimmtudaginn kemur. Stjarnan jafnaði með varnarleik Morgunblaðið/Árni Sæberg Sterkur Hlynur Bæringsson hefur betur gegn Ryan Taylor, einu sinni sem oft- ar, í leiknum í Ásgarði í gærkvöld. Hann skoraði 17 stig og tók 18 fráköst.  Eru Garðbæingar komnir með uppskriftina gegn Ryan Taylor? Ásgarður, 8-liða úrslit karla, annar leikur, mánudag 19. mars 2018. Gangur leiksins: 4:3, 11:5, 15:5, 21:7, 23:14, 25:20, 27:27, 31:36, 33:38, 35:42, 37:44, 43:48, 45:51, 47:52, 59:52, 59:55, 61:57, 64:57. Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 17/18 fráköst, Collin Anthony Pryor 17/5 fráköst, Róbert Sigurðsson 13, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6/6 fráköst, Darrell Devonte Combs 5, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 1/10 fráköst. Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn. ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 13, Da- nero Thomas 11/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 11/5 fráköst, Kristinn Marinósson 9/4 fráköst, Ryan Taylor 6/14 fráköst, Sæþór Elmar Krist- jánsson 5/5 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2. Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Kristinn Óskarsson, Georgia Olga Kristiansen. Áhorfendur: 813  Staðan er 1:1 og þriðji leikur í Breið- holtinu á fimmtudagskvöld. Stjarnan – ÍR 64:57  Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, varð ekki fyrir alvarlegum meiðslum í leik Bristol City og Ipswich í ensku B- deildinni á laugardaginn, eins og ótt- ast var. Hörður fór í skanna í gær- morgun og þar kom í ljós að bein við hnéð, svokallað dálkshöfuð, hefði farið úr liði en hrokkið aftur á sinn stað. Hörður staðfesti þetta við mbl.is í gær og þá var hann að leggja af stað frá Englandi til San Francisco til móts við íslenska landsliðið, sem kom saman þar í gærkvöld vegna leiksins við Mexíkó aðfaranótt næsta laugardags.  Hörður sagði við mbl.is að hann gæti líklega byrjað að æfa á ný í vik- unni og ætti að geta náð landsleikj- unum gegn Mexíkó og Perú.  Giorgio Chiellini, varnarmaðurinn reyndi í liði Juventus og ítalska lands- liðsins í knattspyrnu, á það á hættu að missa af fyrri leik Juventus og Real Madrid í átta liða úrslitum Meist- aradeildarinnar þriðjudaginn 3. apríl. Chiellini varð fyrir meiðslum í marka- lausu jafntefli Juventus gegn SPAL í ítölsku A-deildinni og af þeim sökum hefur hann dregið sig út úr landsliðs- hópnum fyrir vináttuleikina gegn Arg- entínumönnum og Englendingum sem fram fara í kringum næstu helgi.  Knattspyrnudeild Fram hefur gert tveggja ára samning við 23 ára gamlan varnarmann frá Brasilíu, Marcus Vieira. Er hann kallaður Marcáo og hefur spilað með EC Bahia og Juven- tude í heimalandinu og Zaria Balti í Moldóvu. Marcáo lék á sínum tíma fjóra leiki með yngri landsliðum Bras- ilíu. Hann er annar Brasilíumaðurinn sem Fram fær til sín fyrir sumarið. Á heimasíðu Fram kemur fram að Marcáo sé sterkur í loftinu og með mikla sendingargetu. Hann er stór og stæðilegur, 193 cm og 90 kg.  Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Ca- valiers í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liði sínu í næstu leikj- um. Hann hefur verið að glíma við verki í brjósti og svefnleysi í allan vet- ur. Hann þurfti t.a.m að vera í búnings- klefa liðsins í seinni hálfleik í leiknum gegn Chicago Bulls aðfaranótt sunnu- dags, vegna vanlíðanar.  Aron Jóhannsson, leikmaður þýska knattspyrnuliðsins Werder Bre- men, hefur þurft að draga sig út úr bandaríska landsliðs- hópnum fyrir vináttuleik gegn Paragvæ síðar í þessum mánuði, vegna meiðsla. Aron hefur ekki leikið með bandaríska landsliðinu síðan í september árið 2015. Eitt ogannað halda spilunum þétt að sér en orðróm- ur hefur verið uppi um að Aron Krist- jánsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sé meðal þeirra sem Stjörnumenn hafa í sigtinu vegna þjálfunar karlaliðsins. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir miklar breytingar á þjálf- aramálum liðanna 20 sem leika í Olís- deildum karla og kvenna. Fjögur efstu lið Olís-deildar kvenna, Valur, Fram, ÍBV og Haukar eru ekki líkleg til þess að gera breytingar. Eyjamenn hafa ráðið Erling Richardsson í stað Arn- ars Péturssonar frá og með sumrinu. Selfoss, Valur, FH, Haukar og Aftur- elding eru öll með ráðningarsamninga við þjálfara sína að minnsta kosti í eitt ár til viðbótar. Sömu sögu er að segja um Guðmund Helga Pálsson, þjálfara Fram, sem samdi nýverið við Safa- mýrarliðið fram á næsta áratug. Kristján í Val og Sveinn í Hauka? Úr herbúðum Fjölnis heyrist að rík- ur áhugi sé fyrir því hjá nýkjörinni stjórn handknattleikdeildar að ráða Arnar Gunnarsson áfram þrátt fyrir að liðið sé fallið úr Olís-deildinni. Arn- ar hefur þjálfað Fjölni síðustu fjögur ár með ágætum árangri. Eins mun vera vilji til að Árni Stefánsson verði Arnari til halds og trausts áfram eins og síðustu mánuði. Hinsvegar þykir ljóst að hið minnsta tveir leikmenn yfirgefi Fjölni í sumar og þeir freisti gæfunnar hjá liðum í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Heimildir Morgunblaðsins herma að Valur hafi örvhentu stórskyttuna Kristján Örn Kristjánsson undir smá- sjánni og að Haukar renni hýru auga til línumannsins efnilega Sveins Jó- hannssonar. Orðrómur hefur verið uppi um að Sverre Jakobsson hætti þjálfun Ak- ureyrar handboltafélags eftir keppnis- tímabilið. Eftir því sem næst verður komist er enginn fótur fyrir þeim orð- rómi. Akureyrarliðið er komið með annan fótinn upp í Olís-deildina og get- ur gulltryggt sér sæti þar á laugardag- inn. Ljósmynd/Foto Olimpik Stjarnan Aron Kristjánsson kemur heim frá Álaborg í vor. Tekur hann við liði Stjörnunnar af Einari Jónssyni? Möguleikarnir eru allavega ekki margir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölnir Kristján Örn Kristjánsson er líklega á leiðinni til Vals. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölnir Sveinn Jóhannsson er líklega á leiðinni til Hauka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.