Páskablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 2

Páskablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 2
broddinn af ávexti þess. En menn þagga með vilja niður röddu samvizkunnar. F*eir reyna að hylja synd sína. Á þennan hátt syndga þeir stórkostlega gagnvart þeim sem eru í kringum þá, um leið og þefr smátt og smátt steypa sjálfum sér í glötun. Biblían talar skýrum orðum um þetta. F’að er gott að viðurkenna. F*að opnar veg- inn til fyrirgefningar. F*að hjálpar til að standast freistingarnar. F*að gjörir sálina auðmjúka og um leið sterka. Og það er líka nauðsynlegt að viðurkenna — því að Ouð krefst þess til fyrirgefningar syndanna. »Ef aö vér viðurkennum syndir vorar,« sagði postulinn, »þá er hann trúfastur og réttvís, svo að hann fyrirgefur syndirnar og hreinsar oss frá öllu ranglæti.« Gamla og nýja testamentið, spámenn, postular og kirkjufeður. Öllu ber saman í þessu — viðurkenning syndanna er vegur- inn til fyrirgefningar. Viðurkenningin hefir afarmikla þýðingu, því það er samkvæmt eðlinu að hulin synd mun með ótrúlegum hraða eyðileggja sál- ina. Hulinn eldur — hvílík hætta er það ekki! Hulinn sjúkdómur — hve voðalegt! Hefði maður bara orðið var við eldinn, þá hefði verið hægt að finna lyf við honum í tíma. þannig er það líka með syndina. Er það ekki undarlegt, að fólk ekki viður- kennir? Án viðurkenningar öðlast enginn frelsi. Guðs miskunn er eilíf — en við verðum sjálf að dæma okkur sek fyrir Guði, ef hann á að geta dæmt okkur sýkn. Sú synd sem vér finnum til, en samt ekki viðurkennum, er sú synd sem dregur oss nær Helvíti hvern dag sem líður. Það gagnar ekkert hversu innilega sem*vér óskum að frelsást, eða hversu einlæglega vér óskum að gera hið góða, ef vér ekki viðurkennum |já synd sem vér í hjarta voru þekkjum svo vel. Án viðurkenningar öðlast enginn sálar- frið. Sú sál sem kvelst af huldum syndum, er lík hinu ólgandi hafi; hún getur aldrei öðlast hvíld. Petta gengur jafnt yfir alla. F’að eru ekki einungis morðingjar og svik- arar og þeir sem sitja innan fangelsismúr- anna eða hinir mörgu, sem alt sitt líf eru á flótta undan hendi laganna. F’að gildir alla þá sem hafa syndgað, allar stéttir á öllum tímum. Jafnvel litli drengurinn, sem stendur fyrir framan foreldra sfna með þá tilfinningu að hafa gert eitthvað sem hann átti ekki að gera, finnur til ótta. Án viður- kenningar verður aldrei nein hvíld. Á með- an Davíð huldi synd sína »lá hönd Drott- ins þungt á honum«. En þegar hann sagði: »Eg vil viðurkenna synd mína,« fyrirgaf Guð honum, og þá fyrst öðlaðist hann frið. Auðvitað veit eg, að margir viðurkenna ekki af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hugsa ekkert um synd sína. F’að er ekkert þægi- legt umhugsunarefni og þess vegna slá þeir því frá sér. Ekkert er meira óskiljanlegt fyr- ir þá, sem þekkja hið mikla vald syndar- innar og hin óttalegu áhrif, sem hún hefir á mannssálina, en að sjá fólk borða, drekka og klæða sig, hátta, taka á móti iaunum sínum og eyða þeim, alt eins og þeir hefðu enga synd, eins og þeir hefðu enga sam- vizku. Peir kæra sig ekkert um Guð, þeir hugsa aldrei um synd sína, og að viður- kenna hana, er langt frá þeim, og þess vegna getur aldrei nein fyrirgefning komið til mála. Stærilætið á eflaust mikinn þátt í þessari þögn yfir syndinni, að minsta kosti hjá mörgum. Peir segjast vera eins og aðrir, þeir drekki ekki, þeir reyki ekki, ljúgi held- ur ekki né svíki. F’eir eru ráðvandir og sið- samir, hjálpsamir og vinsamlegir við ætt- ingja sína. Hvers er hægt að krefjast fram- ar? Í stuttu máli, þeim finst ekki, að þeir hafi neitt að viðurkenna, og þess vegna hefir viðurkenningin ekki öðiast neitt rúm í lífi þeirra. Svo er líka annar flokkur. Heiðarlegir menn og konur, sem lifa sómasamlegu og friðsömu lífi. F*eir fara oft í kirkju og bæna- hús, og aldrei eða að minsta kosti mjög sjaldan í leikhús. F*eir eru ekki alveg lausir við syndaviðurkenningu. Samvizkan er ekki alveg dauð hjá þeim; hún lifir ennþá. Hún vaknar stöku sinnurn og áminnir, en er þögguð niður með loforðum. F’eir eru hvað

x

Páskablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Páskablaðið
https://timarit.is/publication/1293

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.