Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018
RAFVIRKJAR!
Óskum eftir rafvirkjum til framtíðar starfa.
Umsóknum ásamt ferilskrá sendist á
rafbodi@rafbodi.is
Skeiðarás 3 - 210 Garðabær - 565 8098 - rafbodi@rafbodi.is
Læknamóttökuritari
59% staða sem getur tímabundið krafist
hærra hlutfalls. Nauðsynlegt er að viðkom-
andi reyki ekki, sé sjálfstæður, vanur
tölvuvinnu, kassauppgjörsvinnu og helst
bókhaldi. Ferill sem greinir menntun, starfs-
reynslu og fjarvistir í tímaröð ásamt
upplýsingum um tölvureynslu, uppgjörs-
og/eða bókhaldsvinnu, persónu- og
fjölskylduhagi, launakröfur, hvers vegna
hlutastarf henti auk valupplýsinga eins og
um veikindi og meðmælendur óskast strax á
starfsumsokn@gmail.com.
Símaþjónusta
sumarafleysing
Óskað er eftir þjónustuliprum og jákvæðum
einstaklingi til starfa við símsvörun og létt
skrifstofustörf. Viðkomandi þarf að búa yfir
skipulagshæfni og frumkvæði og geta unnið
undir nokkru álagi. Einungis reyklausir
einstaklingar koma til greina. Vinnutíminn er
áætlaður annars vegar frá kl. 8.00 til 14.00
og hins vegar frá kl. 14.00 á daginn til
kl. 18.00 á kvöldin.
Áhugasamir einstaklingar skili inn greinar-
góðum umsóknum á box@mbl.is fyrir
24. apríl, merktum: „M – 26370“.
RITARI - BÓKHALD - O.FL.
Hefur þú áhuga á 40% starfi hjá lítilli
verkfræðistofu á byggingarsviðinu sem ritari
og þátttakandi í öðrum störfum stofunnar?
Starfið krefst kunnáttu í bókfærslu (DK-bók-
haldskerfi) og tölvukunnáttu og reynslu á
þeim sviðum. Þekking á markaðsmálum og
byggingarmálum kostur og áhugi á að læra
um þau málefni.
Starfið krefst sjálfstæðis, frumkvæðis og
lipurðar starfsmanns. Mikið lagt upp úr
jákvæðum samskiptum.
Ekki sækja um starfið nema þú sért að leita
þér að framtíðarstarfi.
Auk þessa hefðum við áhuga á að vita hvort
þú búir yfir forritunarkunnáttu og kunnir að
þýða tölvukerfi yfir á ensku.
Ef þetta er eitthvað fyrir þig sendu okkur þá
upplýsingar ásamt meðmælum á póstfangið:
hannarr@hannarr.com. Upplýsingar ekki
gefnar í síma. Við gætum þess trúnaðar sem
þú óskar eftir.
Dreifingardeild
Morgunblaðsins leitar
að dugmiklu fólki 13
ára og eldra,
til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til
laugardaga og þarf að vera lokið
fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar
í síma 569 1440
eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt
strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Hressandi morgunganga
Karlakórinn Lóuþrælar úr
Húnaþingi vestra heldur sína
árlegu vortónleika í Seltjarn-
arneskirkju í dag, laug-
ardaginn 21. apríl, kl. 16.
Söngstjóri kórsins er Ólafur
Rúnarsson, undirleikari El-
ínborg Sigurgeirsdóttir og
einsöngvarar Friðrik M. Sig-
urðsson, Guðmundur Þor-
bergsson og Skúli Einarsson.
Aðgangseyrir er 3.000 krón-
ur og dagskráin fjölbreytt að
vanda.
Lóuþrælar syngja á Seltjarnarnesi
Háskólamenntuðu fólki á Ís-
landi á aldrinum 25 til 64 ára
hefur fjölgað um 14,7% frá
árinu 2003. Alls 42,4% fólks í
þessum aldurshópi höfðu lok-
ið háskólamenntun á síðasta
ári eða alls 73.600. Á sama
tíma fækkaði þeim sem ein-
göngu höfðu lokið grunn-
menntun um rúmlega 11%
og eru þeir um 39.700, tæp-
lega 23% þeirra sem eru 25-
64 ára. Hægari breytingar
urðu á fjölda þeirra sem ein-
göngu höfðu lokið starfs- og
framhaldsmenntun en fjöld-
inn hefur verið á bilinu 35-
39% frá 2003. Þetta kemur
fram í frétt frá Hagstofu Ís-
lands.
35% karla með
háskólapróf
Konum með háskóla-
menntun hefur fjölgað hrað-
ar en körlum. Á síðastliðnum
fjórtán árum hefur konum
með háskólamenntun fjölgað
um rúm 20% og var um
helmingur kvenna með há-
skólamenntun á síðasta ári.
Á sama tímabili hefur körl-
um með háskólamenntun
fjölgað um tæplega 10% og
nú eru um 35% þeirra með
háskólapróf.
Menntunarstig lands-
byggðarfólks er eins og verið
hefur talsvert lægra en íbúa
á höfuðborgarsvæðinu. Þar
hefur um þriðjungur fólks
eingöngu lokið grunnmennt-
un og var það næstum tvöfalt
hærra hlutfall en á höfuð-
borgarsvæðinu. Þróunin á
landsbyggðinni er þó sú
sama og í borginni þar sem
sífellt fleiri sækja sér há-
skólamenntun.
Mikil atvinnuþátttaka
Atvinnuþátttaka var mest
á meðal háskólamenntaðra í
aldurshópnum 25-64 ára,
tæplega 95% árið 2017. Með-
al þeirra sem eingöngu höfðu
lokið starfs- og framhalds-
menntun var atvinnuþátttak-
an rúmlega 91% en minnst
var hún á meðal þeirra sem
eingöngu höfðu lokið grunn-
menntun, tæp 79%. Atvinnu-
leysi var mest hjá konum
sem eingöngu höfðu lokið
starfs- og framhaldsmennt-
un, 2,3%. Minnst var at-
vinnuleysið meðal kvenna
sem eingöngu höfðu lokið
grunnmenntun eða 1,3%.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Mannlíf Atvinnuþátttaka er mest á meðal háskólamenntaðra í
aldurshópnum 25-64 ára, skv. nýrri könnun Hagstofunnar.
Háskólamenntuðu
fólki fjölgar hratt
Menntunarstigið lægst úti
á landi Konurnar sækja á
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landsbyggð Menntunarstig
þar lægra en í borginni.
Alls 14,1 milljarðs kr. heild-
arávinningur var af starf-
semi Virk starfsendurhæf-
ingarsjóðs á síðasta ári og
ávinningur á hvern útskrif-
aðan einstakling var 12,6
millj. kr., skv. nýrri skýrslu
Talnakönnunar. Bæði
heildarávinningurinn og
ávinningur samfélagsins af
virkni útskrifaðra ein-
staklinga eykst á milli ára.
Niðurstöður fyrri athug-
ana Talnakönnunar sýndu að
ávinningur af starfi VIRK
var 13,6 milljarðar kr árið
2016, 13,8 milljarðar kr.
2015, 11,2 milljarðar kr.
2014 og 9,7 milljarðar kr. á
árinu 2013, að því er fram
kemur í frétt á vef sjóðsins.
Þetta er fimmta árið í röð
sem VIRK fær Talnakönnun
til að greina árangur og
hagnað af starfsemi sinni.
Sem fyrr var unnið út frá
ópersónugreinanlegum upp-
lýsingum úr gagnagrunni.
Mikill ávinningur af starfsemi Virk