Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið
af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti,
hreysti og vellíðan.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Gefum í fyrir sumarfrí!
Ný námskeið hefjast 4. júní
TTHRAÐLEST
2 VIKUR -5X Í VIKU
STELPUR
KONUR
STAÐURINN
RÆKTIN
Gaman Í fjallgöngu í Ananga, Snæfríður og eiginmaðurinn Matthías og dæturnar Ragnheiður, Margrét og Bryndís.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þegar ég eignaðist mittþriðja barn fyrir fimm ár-um langaði mig til aðferðast í fæðingarorlofinu.
Þá fórum við að stunda íbúðaskipti
af fullum krafti, því það er ódýr leið
til að ferðast með stóra fjölskyldu.
Við fórum til Kanaríeyja, þangað
sem við höfum farið árlega á vet-
urna síðan og dvalið þar í mánuð eða
lengur með allar dæturnar,“ segir
Snæfríður Ingadóttir, sem sent hef-
ur frá sér ferðahandbókina Æv-
intýraeyjan Tenerife, en í bókinni
segir hún frá eigin reynslu af eyj-
unni og gefur lesendum hugmyndir
að ýmsu áhugaverðu sem henni
finnst vert að gefa gaum og upplifa
þar.
„Af þeim eyjum sem ég hef
heimsótt af Kanaríeyjum er Tener-
ife í mestu uppáhaldi. Náttúran þar
er svo fjölbreytt og þessi litla eyja
er einstaklega gróðursæl. Hún er
fimmtíu sinnum minni en Ísland, en
þrátt fyrir smæðina hefur hún upp á
svo margt að bjóða. Hún er ekki
nema hundrað kílómetrar þar sem
hún er lengst og fimmtíu kílómetrar
þar sem hún er breiðust. Samt hefur
hún nánast allt, og því er hægt á
einum og sama degi að liggja á
strönd og sóla sig, ganga í gegnum
rakan regnskóg eða þurran furu-
skóg, snerta snjó, ganga á hrauni
eða í gegnum ávaxtaakra eða
bananaplantekru.“
Snæfríður tekur fram að hún sé
ekki að reyna að afgreiða allt á eyj-
unni í bókinni. „Það sem rataði í
þessa bók eru hlutir sem mér per-
sónulega finnst þess virði að deila og
vekja athygli á. Bókin er engan veg-
inn tæmandi fyrir eyjuna. Nánast
allt í bókinni hef ég sjálf prófað,
myndirnar eru mestmegnis mínar
eigin og ég hef gert þetta með fjöl-
skyldunni minni.“
Veitingastaðir vínræktenda
spretta upp í bílskúrum
Snæfríður segir að þar sem
fjölskyldan hafi ferðast svo mikið í
gegnum íbúðaskipti sem raun ber
vitni hafi þau oft lent á öðruvísi
stöðum en hinn venjulegi ferðamað-
ur. Og frá heimamönnum hafa þau
fengið alls konar skemmtilegar
ábendingar um hvað sé áhugavert.
„Tenerife skiptist í tvennt;
ferðamannastrandsvæðið í suðri og
svo restina af eyjunni. Langflestir
ferðamenn hópa sig á suðvestur-
horni eyjunnar, en ef fólk fer út fyr-
ir það svæði kemst það að hversu
margt annað er í boði, til dæmis
náttúrulaugar og píramídar. Mig
langaði að skrifa þessa bók til að
hvetja fólk til að ferðast um eyjuna,
sjá fleiri hliðar á henni. Þarna eru
skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir,
til dæmis er Helvítisgilið ein af vin-
sælli gönguleiðunum. Á vernduðum
svæðum eyjunnar er að finna áhuga-
verðar náttúruupplifanir, til dæmis
Teide-þjóðgarðinn, með hæsta fjalli
Spánar, El pico del Teide.“
Snæfríður mælir eindregið með
að fólk þefi uppi veitingastaði vín-
framleiðenda í vínræktarhéruð-
unum. „Þeir mega opna sína eigin
veitingastaði í fjóra mánuði á ári og
þar selja þeir eigin afurðir beint frá
býli, vín og heimagerðan mat. Þessir
veitingastaðir spretta upp í þennan
stutta tíma í bílskúrum, bakgörðum
og kjöllurum. Það getur verið erfitt
að finna þá, en það er virkilega gam-
an að rekast inn á svona stað, mat-
urinn er góður og ódýr. Og vínið
geggjað. Þetta er mikil upplifun og
enginn talar ensku, en það er um að
gera að ganga inn, setjast við borð
og segja „si“ við öllu sem kemur á
borðið, því það er enginn matseðill.“
Snæfríður segist halda mikið
upp á rétt sem fæst á Tenerife og
heitir Papas arrugadas, eða krump-
aðar kartöflur. „Þetta eru kartöflur
soðnar upp úr sjó eða mjög söltu
vatni og borðaðar kaldar með mojo-
sósu. Þetta lítur ekki vel út en er
hrikalega gott með köldum bjór.“
Snæfríður hefur skipulagt
gönguferð á Tenerife í haust og seg-
ist þar hafa tekið það besta úr bók-
inni sinni og sett saman í vikulanga
gönguferð.
„Ég er í samstarfi við Úrval-
Útsýn með þessa göngu og hlakka
til að sýna fólki hina hliðina á Ten-
erife. Við fjölskyldan ætlum að vera
búsett næsta vetur á Tenerife og
gerast námsmenn, læra spænskuna,
enda er ég ekkert hætt að heim-
sækja þessar eyjar.“
Helvítisgilið
og krumpaðar
kartöflur
Eyjan Tenerife, sem er fimmtíu sinnum
minni en Ísland, hefur upp á ótal margt
fleira að bjóða en sólarstrendur. Snæfríður
Ingadóttir hefur kynnst því af eigin raun
og gefur fólki ráð í nýrri ferðahandbók.
Náttúrufegurð Dóttir Snæfríðar á gangi á norðurhluta
eyjunnar en þar er gróðursælt og bratt niður í sjó.
Ananga Snæfríður á náttúruverndarsvæðinu sem geym-
ir meðal annars einangruð fjallaþorp og regnskóga.
Ámorgun verður kosið tilsveitarstjórna á landinuöllu. Pólitík á Íslandi geturoft verið ágætis áminning
um hversu sveitó við Íslendingar er-
um þrátt fyrir að við lítum oft á okkur
sem framúrstefnulega nútímaþjóð.
Þetta sést best í sveitarstjórnarkosn-
ingum þar sem um 1% Íslendinga er í
framboði á 204 framboðslistum. Þar
að auki fer fram persónukjör í 15
sveitarfélögunum. Þetta er allt saman
dásamlegt en fátt er hins vegar
dásamlegra fyrir borgarbarn eins og
mig en að skoða framboð á lands-
byggðinni.
Í Vopnafjarðarhreppi er að finna
framboðið Betra Sigtún, sem er frá-
bært nafn á framboði, þrátt fyrir að
ég hafi ekki hugmynd um hvað Sig-
tún er né hvað þarf til að gera það
betra en ætla að ímynda mér að þar
vanti fleiri hjólastíga og færri mislæg
gatnamót. Í Bolungarvíkurkaupstað
er framboðslisti með nafnið Máttur
meyja og manna, sem er fallegt og
ljóðrænt nafn en hver ætli afstaða
þeirra sé til borgarlínu?
Í Ölfusi er framboð
Framfarasinna og
félagshyggju-
fólks í Ölfusi,
sem hljómar í
mínum eyrum eins
og ef Miðflokkurinn og
Samfylkingin yrðu að koma
sér saman um nafn á framboði
í barsvarskeppi á sveitaballi. Í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi
verður síðan æsispennandi
»Kjósendur í Skeiða- ogGnúpverjahreppi hafa
á sl. átta árum fengið að
velja á milli átta framboða.
Heimur Magnúsar Heimis
Magnús H.
Jónasson
mhj@mbl.is
kosning. Þar eru framboði þrír listar,
Okkar sveit, Gróska og Afl til upp-
byggingar. Í kosningunum 2014 voru
399 á kjörskrá í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi og fékk Okkar sveit
hreinan meirihluta. Okkar sveit velti
þar með hreinum meirihluta Far-
sælla framfarasinna frá árinu 2010,
sem sátu í sveitarstjórn með Nýju afli
og Einingu. Anna Sigríður Valdi-
marsdóttir var einu atkvæði frá því
að ná sæti í sveitarstjórn árið 2014
fyrir framboðslistann Fjölbreytt og
réttlátt samfélag. Nú er spurning
hvort henni vegni betur í ár sem odd-
viti Grósku. Kjósendur í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi hafa á sl. átta árum
fengið að velja á milli átta framboða.
Slíkur fjöldi framboða í sveitarfélagi
sem hefur um 400 manns á
kjörskrá er eins íslenskt og
það gerist. Við Íslendingar
þurfum hins vegar ekki að
vera svona sveitó og það
væri kannski réttast að
skoða sameiningu
sveitarfélaga af ein-
hverri alvöru eftir
kosningar?