Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Borgarstjórnarmeirihlutinn lofar nú fyrir kosningar að byggja nokkur þúsund íbúðir í Reykjavík. Því lofaði þessi sami meirihluti reyndar líka fyrir kosningarnar 2014. Er þetta ekki að endurtaka sig? Svona er þetta á fleiri sviðum í sambandi við borgarmálin. Meira er um orð en efndir. Lofaði ekki VG gjaldfríum leikskóla fyrir kosningar 2014? Borgarstjóri er í essinu sínu þegar hann sýnir glærur sem eiga að sannfæra borgarbúa um, hvað allt sé í góðu lagi í borginni. Hann er jafnframt lítið fyrir að svara fyrir erfið mál, sem upp koma. Er ekki kominn tími til að þessi ráð- villti meirihluti vinstrimanna fái að taka pokann sinn og nýir aðilar taki við? Sigurður Guðjón Harðarson. Skoðanakannanir Ég var að lesa forsíðu Fréttablaðs- ins 8. maí sl. þar sem fyrirsögnin er: Afgerandi forysta Samfylking- arinnar. Mig langar að spyrja hverj- ir eiga Fréttablaðið? Félagsvísinda- stofnun og Gallup gera skoðana- kannanir fyrir hina og þessa. Hverjir geta sannað fyrir mér að all- ar þessar kannanir séu réttar eða sannar? Aldrei hef ég lent í úrtaki hjá þeim. Ég vil banna þessar kann- anir tveimur vikum fyrir kosningar. Fullorðnir kjósendur eiga rétt á að vera látnir í friði rétt fyrir kosn- ingar. Virðingarfyllst. Kjósandi. Leitar að bókum Mig langar til að fá allar bækurnar sem heita Hugmyndabanki heim- ilanna, nema Málað á tré og gler og Leikið með leir. Síðan vantar mig Vegastafrófið eftir Þorstein Valdi- marsson og loks tvær bækur með Svala og félögum, Kall frá Arisóna og Sævarborgin, þ.e. bækur nr. 11 og 18. Æskilegt er að bækurnar séu í góðu ásigkomulagi. Áhugasamir hafi samband við Árna Hauk í síma 587 6997 og 777 8223. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Loforð og efndir Reykjavík Á laugardag þurfa kjósendur að gera upp hug sinn í kjörklefunum. Borgarskipulag hef- ur verið til langs tíma eftir pólitískum áherslum hvers kjör- tímabils, sem er slæmt, því slíkt skipulag þarf að vera byggt á fram- tíðarsýn varðandi íbúða- og þjónustu- byggð með góðu umferðarflæði þannig að uppbyggingin nýtist öllum sem best. Samhliða þarf að vernda gamlar og fallegar byggingar, þær gefa borg- inni mikinn svip og gera hana áhuga- verða á ýmsa vegu sem og snyrtileg opin svæði. Byggð hefur verið þétt um of á vissum svæðum í borginni, sem dreg- ur úr íbúðargæðum og skapar auk þess þenslu á íbúðamarkaði fyrir yngri sem eldri borgara. Í þess stað þarf að byggja á hent- ugri svæðum ódýrar íbúðir til fyrstu íbúðarkaupa sem og íbúðir miðsvæðis í borginni fyrir eldri borgara á hóf- sömu verði með aðgengi að góðri þjónustu sem myndi skapa meira framboð af íbúðum fyrir barna- fjölskyldur í grónum hverfum. Lækka þarf gjöld í borginni sem verið hafa að hækka til langs tíma með ýmsum útfærslum. Sem dæmi þá er fasteignagjald og tengd gjöld af millistórri eign um 6 milljónir á 10 árum. Þessar hækkanir hafa ekki skilað sér sem skyldi í betri þjónustu og framkvæmdum fyrir borgarbúa, en vonandi verður bætt þar úr eftir kosningar með góðu sam- starfi hjá einhverjum af framboð- unum 16. Reykjavíkurborg á að geta verið ein áhugaverðasta borg á norður- slóðum að búa í og sækja heim, snyrtileg, örugg og mannvæn, prýdd upplýstum listaverkum, byggingum o.fl. Þrifum í borginni hefur verið ábótavant, í reynd er borgin frekar óhrjáleg, t.d. miðborgin, nema þá rétt yfir fallegustu sumarmánuðina. Frá- gangur á lóðum og stéttum í miðborg- inni og víðar virðist vart endast nema rétt meðan á framkvæmdum stendur, úrbóta er þörf. Útleiga íbúða í stórum stíl til ferða- manna í íbúðakjörnum er orðin vandamál og hefur skapað mikla óánægju meðal íbúa, t.d. vegna ónæðis og bif- reiðastæða, það sama á við um hótelbyggingar í íbúðahverfum. Auk þess virðast þessar út- leigur ekki skila sér sem skyldi í gjöldum til borgarinnar. Skerpa þarf reglur varðandi dýrahald í borginni, víða er óþrifn- aður vegna þessa með- fram göngustígum og víðar og gengið hefur á fuglalíf með fallegum vor- og sumarsöng vegna lausra katta. Grisja þarf gróður í borginni, t.d. asparsvæði sem byrgja víða útsýni, auk þess sem laufblöð frá þeim stífla gjarnan niðurföll á haustin og valda með því tjóni. Bæta þarf aðstöðu og leiksvæði barna og ungmenna í borg- inni, t.d. í Húsdýragarðinum, með stórbættum tækjabúnaði sem og setja upp fjölbreyttara afþreying- arsvæði í Nauthólsvík og víðar. Ferðamenn eru því sem næst búnir að yfirtaka miðborgina. Að þessu þarf að huga með bættu samgönguflæði að miðborginni og efla þar versl- unarrekstur áður en svæðið koðnar frekar niður. Göngu- og hjólastígar hafa verið stórbættir í borginni, sem er af hinu góða. Bæta þarf götu- og stígalýsingu, t.d. með því að skipta þéttar um perur í ljósastaurum og stoppa af þessa síð- búnu götulýsingu í skammdeginu sem skapar slysahættu, t.d. vegna skólabarna. Bæta þarf öryggi/ löggæslueftirlit í hverfum borg- arinnar í samvinnu við stjórnvöld og íbúa. Gæti hugsanlega hentað lög- reglumönnum eftir hefðbundin starfslok, þeir þekkja umhverfið og hvar að kreppir. Götur borgarinnar hafa verið í mikilli viðhaldsþörf til margra ára, reyndar hættulegar yfirferðar á köfl- um, og valdið skemmdum á ökutækj- um. Mengun er oft veruleg í borginni af ýmsum orsökum, úrbóta er þörf. Bæta þarf öruggt og greiðfært um- ferðarflæði um borgina með innri Sundabraut, mislægum gatnamótum þar sem þess er þörf, með brú yfir Fossvog og huga að jarðgöngum gegnum Öskjuhlíð að flugvallarsvæð- inu með tengingu frá Kringlumýr- arbraut og Bústaðavegi og huga síð- an að brú yfir Skerjafjörð. Jafnframt þarf að bæta almenn- ingssamgöngur í samvinnu við nálæg sveitarfélög og ríkið. Í þá fram- kvæmd á að vera hægt að ráðast strax, t.d. með tíðari ferðum á álags- tímum. Það sama á við stýringu um- ferðarljósa og kanna þarf með meiri breytileika varðandi mætingu til vinnu og í skóla. Heildarborgarlína er dýr fram- kvæmd sem leysir ekki þann umferð- arvanda sem við er að fást nema þá að hluta, gott almennt umferðarflæði þarf einnig að koma til. Að þessu þarf að huga með góðri yfirsýn varðandi nýtingu og kostnað. Ýmsar aðrar útfærslur er vert að skoða, t.d. einstefnu á vissum umferð- aræðum á vissum tímum dags og fjölgun akreina á vissum köflum eftir umferðarþunga með færslu vegriða á rafrænum meiðum. Þeir tímar koma innan tíðar að hægt verður að nýta ódýrari tækni varðandi almennar samgöngur, t.d. með sérútbúnum vögnum eða lestum með mikla flutningsgetu sem líða um hljóðlaust með og ofan við umferð- argötur. Miklabraut í stokk bætir ekki um- ferðarflæðið, gefur helst meira rými fyrir þéttingu byggðar. Áríðandi er að Reykjavíkur- flugvelli verði ekki raskað frekar fyrr en önnur lausn finnst á því mikilvæga samgöngu- og öryggismáli. Varðandi nýjan spítala, þá hefði átt að byggja vissar hátæknieiningar við Borg- arspítalann og/eða Landspítalann og huga síðan að framtíðar-hátækni- sjúkrahúsi jafnvel vestan Öskjuhlíð- ar. Snyrtileg og örugg borg er hagur allra borgarbúa. Borgarbúar vilja mannvæna borg Eftir Ómar G. Jónsson »Reykjavíkurborg á að geta verið ein áhugaverðasta borg á norðurslóðum að búa í og sækja heim, snyrti- leg, örugg og mannvæn á öllum sviðum. Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltrúi. Einmitt þegar búast hefði mátt við því að samgöngumálin í Reykjavík gætu ekki orðið meira rugl en svokallaðar „hljóðvist- arbætur“ við Miklu- braut um Hlíðahverfið nýverið, þá tilkynnir borgarstjórinn og odd- viti Samfylkingarinnar að stefnt skuli að því á næsta kjörtímabili að rífa þetta allt upp á nýtt og leggja brautina í „stokk“ neðanjarðar og bæta við „Borgarlínunni“. Ofanjarðar skilst mér. Merkilegt má það teljast að hann skuli ekki útmála kostnaðinn og óþægindin sem fylgja munu því að bæta húseigendunum við Miklubraut eignarnámið sem óhjákvæmilega mun koma til, ef hrinda á þessu í framkvæmd án þess að valda óbæri- legum töfum á þessari aðalbraut borgarinnar. Það gæti hins vegar hlíft blokkinni við Lönguhlíð sem næst stendur þessari ósæð umferð- aræðakerfis þjóðfélagsins. Þetta ligg- ur ljóst fyrir flestum leikmönnum. Það verður sérstakur sjónarsviptir að raðhúsinu sem byggt var í bresk- um stíl innan um hin heldur ómerki- legri fjölbýlishúsin sem eru þó í eðli sínu yndisleg. Erfiðara mál er með blessað fólkið sem býr í öllum þessum húsum. Heimili þess og varnarþing. Kannski búið að festa þarna rætur og ekki tilbúið til að fara út með góðu, þrátt fyrir mengunarkófið og umferð- argnýinn. Ætli málaferlin og eðlilegir frestir tefji ekki verkið lungann úr kjörtímabilinu og síðan þurfa að líða enn eitt eða tvö önnur, áður en öllu þessu er lokið – ógurlegum kostnaði síðar. Framtíðarbyrði barnanna í dag. Mörgum öldruðum mun ugglaust einnig blæða í augum að sjá erfiði for- feðranna bara mokað burt – en það mun hafa þurft til á þeim tíma áratuga stór- framkvæmd; að moka upp mýrarjarðveginum og leggja grús eða möl niður á fast berg. Skyldu menn ekki ætla að sprengja sig enn dýpra núna? Skynsamlegra virðist vera að fara að ráðum Sjálfstæðisflokksins og auka ekkert meira byggingamagnið á þessu ágæta nesi sem Reykjavík stendur á og færa heldur uppbygg- inguna á önnur svæði. Keldnalandið liggur í augum uppi og Geldinganes er gríðarstórt. Úlfarsárdalur á mikið inni, auk þess að bent hefur verið á Viðey með vegtengingu við hið spennandi Gufunes. Nú þarf nýtt fólk í stjórn borg- arinnar okkar allra Íslendinga. Ekki þröngsýna kjána sem ímynda sér að Reykjavík geti orðið í stíl flatlendra, evrópskra, þéttbýlla borga sem una jafnan við blíðviðri. Við Íslendingar erum í raun skyld- ari Bandaríkjamönnum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Gat ekki öðruvísi farið í ljósi sögunnar. Þeir sáu strax á stríðsárunum hvernig ein- att viðrar á Fróni og við vitum það líka vel sjálf. Bílaborgaskipulag varð því auðvitað ofan á. Almennilegt fólk (les: skattgreiðendur) hefur af eðli- legum ástæðum vanist bílum, hvar sem það býr á landinu. Allt skipulag hvarvetna lýtur að þeirri staðreynd og fásinna er að berjast gegn því. Ég hvet því fólk til að fella núverandi meirihluta í höfuðborginni. Ekki áfram ófremdarástand Eftir Pál Pálmar Daníelsson Páll Pálmar Daníelsson »Ég hvet fólk til að fella núverandi meirihluta í höfuðborg- inni. Höfundur er leigubílstjóri. Grunnskólabörn eiga að standa jöfn þegar kemur að þjón- ustu innan grunnskól- anna. Einmitt þess vegna skora ég á þá sem fara með stjórn Reykjanesbæjar næstu fjögur ár að láta það hafa forgang að bjóða upp á endur- gjaldslausar skóla- máltíðir strax í upphafi skólaárs haustið 2018. Verum þess minnug að börnin okkar eru framtíð bæjarfélagsins og í þá framtíð eigum við að leggja allan okkar metnað og tryggja, t.d. á þann hátt að létta fjárhagslega undir með foreldrum grunnskólabarna. Eflaust myndu einhverjir spyrja hvar skuli taka fjármuni til að tryggja slíkt. Svarið er einfalt, það er löngu tímabært að við förum í þá vinnu að forgangsraða rétt þeim fjármunum sem bæjarsjóður RNB hefur úr að spila, t.d. með því að end- urskoða hvað er í raun grunnþjón- usta og hvað eru gæluverkefni. Sem dæmi má nefna að eina safn bæj- arins sem er lögbundin þjónusta bæjarfélags- ins er bókasafn Reykjanesbæjar, allt annað eru gæluverk- efni og atkvæðakaup. Gerum viðsnúning í þessum málaflokkum, sýnum það enn betur í verki en gert hefur ver- ið fram að þessu að við erum fjölskylduvænt sveitarfélag á öllum sviðum. Ekki bara þeg- ar kemur að frábærum skólum, íþróttahúsum og sparkvöll- um, sem allt er gott til síns brúks. Þegar fólk horfir í grunninn þá sér það að þar er brotalöm, það þurfum við að uppræta og gerum það með því að finna lausnir til handa þeim sem minnst hafa milli handanna. Til þess að allir standi jafnt tel ég lausn- ina liggja í því að prófa, þó ekki væri nema til að byrja með, að bjóða upp á eitt skólaár sem tilraunaverkefni með endurgjaldslausar skóla- máltíðir í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Að lokum, ágætu bæjarbúar, höld- um áfram að hafa skoðanir og vera gagnrýnin, það er okkur öllum hollt. En myndum okkur skoðanir að vel athuguðu máli, við höfum sýnt það, íbúar Reykjanesbæjar, að þegar harðnar á dalnum þá stöndum við saman og það eigum við að gera þeg- ar kemur að því að vinna að heildar- hagsmunum barna hér í grunn- skólum Reykjanesbæjar, þar sem öll börn eiga að standa jöfn þrátt fyrir misjafna stöðu foreldra. Mín von og ósk okkur öllum til handa er sú að við getum átt mál- efnalegar samræður um hagsmuni bæjarins, slíðrum sverðin og látum heildarhagsmuni Reykjanesbæjar vera ofar pólitískri orrahríð sem engum er til gagns. Vinnum saman að lausnum okkur öllum til góða. Endurgjaldslausar skólamáltíðir í grunnskólum Reykjanesbæjar Eftir Sigurjón Hafsteinsson » Byrja mætti á því að bjóða upp á eitt skólaár sem tilrauna- verkefni með endur- gjaldslausar skóla- máltíðir í grunnskólum Reykjanesbæjar. Sigurjón Hafsteinsson Höfundur er 5. maður á lista Mið- flokksins í Reykjanesbæ. molikarlinn@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.