Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018
Flestum sem komnir
eru til vits og ára og al-
ist hafa upp við Ísa-
fjarðardjúp þykir firn
mikil þær fréttir að lax-
ar þeir er ganga í ár í
Ísafjarðardjúpi séu nú
svo verðmætir að vel-
ferð þeirra og erfða-
mengi ráði nú hvort
mannlíf við Djúp fái að
þróast í takt við eðlilegt
sambýli manns og náttúru líkt og
verið hefur þar frá því að hinir frægu
elstu menn muna. Að um sé að ræða
landnámsstofn voru slík tíðindi að
kunnuga setti hljóða. Slíkur arf-
hreinleiki er með nokkrum ólík-
indum. Umræðuhefðin er orðin slík
að smáatriðin eru orðin aðalatriði og
rangfærslurnar að sannleika. Rétt er
því að rekja nokkuð sögu laxveiða og
„hreinleika“ stofna.
Lýsing Ferðafélagsins
Í gegnum aldirnar hafa bæði há-
menntaðir vísindamenn og aðrir far-
ið um landið og skrásett landkosti.
Ekki úr vegi að rekja skrif sumra
þeirra í stuttu máli.
Jóhann Hjaltason skólastjóri
skrifaði lýsingu á Norður-Ísafjarð-
arsýslu í árbók Ferðafélags Íslands
árið 1949. Um Laugardalsá skrifar
hann: „Áin er því lygn með miklum
botngróðri og veiðisælt silungsvatn,
en lax hefur þar eigi verið svo menn
viti, fremur en í öðrum ám Vest-
fjarða, fram til síðustu ára, að laxa-
seiði hafa verið látin í ána til upp-
vaxtar.“ Svo mörg voru þau orð.
Engum orðum fer
hann frekar um lax-
veiði í Ísafjarðardjúpi.
Frumkvöðullinn
Bjarni Sæmundsson
Í bók Bjarna Sæ-
mundssonar fiskifræð-
ings, Fiskarnir, sem
kom út árið 1926 rekur
hann nokkuð nákvæm-
lega hvar lax veiðist á
Íslandi. Er kemur að
Vestfjörðum í hans
upptalningu stendur:
„en á öllu svæðinu þaðan kringum
Vestfjarðakjálkann, að Hrútafirði,
verður varla vart við lax, eða menn
greina hann þar tæplega frá sjóurr-
iða.“
Í sóknarlýsingum Vestfjarða sem
ritaðar voru á árunum 1839-1854 að
tillögu Jónasar skálds Hallgríms-
sonar er nokkuð nákvæm lýsing á
hlunnindum jarða í hverri sókn í Ísa-
fjarðardjúpi. Er þar nokkrum sinn-
um nefnd silungsveiði en aldrei er
laxveiði nefnd á nafn.
Í undirstöðuritinu Lýsing Íslands
eftir Þorvald Thoroddsen sem gefin
var út árið 1881 skrifar hann: „Lax-
inn (Salmo salar) gengur upp í mjög
margar ár bæði sunnan lands og
norðan, en miklir hlutar landsins eru
þó laxlausir, t.d. Vestfirðir allir milli
Gilsfjarðar og Bitru, suðurströndin
öll fyrir austan Þjórsá og Austfirðir
norður að Héraðsflóa.“
Félagarnir Eggert og Bjarni
Eggert Ólafsson og Bjarni Páls-
son fóru rannsóknarferðir um Ísland
á árunum 1752-1757 og skildu eftir
sig handrit að ferðabók er síðar kom
út. Í henni kemur fram að hvergi
veiðist lax í ám á Vestfjörðum en í
nokkrum veiðist það sem þá var kall-
aður laxbróðir, öðru nafni sjóbirt-
ingur. Engin þeirra áa er í Ísafjarð-
ardjúpi. Að auki segja þeir silung
veiðast víða.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns um Ísafjarðar- og
Strandasýslu, sem rituð var 1710 er
nákvæm lýsing á mannlífi og stað-
háttum, svo mörgum þótti nóg um.
Þar stendur um Laugadalsá: „Sil-
úngsveiði lítil í Laugadalsá, þykir nú
fara til rýrðar og valla með hlunn-
indum teljandi.“ Eðlilega er ekki
minnst á laxveiði í ánni enda áttu eft-
ir að líða tvær og hálf öld þar til hún
var gerð laxgeng. Um Langadalsá
segir: „Silúngsveiði gagnvæn hefur
verið í Lángadalsá, en hefur nú
brugðist í nokkur ár að mestu ald-
eilis.“ Lax ekki nefndur á nafn hér
frekar en annars staðar í umfjöllun
þeirra um Ísafjarðarsýslu.
Það er á grundvelli þessarar sögu
sem vísindaleg ákvörðun var tekin
árið 2004 að leyfa laxeldi á Vest-
fjörðum þegar stærstum hluta
strandlengju landsins var lokað.
Laxeldi í Ísafjarðardjúpi á
„gömlum merg“
Af þessum örfáum dæmum sést að
laxveiðar við Ísafjarðardjúp hafa
ekki verið stundaðar lengi í sögulegu
samhengi. Þvert á móti. Þær hófust
ekki að neinu marki fyrr en örfáir
menn fóru að fikta við laxarækt rétt
fyrir miðja síðustu öld. Í Langadalsá,
sem er stærst þeirra áa í Djúpinu
sem eru laxgengar frá náttúrunnar
hendi, veiddust í fyrsta skipti 100
laxar eftir 1960. Veiði úr henni hefur
ávallt verið mjög sveiflukennd og frá
1950 til 2013 var meðalveiðin aðeins
174 laxar.
Árið 1936 hófust tilraunir til þess
að sprengja fiskistiga í Laugardalsá.
Þær báru lítinn sem engan árangur
fyrr en árið 1969 er steyptur var
laxastigi í ána. Eftir það fóru laxveið-
ar í Laugardalsá vaxandi. Um leið og
ræktun í ám í Ísafjarðardjúpi skilaði
sér skiluðu árnar sér í hlunnindamat.
Má þar nefna Handbók um hlunn-
indajarðir á Íslandi eftir Lárus
Ágúst Gíslason sem gefin var út árið
1982 þó skráning þar sé nokkuð óná-
kvæm.
Sleppingar og stórfelld hafbeit
Eins og áður sagði voru það mann-
anna verk, m.a. með sleppingum ut-
anaðkomandi seiða, sem urðu þess
valdandi að lax tók að veiðast í áð-
urnefndum ám svo og öðrum á þess-
um slóðum. Um árabil var miklum
fjölda seiða frá hinum ýmsu stöðum
á landinu sleppt í árnar. Voru gerðar
talsverðar tilraunir við þessar slepp-
ingar og fóru fram talsverðar rann-
sóknir á því hvar best væri að sleppa
fiskinum. Var honum meðal annars
sleppt utarlega í Ísafjarðardjúpi en
niðurstöður rannsókna voru á þann
veg að sá fiskur skilaði sér síst í árn-
ar aftur. Það er athyglisverð stað-
reynd með hliðsjón af umræðum að
undanförnu. Fjöldi þessara fiska er
sleppt var telst í hundruðum þús-
unda og frá ýmsum stöðum á landinu
og þar af leiðandi með hinum ýmsu
erfðamengjum.
Þrátt fyrir þessar ólíku tegundir
er ekki að sjá, ef marka má vís-
indamenn, að það hafi haft nein áhrif
á erfðamengi „landnámslaxsins“ í
Djúpinu.
Í umræðum undanfarið hefur lítt
eða ekki verið getið um umtalsvert
seiðaeldi og hafbeit sem stunduð var
frá áttunda til tíunda áratugar síð-
ustu aldar í Ísafjarðardjúpi. Seiði í
eldi voru af ýmsum stöðum á landinu
og voru seld víða um land og einnig
til Noregs um tíma. Þá hófst einnig
umtalsverð hafbeit eins og áður
sagði. Endurheimtur til stöðvanna
voru minni en vonast hafði verið til
en laxagengd á Vestfjörðum öllum
jókst mjög á þessum árum. Mátti
víða veiða lax í ám þar sem hans
hafði ekki orðið vart áður. Af lax-
veiðiám má nefna að veiði í Hvanna-
dalsá fór í 304 fiska árið 1991. Þrátt
fyrir þessa miklu laxagengd
„óhreinna“ eldislaxa sjást þess engin
merki í erfðamengi laxastofnsins í
Ísafjarðardjúpi í dag, ef marka má
vísindamenn.
Er genamengið óbreytanlegt?
Því er ekki skrýtið að leikmaður
velti fyrir sér hvort hinn náttúrulegi
stofn í Ísafjarðardjúpi sé svo sterkur
að allur sá utanaðkomandi lax sem
sannarlega hefur verið sleppt í ár
þar og í hafbeit hafi engin áhrif haft.
Sé svo, er þá einhver ástæða til þess
að óttast að fiskeldi með ströngustu
varúðarráðstöfnum sem þekkjast
geti haft þar neikvæð áhrif?
Leitin að landnámslaxinum
Efti Halldór
Jónsson » Þrátt fyrir þessa
miklu laxagengd
„óhreinna“ eldislaxa
sjást þess engin merki í
erfðamengi laxastofns-
ins í Ísafjarðardjúpi í
dag, ef marka má vís-
indamenn.
Halldór Jónsson
Höfundur er fjármálastjóri,
búsettur á Akranesi.
Friðrik Frið-
riksson fæddist að
Hálsi í Svarfaðardal
25. maí 1868 og dó 9.
mars 1961. Mér er
ljúft að horfa til
baka.
„Öll þjóðin kannast
við starf hins sívak-
andi æskuleiðtoga.
En nánir vinir hans
muna samverustund-
irnar, er þeir voru vottar hans að
fræðslu hans og iðandi lífsfjöri, er
ógleymanlegar sögur voru sagðar
og hlegið var dátt, er leiftrandi
augu hans sögðu frá fjársjóði
hjartans, og gamansemin var í
fylgd með alvöru hins fróða vinar.
Menn hlökkuðu til slíkra sam-
funda og fóru fagnandi heim.“ (Sr.
Bjarni Jónsson: Séra Friðrik segir
frá eftir Valtý Stefánsson, Bók-
fellsútgáfan.)
Fjöldi uppalenda hefur bent á
hvað leikur og samvera eru mik-
ilvæg fyrir andlegan, félagslegan
og líkamlegan þroska. Börnin upp-
götva leyndardóma tilverunnar og
læra þar með leikreglurnar. Í öll-
um listum leynist leikur. „Leik-
urinn er móðir listanna.“ (Gustav
Mugglin.) Með leiknum lærum við
ekki aðeins að gera tilraunir,
þjálfa hug og hönd. Við lærum
leyndardómana á bak við sam-
skipti og tjáskipti í gleði og sorg –
lærum að bera virðingu fyrir með-
leikendum og mótherjum.
Séra Friðrik var hugsjónamað-
ur. Ásamt trúarfræðslu var leikur
og samfélag einn af meginþátt-
unum í stefnu KFUM og K,
Kristilegu félagi ungra manna og
Kristilegu félagi ungra kvenna,
sem Friðrik stofnaði á sínum tíma.
Hann var hugljúfur, hug-
myndaríkur, hugdjarfur, húm-
oristi, einlægur trúmaður og mik-
ill náttúruunnandi. Ég man þegar
hann ávarpaði okkur drengina í
Vatnaskógi um miðja síðustu öld
og minnti okkur á að njóta æsk-
unnar og vináttunnar. Hann hvatti
okkur til að hlusta á söng
fuglanna og þytinn í
trjánum og að ganga
ætíð á Guðs vegum.
Í ræðu sem sr. Frið-
rik flutti í Lágafells-
kirkju við gönguför
fótboltafélags KFUM,
sunnud. 16. júlí 1911,
lagði hann áherslu á
fegurð og prédikun
náttúrunnar:
„Hlustið þá, bræður,
á fuglasönginn í dag
og gefið gætur að pré-
dikun hans. Það er
eins og svari þeir hver öðrum, ló-
an með „dirrindí“ sínu, spóinn
með velli sínu, hrossagaukurinn
með gneggi sínu, örninn með
hlakki sínu og allt þetta hljómar
til vor og kveður og kvakar um
kærleika, ást og yndi.“
Ég átti því láni að fagna í æsku
að alast upp í skjóli góðra fé-
lagasamtaka og vina. Fundir í
KFUM á Amtmannsstíg 2b, svell-
andi söngur, sögur og samvera.
Dvölin í Vatnaskógi og æfingar og
ævintýri með Knattspyrnufélaginu
Val frá 8 ára aldri gagntóku hug
minn og hjarta um áraraðir og
áhrifin vara ævilangt. Í erindi sem
sr. Friðrik flutti við vígslu fót-
boltasvæðis KFUM 6. ágúst 1911,
sagði hann:
„Leggið alla stund á að leggja
fegurð inn í leik yðar. Látið aldrei
kappið bera fegurðina ofurliði.
Látið ekki líkamann vera í 18
hlykkjum, heldur látið hvern
vöðva vera stæltan og allan líkam-
ann í þeirri stellingu sem fegurst
er. Verið þar á svæðinu sem yður
ber að vera hverjum samkvæmt
skyldu sinni og varast blindan
ákafa og fum. Allur þjösnaskapur
veri langt frá yður.“
Nokkru áður en ég hóf störf í
Vatnaskógi sumarið 1957 átti ég
oft góðar stundir með sr. Friðriki.
Við drukkum ilmandi, bleksterkt
kaffi með rjóma og hann gaf unga
manninum góð ráð:
„Vertu ávallt glaður í boðun
þinni. Kenndu drengjunum að
bera virðingu fyrir ættjörðinni og
íslenska fánanum. Gefðu þeim sér-
stakan gaum sem hvorki taka þátt
í íþróttum né róa út á vatn.
Reyndu að muna nöfn drengjanna.
Þau skipta persónu þeirra miklu
máli.“
Sr. Friðrik var hlýr, brosmildur
og ótrúlega skarpur og minnugur
á efri árum, en blindur. Níutíu
ára, vorið 1958, hélt hann hátíð-
arræðu á latínu við útskrift ný-
stúdenta í MR.
Mér eru ofarlega í huga orð
tveggja drengja sem ég hitti fyrir
nokkrum árum, báðir á sjötugs-
aldri – en þeir dvöldust í Vatna-
skógi á unga aldri.
Egill Jónsson sagði:
„Vatnaskógarævintýrið varir
ævilangt. Ég var hvorki í íþróttum
né „á bátunum piltarnir bruna“ en
átti ógleymanlegar stundir á
göngu-, sögu- og skógarferðum
með foringja og fámennum hópi
vina. Svo undraðist ég alltaf hvað
95 sprellfjörugir strákar gátu ver-
ið stilltir á kvöldvökum.“
Rúnar Júlíusson sagði:
Íþróttirnar gleymast seint og
leikirnir í Lindarrjóðri voru fjör-
ugir. Skemmtilegt var þegar við
drengirnir unnum leiðtogana og
vinnumennina í knattspyrnu og
eftirminnilegt að við Keflvíkingar,
Akurnesingar og Vistmanna-
eyingar skyldum hafa okkar eigin
borð í salnum. Kraftmikill söngur
á kvöldvökum við arineldinn og
spennandi sögur sköpuðu sérstaka
stemningu.“
Og enn er starfinu haldið áfram
fyrir íslenska æsku í KFUM, Val,
Vatnaskógi, Vindáshlíð, Kald-
árseli, Ölveri og á Hólavatni.
Leikur og list í góðum og
skemmtilegum félagsskap hefur
áhrif á líðan okkar alla ævi.
KFUM, Valur og Vatnaskógur
Eftir Þóri S.
Guðbergsson
Þórir S. Guðbergsson
» 150 ára fæðingar-
afmæli sr. Friðriks
Friðriksson, minningar
um kynni af sr. Friðriki
og starfi hans.
Höfundur er félagsráðgjafi.
thorirsg@gmail.com
Framtíðarsýn nú-
verandi meirihluta í
Reykjavík byggist á
þeirri forsendu að
hægt verði að töfra
fram 200 milljarða til
að losa um bygging-
arlandið í Vatnsmýr-
inni og 21 milljarð til
að losna við Miklu-
braut af yfirborði
jarðar.
Þessar óskaforsendur kristallast
í því að borgarlínan er hönnuð út
frá aðalskipulagi sem gerir ráð
fyrir þéttri byggð í Vatnsmýri
sem þjóna þurfi með hágæða-
samgöngukerfi. Allar leiðir borg-
arlínunnar liggja niður á BSÍ, sem
í dag er staðsett á óvistlegri um-
ferðareyju.
Óháð því hvað hverjum kann að
finnast um staðsetningu Reykja-
víkurflugvallar væri mögulega
skynsamlegra að aðlaga sig að
þeim veruleika að 350 þúsund
manna samfélag hefur ekki efni á
að eyðileggja flugvöll sem kostar
a.m.k. 200 milljarða að koma á
nýjan stað.
Raunhæfara væri að byggja
sameiginlega framtíðarsýn okkar
Reykvíkinga á þeirri forsendu að
þungamiðja borg-
arinnar verði milli
Kringlumýrarbrautar
og Ártúnsbrekku.
Búum til nýjan
miðbæ í austurborg-
inni á stærsta og
veðursælasta land-
massa Reykjavíkur.
Þéttum byggð upp að
Laugardalnum, sem
yrði miðborgargarð-
urinn. Borgarlína
framtíðarinnar gæti
legið um Sæbraut, þar sem stór
landflæmi bíða frekari þróunar.
Flýtum atvinnu- og íbúðauppbygg-
ingu við Kringlu, í Skeifu, við
Borgartún/Kirkjusand og með-
fram Miklubraut.
Gerum Vesturbæinn að sjötta
úthverfi Reykjavíkur. Færum mið-
borgina austar, nær hinum út-
hverfunum.
Færum þunga-
miðju borgarinnar
nær úthverfunum
Eftir Snædísi
Karlsdóttur
Snædís Karlsdóttir
» Gerum Vesturbæinn
að sjötta úthverfi
Reykjavíkur. Færum
miðborgina austar, nær
hinum úthverfunum.
Höfundur skipar 2. sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.