Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Suðurgata 53, Hafnarfjörður, fnr. 207-9756, þingl. eig. Baldvin Reyr Gunnarsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 29. maí nk. kl. 10:30. Álfholt 12, Hafnarfjörður, fnr. 207-3234, þingl. eig. Sigrún Benedikts- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 29. maí nk. kl. 11:00. Vesturholt 17, Hafnarfjörður, fnr. 224-3226, þingl. eig. Herdís Hrönn Árnadóttir, gerðarbeiðandi Lánasjóður íslenskra námsmanna, þriðjudaginn 29. maí nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 24. maí 2018 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Vesturvegur 28, Vestmannaeyjar, fnr. 218-5098, þingl. eig. Leiguíbúðir Vestmannaeyjum ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 30. maí nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 23. maí 2018 Tilkynningar ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ Úthlutun aflaheimilda Íslands fyrir árið 2018 úr stofni Austur- Atlantshafs bláuggatúnfisks Ísland hefur verið aðili að Atlantshafs túnfiskveiðiráðinu (ICCAT) frá árinu 2002. Á árinu 2018 er íslenskum skipum heimilt að veiða samtals 84 tonn af bláuggatúnfiski miðað við afla upp úr sjó. Af þeim heimildum verður 80 tonnum úthlutað til veiða með línu og 4,0 tonnum ráðstafað til að mæta áætluðum meðafla íslenskra skipa á bláuggatúnfiski Leyfishafa er heimilt að stunda línuveiðar á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember á veiði- svæði norðan 42°00,00´ N milli 10°00,00´ V og 45°00,00´ V. Útgerðir sem hafa áhuga á að nýta heimild til línuveiða á bláuggatúnfiski skulu sækja um til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 7. júní 2018. Í umsókninni skal koma fram nánari áætlun um veiðarnar, m.a. veiðiskip, aðstöðu til afla- meðferðar s.s. kælingu eða frystingu afla um borð, löndunarhöfn sem og söluaðila og markaðsland. Við ákvörðun um úthlutun verður litið til allra þessara atriða. Skilyrði er að veiðiskip sé að lágmarki 500 BT. Skipið skal hafa eftirlitsmann frá Fiskistofu um borð, skipið skal búið rafrænni afladagbók og hafi IMO númer. Ráðuneytið áskilur sér því rétt til að hafna umsóknum séu líkur til að viðkomandi skip sé að einhverju leiti óhentugt eða vanbúið til veiðanna með tilliti til öryggis eða búnaðar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. maí 2018 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Nú er bingóið komið í sumarfrí en kaffið á sínum stað kl. 14.30. Allir velkomnir Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9. Vöflukaffi kl. 14.30. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Aðstoð við notkun á æfingatækjum kl. 9.30-10.30, göngutúr kl. 10.30, áhugasamir hittast við móttöku kl. 10.30. Föstudagshópurinn kl. 10-12, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, bingó í sal kl. 13.30-14.30, Handaband, ókeypis vinnustofa í handverki sem er öllum opin kl. 13.30-16, vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Verið öll vel- komin til okkar á Vitatorg. Síminn okkar er 411-9450. Flatahraun 3 Hafnarfirði Dansleikur verður haldin í Hraunseli föstudaginn 25. maí. Hilmar Sverrisson og Kristján Snorrason leika fyrir dansi frá kl. 20. Miðaverð 1500 kr. Allir hjartanlega velkomnir. Garðabær Jónshúsi / félags - og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9:30-16. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12, prjónakaffi kl. 10-12, leikfimi gönguhóps kl. 10- 10.20, gönguhópur um hverfið kl. 10.30, bókband með leiðbeinanda kl. 13-16, kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 13 tréskurður, kl. 13 léttgönguhópur (frjáls mæting). Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, velkomin í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-12. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl.13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga hjá Karinu kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bingó kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, botsía kl. 10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, zumba dansleikfimi með Auði kl. 13, síðdegiskaffi kl.14-15, allir velkomnir óháð aldri, nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, bingó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Handverkssýning eldri bæjarbúa Seltjarnarnesi. Sýn- ingin verður haldin í félagsaðstöðu eldri borgara á Skólabraut 3-5, Seltjarnarnesi, föstudag til sunnudags 25.-27. maí kl. 13-18. Margt fal- legra muna, sölubás og vöfflukaffi. Allir velkomnir. Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin. Ganga kl. 10. Hádegisverður kl. 11.30-12.15. Framhaldssaga kl. 13. Allir eru hjartan- lega velkomnir í Selið. Nánari uppl. hjá Maríu í síma 568-2586. Stangarhylur 4 Ferð á söguslóðir Svarfdæla og Eyjafjarðarsagna 28.-30. maí. Brottför frá Stangarhyl 4, mánudaginn 28. maí kl. 8.30. Dansað sunnudagskvöld kl. 20, Hljómsveit hússins leikur og allir vel- komnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Vantar þig pípara? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Elsku mamma og tengdamóðir kvaddi okkur mánudaginn 7. maí. Það er skrýt- in tilhugsun að hafa þig ekki leng- ur hjá okkur. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt en þú tókst því sem kom og stóðst ávallt upprétt þó örugglega hafi það ekki alltaf reynst auðvelt. Ung að árum eign- aðist þú fimm drengi og ólst okkur upp ein eftir að Tómas faðir okkar lést. Það gerðir þú með miklum sóma og myndarskap. Þú kenndir okkur svo ótal margt og varst ein- staklega hæversk. Bernskubrekum okkar bræðr- anna tókstu öllum með jafnaðar- geði þó stundum hafi það örugg- lega tekið á. Ég man vel eftir því þegar ég var ungur og bauð einu sinni til mín fólki eitt laugardags- kvöld fyrir páska. Þú hafðir verið búin að gera köku fyrir kaffiboð á páskadag en þessi kaka var borð- uð um nóttina. Morguninn eftir bankaðir þú á hurðina á herberg- inu mínu og sagðir: „Hörður, get ég nokkuð fengið lánaðan kökud- iskinn hjá þér?“ Ég fór norður á Strandir í sveit sem barn og mörgum árum seinna sagðir þú mér frá því að þú hefðir fengið samviskubit yfir því að senda mig svo ungan til ókunnugra. Ég man ég sagði þér að þú hefðir ekki þurft að hafa áhyggjur af því, vegna þess að betra fólk var vart hægt að finna. Það fannst þér gott að heyra. Þú kunnir svo sannarlega að lifa lífinu og varst ætíð heilbrigð sál í hraustum líkama. Ég veit að þér fannst gaman að ferðast og eins naust þú þess að syngja, enda hefur þú alla tíð verið söngelsk mjög. Þeir eru ófáir kórarnir sem þú hefur sungið með. Þegar ég svo sjálfur eignaðist börn varst þú ávallt tilbúin að koma með fjölskyldunni í sum- arbústaðarferðir eða passa fyrir okkur. Þú varst klettur sem ætíð var hægt að treysta á. Síðar kynnist þú honum Línberg og áttuð þið góða tíma saman. Línberg var mikill listasmiður og einstaklega góður maður. Það var mikill styrkur fyrir þig að kynnast hon- um og reyndist hann okkur líka einstaklega vel. Þú eyddir oft jólum og áramót- um hjá okkur og voru það miklar ánægjustundir þar sem mikið var um hlátur og bros. Þessar stundir og allar hinar eiga eftir að lifa í minningu okkar. Að lokum ætlum við að setja eitt ljóð sem þú hélst mikið uppá: Jóna Aðalheiður Hannesdóttir ✝ Jóna Að-alheiður Hannesdóttir fæddist 30. mars 1924. Hún andaðist 6. maí 2018. Útför Jónu fór fram 16. maí. Hví ertu að gráta, glugg- inn minn? hvað getur angrað þig? Þú átt að kætast, kján- inn þinn, því káta sérðu mig. Já, glöð þú sýnist, satt er það og sælli virðist fár, en samt þér gengur eitt- hvað að, þú áðan felldir tár. (Höf. ók.) Hörður Ingþór Tómasson og Sigrún Jónsdóttir. Elsku amma, það er sárt að skrifa þessi orð. Þú ert ekki leng- ur hjá okkur. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér, en minningar eru fjársjóður og af þeim eigum við margar með þér. Ógleyman- legar eru þær stundir sem við sát- um saman, ræddum um ljóð og söng og kórinn þinn. Þú varst allt- af svo dugleg að segja frá hvað þér fannst gaman að syngja fyrir „gamla“ fólkið, sem líklegast var flest nokkrum árum yngra en þú. Svo má ekki gleyma öllum leik- húsferðunum ykkar Grétu þar sem þú brostir alltaf af því hvað Gréta var ófeimin að fá hina og þessa til að taka mynd af ykkur. Þú hafðir alltaf gaman af því þeg- ar við sögðum þér frá uppátækj- um okkar systkinanna, sem voru þónokkur. Það var alveg sama hvað sagt var, þú varst alltaf stuðningsmaður okkar númer eitt í öllu því sem við tókum okkur fyr- ir hendur. Þú klipptir út blaða- greinar þegar fjallað var um eitt- hvað sem okkur langaði að taka þátt í. Og svo hringdir þú í okkur um leið og ævintýrunum var lokið til að fá að vita hvernig gekk. Það er erfitt að finna orð yfir suma hluti og það er erfitt að hugsa til þess að þessar stundir, þessi kvöld eða símtöl verði ekki fleiri. Elsku amma, þú ert fyrirmynd, vinur, sjálfstæð og einstök kona. Þú fórst alltaf þínar eigin leiðir. Þú ert með hjarta úr gulli. Þú verður ávallt í hjörtum okkar. Þín verður sárt saknað Vor í lofti heiðskírt er allir koma saman á tímamótum stöndum hér því miður ekki gaman Sú stund er nú komin hér að kveðja þarf nú ömmu það er sárt innst í hjarta mér því þráin var allt önnur Þú söng og gleði kenndir mér og að hugsa vel um aðra það var ljúft að liggja í fangi þér þó svo þú vildir að ég hætti að blaðra. (Hörður Ingþór Harðarson) Ragnar, Hörður Ingþór, Birgir Örn, Gréta Ósk, Jón Heiðar, Ásgeir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.