Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 44

Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 44
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 145. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. „Hann hefur aldrei byggt …“ 2. Meidd Sara sá gullið renna úr … 3. Barátta við „samlokusala“ 4. Tónlistarferlinum að ljúka … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitirnar Singapore Sling og Skrattar halda tónleika á Húrra kl. 22.30 í kvöld. Annað kvöld stíga Skrattar aftur á svið, en þá á Gaukn- um þar sem þeir spila frá miðnætti og frumsýna tónlistarmyndbönd. Singapore Sling og Skrattar á tónleikum  Handbendi – Brúðuleikhús sýn- ir Engi, frum- samið brúðuverk eftir Gretu Clough, í Tjarn- arbíói kl. 15 á morgun, laugar- dag. Sýningin er fyrir börn eldri en þriggja ára. Sagan er sögð með frum- legum, handgerðum leikbrúðum og sérsaminni tónlist eftir tónskáldið og söngvarann Paul Mosley. Aðeins þessi eina sýning í Tjarnarbíói. Frumsamið brúðu- verk í Tjarnarbíói Á laugardag Sunnan 10-18 m/s og talsverð eða mikil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu og hiti 8 til 13 stig, en hægari suð- austlæg átt norðaustanlands, úrkomulítið og hiti 12 til 19 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 og skúrir um landið sunnan- og vestanvert en yfirleitt þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Hiti yfirleitt fimm til 13 stig. VEÐUR Sara Björk Gunnarsdóttir upplifði einhver sárustu vonbrigði sín á ævinni um leið og hún tók við fyrstu verðlaunum sem íslensk knattspyrnukona hefur unnið til í Meistaradeild Evrópu, með liðsfélögum sínum í Wolfsburg í Kænu- garði í gærkvöld. Lyon sigr- aði 4:1 og Sara þurfti að yf- irgefa völlinn á 55. mínútu vegna meiðsla. Rætt er við Söru í íþróttablaðinu. »1 Silfurverðlaun en sár vonbrigði „Staðan á mér er góð. Endurhæfingin hefur gengið vel síðustu tvær vikur og það er ennþá langt í mót þannig að ég flýti mér hægt og við erum ekki að taka neina óþarfa áhættu,“ segir landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðs- son, sem er mættur til landsins til undirbúnings fyrir HM. »4 Staðan á mér er góð en tek ekki óþarfa áhættu Geysilega óvænt úrslit litu dagsins ljós í Garðabæ í gærkvöldi þegar Grindavík skellti Stjörnunni 3:2 í Pepsi-deild kvenna. Grindavík var á botninum fyrir leikinn og hafði ekki skorað mark en Stjarnan hefur verið eitt allra besta lið landsins á síðustu árum og fjórum sinnum hefur liðið fagnað Íslandsmeistaratitlinum á þessum áratug. »2 Geysilega óvænt úrslit í Garðabænum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Mokka-Kaffi var opnað 24. maí 1958 og átti því 60 ára afmæli í gær. Hjón- in Guðný Guðjónsdóttir og Guð- mundur Baldursson stofnuðu stað- inn en börnin þeirra sjá að stórum hluta um hann í dag. Mokka er eitt af elstu kaffihúsum Reykjavíkur og hefur verið nánast óbreytt síðan það var opnað. „Það voru einhver kaffihús í Reykjavík þegar við opnuðum en engin með ítalska kaffivél eins og við,“ sagði Guðný við Morgunblaðið í gær. „Þegar við opnuðum hér var Guðmundur maðurinn minn búinn að vera á Ítalíu að læra söng. Þar kynntist hann ítölsku kaffimenning- unni. Hér á landi þekkti enginn espresso eða cappuccino,“ segir Guðný og bætir við að þessi nýstár- lega aðferð hafi vakið mikla lukku. Kaffihúsið vakti í raun svo mikla lukku að það sem átti að vera auka- starf varð að aðalstarfi. „Þetta átti að verða að hliðarstarfi við sönginn en svo fór kaffihúsið svo vel af stað strax í byrjun að þetta varð að aðal- starfi hans og söngurinn var til hliðar.“ Kaffihús og sýningarsalur Það er svolítið eins og að stíga aft- ur í tímann að koma inn á Mokka. Listin á veggjunum er í raun það eina sem breytist reglulega, en list- sýningar hafa verið þar frá upphafi. Oddný, dóttir Guðnýjar og Guð- mundar, segir þá hefð hafa komist á í upphafi vegna skorts á sýningar- sölum. „Pabbi var úti á Ítalíu með Braga Ásgeirsyni og Erró og þegar hann kom heim vantaði sýningarsali. Pabbi fór þá að setja myndir eftir vini sína á veggina og svo vatt þetta upp á sig.“ Á fjögurra til sex vikna fresti er listaverkum skipt út, en þessa dag- ana stendur yfir sýning á hinum ýmsu verkum sem hafa verið sýnd á Mokka í gegnum árin. Vöfflurnar á Mokka hafa alla tíð verið umtalaðar en þegar Guðný er spurð út í uppskriftina hristir hún höfuðið. „Hún er enn leyndarmál og við megum til með að halda henni fyrir okkur. Starfsfólkið fær ekki einu sinni að vita hvað er í deiginu.“ Mokka er sannkallað fjölskyldu- fyrirtæki, en börn Guðmundar og Guðnýjar sjá að mestu um staðinn og hafa barnabörn þeirra hjóna einnig mörg hver unnið á kaffihús- inu. Guðný segist hafa haft mjög gaman af því að reka kaffihúsið en að það hafi einnig verið afar krefjandi. „Mokka er litla barn- ið okkar sem aldrei verður stórt.“ Mokka fagnar sextíu árum  Mokka færði Íslendingum ítalska kaffihefð Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskyldufyrirtæki Mæðgurnar Guðný Guðjónsdóttir og Oddný Guðmundsdóttir eru þakklátar fyrir kaffihúsið. Oddný segist kjósa að reka Mokka áfram í óbreyttri mynd. Vöffluuppskriftin er enn hernaðarleyndarmál. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 60 ár Myndin er tekin árið 1958 við opnun Mokka. Staðurinn er nánast óbreyttur 60 árum síðar að öðru leyti en því að nýjar myndir eru á veggjum.  Opnunarhátíð Listar án landamæra á Akureyri 26.-27. maí verður haldin kl. 14 á morgun, laugardag, í Deigl- unni, Listagilinu á Akureyri. Fjölmargir listamenn, nem- endur og aðrir taka þátt í þessari hátíð fjölbreytileik- ans, t.d. flytur Atli Viðar Engilbertsson fjöl- listamaður frum- samið lag og texta sem hann tileinkar hátíðinni. Listahátíð fjölbreyti- leikans á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.