Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
KNATTSPYRNA
Pepsi-deild kvenna
Valur – Selfoss .......................................... 8:0
HK/Víkingur – FH................................... 2:1
Mjólkurbikar kvenna
1. umferð:
Augnablik – Afturelding/Fram............... 0:1
Hafrún Rakel Halldórsdóttir 69.
Afturelding/Fram mætir Þrótti/Víði eða
Hvíta riddaranum í 2. umferð.
England
Brighton – Manchester United............... 1:0
Staða efstu liða:
Man. City 35 30 3 2 102:26 93
Man. Utd 36 24 5 7 67:28 77
Liverpool 36 20 12 4 80:37 72
Tottenham 35 21 8 6 68:31 71
Chelsea 35 20 6 9 60:34 66
Spánn
Sevilla – Real Sociedad ............................ 1:0
Búlgaría
Úrslitakeppnin um meistaratitilinn:
Levski Sofia – Botev Plodiv.................... 3:2
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
með Levski sem er í þriðja sæti.
Danmörk
Úrslitakeppnin um meistaratitilinn:
Horsens – AaB.......................................... 2:1
Kjartan Henry Finnbogason skoraði sig-
urmark Horsens úr vítaspyrnu á 60. mín-
útu og var skipt af velli á 87. mínútu.
Tyrkland
B-deild:
Elazigspor – Istanbulspor ...................... 2:2
Theódór Elmar Bjarnason lék ekki með
Elazigspor sem endar í 10. sæti.
Þýskaland
B-deild:
Bergischer – Bietigheim .................... 31:27
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 9 mörk
fyrir Bergischer.
Spánn
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Barcelona – Atlético Valladolid ........ 34:30
Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir
Barcelona sem mætir Puento Genil í und-
anúrslitum í dag. Úrslitaleikurinn fer síðan
fram í Madríd á morgun.
HANDBOLTI
Spánn
Umspil, 8-liða úrslit, 1. leikur:
Melilla – Castello ................................ 95:67
Ægir Þór Steinarsson skoraði 7 stig fyr-
ir Castello, átti 3 stoðsendingar og tók 2
fráköst en hann spilaði í 22 mínútur.
Frakkland
Chalons-Reims – Dijon........................ 79:92
Martin Hermannsson skoraði 6 stig fyrir
Reims, átti 6 stoðsendingar og tók 2 fráköst
og spilaði í 35 mínútur.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Toronto – Cleveland......................... 110:128
Staðan er 2:0 fyrir Cleveland.
Boston – Philadelphia ...................... 108:103
Staðan er 2:0 fyrir Boston.
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, þriðji leikur:
Vestm.eyjar: ÍBV – Haukar (2:0).......... L17
Undanúrslit karla, fjórði leikur:
Kaplakriki: FH – Selfoss (1:2).......... L19.30
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Fjölnir................ S16
Egilshöll: Fylkir – KA ............................ S17
Samsung-völlur: Stjarnan – KR ....... S19.15
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Hertz-völlur: ÍR – Víkingur Ó............... L14
Framvöllur: Fram – Selfoss .................. L14
Njarðtaksv.: Njarðvík – Þróttur R ....... L14
Akraneshöll: ÍA – Leiknir R.................. L14
Kórinn: HK – Magni............................... L16
Ásvellir: Haukar – Þór ........................... L16
2. deild karla:
Vogabæjarv.: Þróttur V. – Huginn .. L13.15
Fellavöllur: Höttur – Víðir..................... L14
Fjarðab.höll: Leiknir F. – Vestri .......... L14
Vivaldi-völlur: Grótta – Tindastóll ........ L14
Húsavíkurv.: Völsungur – Aftureld ...... L16
Akraneshöll: Kári – Fjarðabyggð ......... S14
Mjólkurbikar kvenna, 1. umferð:
Bessastaðav.: Álftanes – Fjölnir ........... L14
Garður: Þróttur/Víðir – Hvíti ridd ........ S14
Fellavöllur: FHL – Völsungur............... S14
Vivaldi-völlur: Grótta – Tindastóll ........ S16
Fellavöllur: Einherji – Sindri ................ S17
JÚDÓ
Íslandsmótið fer fram í Laugardalshöllinni
í dag og hefst kl. 10. Úrslit hefjast kl. 13 og
mótslok eru um kl. 16.
UM HELGINA!
eins vel á sig komin líkamlega og
þeir leikmenn sem höfðu spilað allan
veturinn.
„Ég var ekki í eins góðu leikformi
og stelpurnar sem ég var að spila
með og á móti. Ég fann því aðeins
fyrir því þegar leikjaálagið jókst og
ekki var lengur spilað einu sinni í
viku. Meiðslin háðu mér þó ekki en
ég þurfti aðeins lengri tíma til að
jafna mig í úrslitakeppninni. Ég
hafði æft vel í endurhæfingunni og
það skilaði sér. Þetta var ekki leik-
formið sem ég hefði viljað vera í en
ég bæti úr því á næsta tímabili,“ út-
skýrði Karen.
FRAM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Leikstjórnandi landsliðsins, Karen
Knútsdóttir, sneri heim síðasta sum-
ar eftir sex ár í atvinnumennsku í
Danmörku, Þýskalandi og Frakk-
landi. Tímabilið byrjaði ekki vel hjá
henni því hún varð fyrir því óláni að
slíta hásin. Karen lagði hart að sér
og náði bata á góðum tíma. Lagði
sitt af mörkum í bikarsigri Fram í
mars og varð Íslandsmeistari í
fyrsta skipti á dögunum þegar
Fram hafði betur gegn Val 3:1 í úr-
slitarimmunni.
„Við náðum tveimur titlum og við
stóðum okkur því ágætlega. Við
sýndum að við erum samheldinn
hópur og besta liðið vann. Við höfð-
um verið vængbrotnar meðan á
tímabilinu stóð en undir lok tíma-
bilsins vorum við allar komnar til
baka. Þá myndaðist góð stemning í
liðinu og ég hafði fulla trú á okkur,“
sagði Karen þegar Morgunblaðið
spjallaði við hana.
Áður en Karen fór utan á sínum
tíma þá varð hún bikarmeistari með
Fram en lenti fimm sinnum í röð í
2. sæti á Íslandsmótinu. Hún átti
því Íslandsmeistaratitilinn eftir ef
hægt er að tala um slíkt. „Þegar ég
hafði ákveðið að koma heim í fyrra
og skrifaði undir hjá Fram þá lang-
aði mig að sjálfsögðu að ná titlinum.
En ég get ekki sagt að ég hafi velt
því neitt fyrir mér á meðan ég var
úti. Fram var ríkjandi meistari þeg-
ar ég kom heim og ég vissi því að
það voru ákveðnar líkur á því að
þetta gæti gengið eftir,“ sagði Kar-
en en kvennalið Fram hefur verið
geysilega sigursælt í gegnum árin
og unnið Íslandsmótið tuttugu og
tvisvar sinnum í heildina.
Fjölskyldustemning hjá Fram
Spurð hvort hún hafi fundið fyrir
hinni nýlöguðu hásin þegar álagið
fór að aukast í úrslitakeppninni
sagði Karen svo ekki vera en sagð-
ist hafa fundið fyrir því að vera ekki
Hún segir erfitt að bera saman
Fram-liðið nú og Fram-liðið sem
hún varð bikarmeistari með áður en
atvinnumennskan kallaði. „Þessir
leikmannahópar eru ólíkir en í öllum
Fram-liðum sem ég hef verið í hefur
liðsheildin verið virkilega góð. Þegar
ég var áður í Fram þá spilaði ég
með systur minni og frænkum mín-
um Stellu og Söru. Það var á vissan
hátt ólíkt en liðin eiga það sameig-
inlegt að vera með marga leikmenn
sem uppaldir eru í félaginu. Það
hlýtur að segja eitthvað um Fram
og fólkið í kringum liðið að við Þór-
ey skyldum báðar velja að koma
heim í Fram þegar við komum úr
atvinnumennsku. Hjá Fram eru
margir sjálfboðaliðar og maður er
þakklátur fyrir þá og hina einstöku
stemningu sem er í Fram. Hálfgerð
fjölskyldustemning sem er ríkjandi.“
Komin til að vera
Þrátt fyrir að Karen hafi öðlast
mikla reynslu með félagsliðum og
landsliði þá er hún þó ekki nema 28
ára gömul. Gæti hún þess vegna átt
sín bestu ár eftir sem leikmaður.
Karen gerði þriggja ára samning við
Fram í fyrra. Þýðir það að hún sé
ekki á leið aftur í atvinnumennsku?
„Eins og staðan er í dag þá lít ég
þannig á að ég sé komin heim. Ég
var sex ár erlendis og finnst það
vera nóg. Ég skrifaði undir þriggja
ára samning vegna þess að Fram er
frábært félag og er mitt félag. Þar
vil ég vera. Ég er mjög ánægð með
„Sjaldan verið í jafn
flottum leikmannahópi“
Karen Knútsdóttir á ekki von á því að snúa aftur út í atvinnumennskuna
Mjög ánægð að hafa flutt heim Segir Stefán snjallan í því að mynda liðsheild
Þjálfaraferill Stefáns Arnarsonar
Ár
Íslands-
meistari
Deildar-
meistari
Bikar-
meistari
1988–1990 KR, meistaraflokkur kvenna
1990–1991 Grótta, meistaraflokkur karla
1992–1993 Fjölnir, meistaraflokkur karla
1994–1995 FH, meistaraflokkur kvenna
1998–2001 Vikingur, meistaraflokkur kvenna ‘00
2001–2006 A landslið kvenna
2008–2010 U 20 landslið kvenna, lokamót HM
2008–2014 Valur, meistaraflokkur kvenna ’10, ’11, ’12, ’14
’10, ’11,
’12, ’13
’12, ’13,
’14
2014–2018 Fram, meistaraflokkur kvenna ’17, ’18 ’18
2015–2017 U 17 landslið kvenna
2017–2018 U 20 landslið kvenna, lokamót HM
Kristófer Acox úr KR og Helena
Sverrisdóttir úr Haukum voru valin
leikmenn ársins í Dominos-deildum
kvenna og karla í körfuknattleik en
valið var kunngert á lokahófi KKÍ í
Laugardalshöllinni í hádeginu í gær.
Kristófer lék stórt hlutverk með
KR-ingum á leiktíðinni og fór á kost-
um í úrslitakeppninni þar sem KR-
ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratit-
ilinn fimmta árið í röð.
Helena dró vagninn fyrir Haukana
en þessi frábæra körfuknattleikskona
átti magnað tímabil og átti stærstan
þátt í að tryggja Haukum Íslands-
meistaratitilinn.
Bestu ungu leikmennirnir voru
valin þau Ingvi Þór Guðmundson úr
Grindavík og Dagbjört Dögg Karls-
dóttir úr Val.
Þjálfarar ársins voru valdir þeir
Finnur Freyr Stefánsson úr KR í
karlaflokki og Ingvar Guðjónsson úr
Haukum í kvennaflokki.
Bestu erlendu leikmennirnir voru
valin þau Antonio Hester úr Tinda-
stóli og Danielle Rodriguez úr Stjörn-
unni.
Bestu varnarmenn voru valin
Kristófer Acox úr KR og Dýrfinna
Arnardóttir úr Haukum.
Prúðustu leikmenn voru valin Ax-
el Kárason úr Tindastóli og Thelma
Dís Ágústsdóttir úr Keflavík.
Dómari ársins í Dominos-deildum
karla og kvenna var valinn Sigmundur
Már Herbertsson.
Í liði ársins í Dominos-deild karla
eru Pétur Rúnar Birgisson og Sig-
tryggur Arnar Björnsson úr Tinda-
stóli, Kári Jónsson úr Haukum, Krist-
ófer Acox úr KR og Hlynur
Bæringsson úr Stjörnunni.
Í liði ársins í Dominos-deild
kvenna eru Þóra Kristín Jónsdóttir og
Helena Sverrisdóttir úr Haukum,
Guðbjörg Sverrisdóttir og Elín Sóley
Hrafnkelsdóttir úr Val og Thelma Dís
Ágústsdóttir úr Keflavík.
Í 1.deild karla var Eyjólfur Ás-
berg Halldórsson úr Skallagrími best-
ur, Sigvaldi Eggertsson úr Fjölni efni-
legastur og Finnur Jónsson úr
Skallagrími þjálfari ársins.
Í úrvalsliði deildarinar eru Eyjólf-
ur, Sigvaldi og þeir Snorri Vignisson
úr Breiðabliki, Bjarni Guðmann Jóns-
son úr Skallagrími og Jón Arnór
Sverrisson úr Hamri.
Í 1. deild kvenna var Perla Jó-
hannsdóttir úr KR best, Eygló Kristín
Óskarsdóttir úr KR efnilegust og
Benedikt Guðmundsson úr KR þjálf-
ari ársins.
Í úrvalsliði deildarinnar eru Perla
Jóhannsdóttir úr KR, Berglind Karen
Ingvarsdóttir úr Fjölni, Hanna Þrá-
insdóttir úr ÍR og þær Heiða Hlín
Björnsdóttir og Unnur Lára Ásgeirs-
dóttir úr Þór á Akureyri.
Kristófer og Helena bestu
leikmenn tímabilsins
Ingvi Þór Guðmundsson og Dagbjört Dögg Karlsdóttir bestu ungu leikmennirnir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Best Kristófer Acox og Helena Sverrisdóttir áttu bæði frábært tímabil og
urðu Íslandsmeistarar með KR og Haukum keppnistímabilið 2017-18.