Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018  1 ATVINNA í boði hjá Kópavogsbæ Sjá nánar á kopavogur.is www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf Ísfélag Vestmannaeyja auglýsir laus störf: Umsjónarmaður fiskvinnsluvéla Ísfélag Vestmannaeyja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins með um 250 starfsmenn til sjós og lands. Það rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og gerir út sex skip. Ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Ísfélag Vestmannaeyja hf. auglýsir starf til umsóknar í frystihúsi félagsins í Vestmannaeyjum. Umsjón og viðhald fiskvinnsluvéla hússins. Í frystihúsinu eru sjö Baader síldarflökunarvélasamstæður, tveir Baader bolfiskhausarar og þrjár Baader bolfiskflökunarvélar með roðrífum. Mjög góð vinnuaðstaða er á vélaverkstæði fiskvinnsluvéla. Starfssvið og helstu verkefni: · Viðhald og umsjón fiskvinnsluvéla · Samvinna við verkstjóra við keyrslu véla inn á vinnslulínur · Leiðbeina starfsfólki á fiskvinnsluvélum · Brýningar hnífa · Innkaup varahluta og lagerhald vegna fiskvinnsluvéla Menntunar- og hæfniskröfur: · Menntun í viðgerðum véla er kostur · Reynsla í viðgerðum fiskvinnsluvéla nauðsyn · Sjálfstæði og skipulagshæfileikar · Góð hæfni í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar veitir Björn Brimar Hákonarson framleiðslustjóri frystihúss í síma 892 0215 eða í netfangi bjorn@isfelag.is. Umsóknir sendist einungis í tölvupósti eigi síðar en 5. júní Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Grenivíkurskóli auglýsir eftir sérkennara, iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa. Laus er 80-100% staða við Grenivíkurskóla frá 1. ágúst 2018. Starfið felur í sér stuðning við nemendur inni í bekkjum, bekkjarkennslu, víðtæka aðstoð við einstaka nemendur, foreldra og kennara. Hæfniskröfur • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Faglegur metnaður. • Menntun (eða reynsla) í sérkennslufræðum eða þroska- þjálfun/iðjuþjálfun æskileg. • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum sem eiga í erfiðleikum með nám eða félagsleg samskipti. Í Grenivíkurskóla eru rúmlega 50 nemendur í 1.–10. bekk. Í skólanum er góður starfsandi þar sem leitast er við að haga skólastarfinu í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Meðal þess sem við leggjum ríka áherslu á er lýðheilsa og umhverfismennt. Grýtubakkahreppur er 370 manna sveitarfélag við austan- verðan Eyjafjörð, um 30 mínútna akstur frá Akureyri. Grýtu- bakkahreppur er fallegt og snyrtilegt sveitarfélag í fögru umhverfi. Þar er góð þjónusta og gott félags- og íþróttastarf. Sveitarfélagið er ákjósanlegur staður til að búa í, ekki síst fyrir fjölskyldu- og barnafólk. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hreppsins, grenivik.is. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2018. Umsóknum skal skila á skrifstofu Grýtubakkahrepps, Túngötu 3, 610 Grenivík eða í tölvupósti; sveitarstjori@grenivik.is. Nánari upplýsingar gefur Ásta F. Flosadóttir skólastjóri í síma 863 5471 eða í tölvupósti; asta@grenivikurskoli.is Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.grenivikurskoli.is Capacent — leiðir til árangurs Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Upplýsingar og umsókn capacent.is/s/6744 Menntunar- og hæfniskröfur Lögfræðimenntun. Sérþekking á innlendum og evrópskum persónuverndarlögum og lagaframkvæmd á því sviði. Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni. Skilningur á öryggis- og upplýsingatæknimálum er kostur. Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. Reynsla af verkefnastjórnun er kostur. Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum. • • • • • • • • • • • • Umsóknarfrestur 4. júní Helstu verkefni Vinna að verkefnum vegna innleiðingar nýrrar persónuverndarlöggjafar. Fræðsla til starfsmanna. Veita ráðgjöf um túlkun á löggjöf um persónuvernd og úrlausn álitaefna. Vinna með og vera tengiliður við Persónuvernd. Önnur verkefni að beiðni landlæknis. Embætti landlæknis óskar eftir að ráða persónuverndarfulltrúa vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf. Um er að ræða að lágmarki 50% starf. Athuga ber að um nýtt starf er að ræða og því tækifæri til að móta það með landlækni. Persónuverndarfulltrúi heyrir undir landlækni og er sjálfstæður í störfum sínum. Leitað er að fjölhæfum og áhugasömum einstaklingi sem hefur frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi. Embætti landlæknis Persónuverndarfulltrúi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.