Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018
Lausar stöður hjá
Listasafni Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur auglýsir lausar til
umsóknar tvær stöður verkefnastjóra í deild
sýninga og miðlunar. Um er að ræða störf
í 50-100% starfshlutfalli.
Verkefnastjórar starfa við miðlun og fræðslu um sýningar
safnsins jafn til almennra safngesta, skólahópa og annarra
hópa sem sækja safnið heim. Verkefnastjóri sér um og ber
ábyrgð á skipulagi, mótun, þróun og vinnu við fræðslustarf í
samráði við yfirmann og samstarfsfólk.
Leitað er að öflugum einstaklingum sem eru tilbúnir til að
starfa í kraftmiklum starfshópi. Leitað er að hugmynda-
ríkum og jákvæðum einstaklingum sem hafa frumkvæði og
metnað til að ná árangri í starfi og hafa víðtæka þekkingu á
myndlist og hæfni til að miðla til ólíkra hópa.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Í starfinu felst umsjón og ábyrgð á skipulagi, mótun, þróun
og vinnu við fræðslu í safninu. Á meðal verkefna er skipulag
og móttaka skólahópa og annarra hópa, leiðsagnir og önnur
safnfræðsla fyrir almenna gesti safnsins, ábyrgð á gesta-
stofum og upplýsingagjöf í safnhúsum. Verkefnisstjórar hafa
umsjón með þróun og gerð fræðsluefnis, námskeiðahaldi
og ýmsum viðburðum og samstarfsverkefnum auk þess
sem þeir taka þátt í þróun og framkvæmd fræðsludagskrár
safnsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á framhaldsstigi á sviði safnsins;
í myndlist, listfræði, safnafræði eða listasögu auk mennt-
unar og/eða reynslu á sviði listkennslu eða listmiðlunar.
• Reynsla á sviði safnastarfs.
• Mjög góð þekking á íslenskri listasögu, góð þekking á
íslenskri og alþjóðlegri samtímamyndlist.
• Mjög góðir skipulags- og verkefnisstjórnunarhæfileikar.
• Mjög góð samskiptafærni á íslensku og ensku og hæfni til
að tjá sig í ræðu og riti.
• Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum
viðfangsefnum.
• Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
• Metnaður, frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í
starfi.
Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur
þar sem tækifæri gefst til að að kynnast fjölbreytileika
myndlistar og öðlast dýpri skilning á sögulegu, félagslegu,
menningarlegu og listrænu samhengi sköpunarverka
listamanna. Safnið er til húsa á þremur stöðum í Reykjavík:
í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni við
Sigtún.
Nánar:
Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2018.
Launakjör eru skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við
viðkomandi stéttarfélög.
Nánari upplýsingar um veitir Markús Þór Andrésson,
deildarstjóri sýninga og miðlunar,
markus.thor.andresson@reykjavik.is, sími 411 6400.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um
störfin á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og
kynningarbréf.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut
kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli
það margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjavíkur-
borg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur
innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri
til að sækja um störf hjá borginni.
1
ATVINNA
í boði hjá Kópavogsbæ
Grunnskólar
• Aðstoðarforstöðumaður dægradvalar í Álfhólsskóla
• Aðstoðarmaður frístundar í Hörðuvallarskóla
• Bókasafns- og upplýsingafræðingur í Álfhólsskóla
• Deildarstjóri sérúrræða í Álfhólsskóla
• Deildarstjóri verkefna í Álfhólsskóla
• Dönskukennari í Kársnesskóla
• Enskukennari í Hörðuvallaskóla
• Enskukennari í Snælandsskóla
• Forstöðumaður í dægradvöl Snælandsskóla
• Frístundaleiðbeinandi í dægradvöl Kópavogsskóla
• Íslensku kennari á unglingastigi í Álfhólsskóla
• Íþróttakennari í Hörðuvallaskóla
• Íþróttakennari í Kópavogsskóla
• Kennari í íslensku sem annað mál í Álfhólsskóla
• Kennari í Lindaskóla
• Kennari í Vatnsendaskóla
• Laus staða kennara á yngsta stig í Kársnesskóla
• Matreiðslumaður í Kópavogsskóla
• Náttúrufræðikennari á miðstig í Hörðuvallaskóla
• Smíðakennari í Kársnesskóla
• Stuðningsfulltrúi í Kársnesskóla
• Stærðfræði- og náttúrufræðikennari í Álfhólsskóla
• Tónlistarkennari í Salaskóla
• Tónmenntakennari í Álfhólsskóla
• Umsjónarkennari á miðstigi í Álfhólsskóla
• Umsjónarkennari í Hörðuvallaskóla
• Þroskaþjálfi eða sérkennari í Kársnesskóla
Leikskólar
• Aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Kópasteini
• Deildarstjóri í Austurkór
• Deildarstjóri í Fífusölum
• Deildarstjóri í Kópahvol
• Deildarstjóri í leikskólann Baug
• Deildarstjóri í Læk
• Deildarstjóri í Sólhvörfum
• Fólk í sérkennslu í Fífusölum
• Leikskólakennari eða starfsmaður í Læk
• Leikskólakennari í Austurkór
• Leikskólakennari í Álfatúni
• Leikskólakennari í Baug
• Leikskólakennari í Dal
• Leikskólakennari í Kópahvoli
• Leikskólakennari í Núp
• Leikskólakennari í Sólhvörfum
• Leikskólasérkennari í Kópahvol
• Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi í Baug
• Sérgreinastjóri í Núp
• Sérkennari, þroska- og iðjuþjálfi í Sólhvörfum
• Sérkennslustjóri í Fífusölum
• Sérkennslustjóri í Læk
• Þroskaþjálfi/leikskólasérkennari í Álfatúni
Velferðarsvið
• Sérkennari/þroskaþjálfi í sérdeild einhverfra
• Starfsmenn óskast á heimili fatlaðs fólks
Annað
• Forstöðumaður íþróttahúss Vatnsendaskóla
• Persónuverndarfulltrúi
• Sálfræðingur óskast við skólaþjónustu Kópavogs
• Starfsmaður í Þjónustumiðstöð við almenna þjónustu
• Starfsmaður við Salalaug - Karl
Vantar þig
dekk?
FINNA.is
Dreifingardeild
Morgunblaðsins leitar að
dugmiklu fólki 13 ára og
eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til
laugardaga og þarf að vera lokið fyrir
kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569
1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband
í dag
og byrjaðu launaða líkams-
rækt strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig
auka-
pening?
Allir blaðberar Morgunblaðsins fara í
blaðberaklúbbinn sem veitir ýmis fríðindi.
Eins og til dæmis:
• Fjallakofinn 15% afsláttur af SCARPA
gönguskóm og 10% afslátt af öðru.
• Lemon 20% afslátt á öllum Lemon stöðum.
• SmáraTívolí 20% afsláttur af tímakortum.
• Bakarameistarinn 10% afsláttur
af eigin framleiðslu.
• Sambíóin Mánudagsbíó, afslættir af miðum
á mánudögum.
• Edda útgáfa 25% afsláttur á bókum.
• Dalía blómaverslun 10% afsláttur.
• Lín design 15% afsláttur.
• Istore 4% afsláttur af tölvum og Ipad.
10% afsláttur af fylgihlutum.
• Stilling 12% afsláttur.
• Örninn reiðhjólaverslun 10% afsláttur.