Fréttablaðið - 22.06.2018, Page 2

Fréttablaðið - 22.06.2018, Page 2
Veður Suðvestan 8-15 en allt að 20 norð- vestan til. Rigning með köflum víða um vestanvert landið en léttskýjað austan til. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast á Austurlandi. sjá síðu 28 Vilja mannúðlega meðferð á flóttafólki Nokk ur fjöldi fólks kom saman í gær og mótmælti á Aust urvelli áður en það gekk fylktu liði að banda ríska sendi ráðinu á Laufásvegi til að krefjast þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk um allan heim. Kveikj an að mótmælunum var þær aðgerðir ríkisstjórnar Trumps að aðskilja börn frá foreldrum sínum í hópi ólöglegra innflytjenda á landa mær unum að Mexí kó. Rætt er við mótmælendur á síðu 12. Fréttablaðið/Þórsteinn Hm 2018 „Í heild verður leikurinn þó lítt minnisstæður nema roksins vegna.“ Svona lýsti blaðamaður Dag- blaðsins vináttuleik Íslands og Níg- eríu á Laugardalsvelli þann 22. ágúst 1981. Ísland vann 3-0 sigur í leik sem reyndist sögulegur fyrir margar sakir. Í þá daga óraði menn auðvitað ekki fyrir því að 27 árum síðar myndu þessi sömu lið mætast í riðlakeppni HM eins og raunin er í dag. Leikurinn á Laugardalsvelli var fyrsta og eina skiptið sem íslenska karlalandsliðið hefur mætt Nígeríu. Einn marka- skorara Íslands þennan dag var Lárus Guðmundsson. „Leikurinn mun aldrei gleymast því veðrið var með slíkum eindæm- um að það var ekki hundi út sigandi. Það var brjálað rok, grenjandi rigning og þegar Nígeríumenn komu út úr búningsklefanum fóru þeir að hlæja því aldrei á ævi sinni höfðu þeir spilað í slíkum aðstæðum enda voru 10 gömul vindstig þarna,“ segir Lárus í samtali við Fréttablaðið þegar hann rifjar upp leikinn. Og engu er þarna logið í þessum lýsingum. Heimildir frá þessum tíma greina frá því hvern- ig veðrið stal senunni í annars sögu- legum leik. Í Dagblaðinu sagði: „Í versta veðri í 35 ára landsleikja- sögu Íslands í knattspyrnu, að við- stöddum fæstum áhorfendum í Reykjavík sigraði íslenzka landsliðið Nígeríu auðveldlega 3-0 […] Íslenzka liðið hafði algjöra yfirburði og sigur- inn var í minnsta lagi. Þó stærsti landsleikjasigur Íslands í knatt- spyrnu, þegar leikir við Færeyinga eru undanskildir.“ Lárus, sem var nýkrýndur marka- kóngur Íslandsmótsins þegar leik- urinn fór fram og við það að hefja atvinnumannsferil sinn í Genk í Belgíu þaðan sem hann fór til Þýska- lands og lék um árabil, skoraði með skalla í leiknum á 65. mínútu. Árni Sveinsson kom Íslandi yfir á 5. mín- útu með skrautlegu marki. Um var að ræða fyrirgjöf sem stefndi víst á vítapunktinn en vindurinn feykti boltanum síðan upp í markhornið. Fyrirliðinn Marteinn Geirsson skor- aði svo þriðja mark Íslands úr víti. Nígeríumenn eiga því engar sér- stakar minningar frá bálviðris- leiknum. Haft var eftir þjálfara þeirra þá að Nígeríumenn gætu ekki leikið knattspyrnu við þessar aðstæður. „Okkur var kalt í rok- inu og rigningunni.“ Veðurdæmið kann þó að snúast við í svækjunni í Volgograd í dag. „Þetta var veður sem hentaði þeim alls ekki og þeir höfðu aldrei séð annað eins. Eina sem ég óttast er veðrið á morgun [í dag], ef það verður 35 gráðu hiti þá er það við- snúningur frá því fyrir 37 árum þegar við höfðum hag af veðrinu en þeir hafa hag af hitanum núna,“ segir Lárus og hlær. Annars kveðst hann mjög bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég spái því að við vinnum 2-0.“ mikael@frettabladid.is Sögulegur leikur í fór fram í íslensku bálviðri Lárus Guðmundsson skoraði eitt marka Íslands í 3-0 sigri á Nígeríu fyrir nærri 27 árum. Sigurinn var þá stærsti landsleikssigur íslenska landsliðsins en var spil- aður fyrir nær tómu húsi vegna veðurs. Nígeríumenn hlógu að aðstæðunum. Stærsti sigurinn kom í bálviðri. Lárus sést á innfelldu myndinni skalla boltann í netið gegn Nígeríu fyrir 27 árum. FréttabLaðið/aNtoN briNk N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða hönnun á góðu verði Fjallabyggð Viking Heliskiing, sem þjónustar fjallaskíðagarpa á norðan- verðum Tröllaskaga, óskar eftir því við bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að fá lendingarleyfi á malarpúða rétt sunnan við Hótel Sigló á Siglufirði. Vonir standa til að geta flutt skíða- garpa til og frá hótelinu á sem auð- veldastan máta. Björgvin Björgvinsson, einn eigenda Viking Heliskiing, segir fyrirtækið hafa síðastliðin fimm ár verið með höfuðstöðvar sínar að Þverá í Ólafsfirði. Hins vegar þurfi nú að færa þær. „Við höfum ætlað okkur samstarf við Hótel Sigló og því skiptir það okkur höfuðmáli að geta lent þyrlum nálægt hótelinu og þjónustað þannig gesti á Siglufirði.“ Fyrirtækið sérhæfir sig í þyrlu- skíðaferðum á Tröllaskaga. Fjalla- skíðamennska hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og er svæðið orðið vel þekkt um allan heim sem einn af ákjósanlegri stöðum í heiminum til iðkunar slíkrar skíðamennsku. Óskað er eftir að lenda á malar- púða beint á móti Síldarminjasafn- inu. Einnig óska þeir eftir því að fá að setja upp olíutank til að geta sett olíu  á þyrlurnar fyrir flugtak. Ein- ungis eru um 200 metrar frá þessum lendingarstað að hótelinu. „Við erum að þjónusta um 200 kúnna á vetri og því eru þetta ekki margir einstaklingar,“ segir Björg- vin. Erindi fyrirtækisins var sent til umsagnar í skipulags- og umhverfis- nefnd Fjallabyggðar. – sa Vilja lenda þyrlu innanbæjar á Siglufirði Fjallaskíðamenn vilja lenda við hóteldyrnar. FréttabLaðið/Pjetur NÝja sjálaND Jacinda Ardern for- sætisráðherra Nýja Sjálands eignað- ist sitt fyrsta barn í gær. Ardern er því fyrsti þjóðarleiðtoginn í 30 ár sem eignast barn í embætti. Ardern er 37 ára gömul sem gerir hana að yngsta kvenkyns þjóðar- leiðtoga í heimi. Hún segist munu verða inni í öllum helstum mál- unum á meðan hún er í sex vikna fæðingarorlofi. Eftir að í ljós kom að Ardern ætti von á barni var hún ítrekað spurð hvernig hún gæti sinnt starfi forsæt- isráðherra ásamt því að vera móðir. Vakti hún mikla athygli með því að svara að karlar væru aldrei spurðir út í slíkt. – tg Ardern ól stúlku jacinda ardern. 2 2 . j ú N í 2 0 1 8 F Ö s T u D a g u R2 F R é T T i R ∙ F R é T T a b l a ð i ð 2 2 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 3 5 -3 F B 8 2 0 3 5 -3 E 7 C 2 0 3 5 -3 D 4 0 2 0 3 5 -3 C 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.