Fréttablaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 52
HÁGÆÐA IÐNAÐARHURÐIR Járnháls 2-4 | 414-8600 | velaborg@velaborg.is Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 22. júní 2018 Tónlist Hvað? Bjarki, Altern 8, Exos Hvenær? 23.00 Hvar? Húrra, Tryggvagötu Altern 8 eru hinir goðsagnakenndu Reif bræður sem létu gamminn geysa í byrjun 9. áratugarins. Þeir voru meðal þeirra fyrstu sem settu svip sinn á rave- og hardcore-senu Bretlandseyja og sóttu áhrif sín frá raftónlistarmenningu Chicago og Detroit. Hvað? Sumargleði m/ Guðnýju Maríu Hvenær? 22.22 Hvar? Gullöldin, Hverafold Til að gefa þessari Sumargleði okkar aukið vægi fengum við gleði- gjafann hana Guðnýju Maríu til þess að koma fram á Sumargleði- tónleikum á Gullöldinni. Hvað? Svavar Knútur og Kristjana Stefáns á Bjarteyjarsandi Hvenær? 20.00 Hvar? Bjarteyjarsandur Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns fagna 10 ára samstarfi um þessar mundir og af því tilefni koma þau saman á Költmyndin Blade Runner verður í dúndrandi partísýningu í Bíói Paradís. Það verður hægt að fylgjast með íslenska landsliðinu spila við Nígeríu á risaskjáum víðsvegar um borgina. sinni árlegu sumartónleikaferð. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba, ljóðalestrar og gamansagna. Hvað? Föstudagskvöld á Múlanum með Latínsveit Tómasar R. Hvenær? 21.00 Hvar? Harpa Sumardagskrá Múlans heldur áfram og í sumar verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á tónleika á föstudagskvöld- um líka. Á vaðið ríður Latínsveit Tómasar R. Tónleikarnir eru sam- starfsverkefni Múlans og Heims- tónlistarklúbbsins. Viðburðir Hvað? Blade Runner – föstudags- partísýning! Hvenær? 20.00 Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu Blade Runner verður sýnd í lokaút- gáfu Ridleys Scott, þar sem við fáum að sjá lengri útgáfu myndar- innar og áður óséð efni, m.a. tæknibrellur. Kvikmyndin kom út árið 1982 í leikstjórn Ridleys Scott eftir sögu Philips K. Dick, Do Androids Dream of Electric Sheep? Myndin er í dag ein þekktasta kvik- myndaða vísindaskáldsagan. Hvað? Ísland-Nígería á Melavellinum Hvenær? 14.00 Hvar? Við hliðina á Vesturbæjarlaug Frá Brauð&co, Hagavagninum, KaffiVest og Melabúðinni: Eftir frábært Vesturbæjar-áhorf á móti Argentínu getum við ekki annað en endurtekið leikinn á Melavellinum, og núna hugsanlega án rigningar! En takið með ykkur stóla, jafnvel teppi ef það er þurrt eða annað sem lætur ykkur líða vel. Einhverjar veitingar verða seldar á staðnum – að minnsta kosti drykkjarföng. Við viljum þakka Coke á Íslandi og Origo fyrir að hjálpa okkur að gera þetta að veruleika! Hvað? Bryggjan Brugghús – HM veisla Hvenær? 15.00 Hvar? Bryggjan Brugghús, Granda- garði Allir leikir Íslands verða sýndir á risaskjáum og þar á meðal risa- tjaldi úti á bryggjunni ef veður leyfir. Fyrir hvert mark sem Ísland skorar verða 100 fríir bjórar á barnum í boði hússins, (þ)yrstur kemur (þ)yrstur fær. Hvað? Forget-Me-Nots í Gaflaraleik- húsinu Hvenær? 20.00 Hvar? Gaflaraleikhúsið, Hafnarfirði Í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði sýnir íslensk-breski leikhópurinn Rokkur Friggjar nýtt verk. Verkið heitir Forget-Me-Nots eða Gleym- méreiar og gerist í Hvalfirðinum árið 1940. Hvað? Ásdís Sif Gunnarsdóttir Hvenær? 19.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Ásdís Sif Gunnarsdóttir verður með lifandi vídeó- og performance dagskrá kl. 19.00 í Mengi á einum lengsta degi ársins. Föstudaginn 22. júní mun hún fremja nokkur gjörningaverk flutt með þátttöku áhorfenda. Sannkallað sumarsól- stöðu-happening í anda Ásdísar! Sýningar Hvað? Málverkasýning Hvenær? 17.00 Hvar? Grafíksalurinn, Tryggvagötu Verk unnin með blandaðri tækni mest akrýl, bleki og litum. Hvað? Opnun – Tölt um tilveruna Hvenær? 16.00 Hvar? Listasalur Mosfellsbæjar Guðrún er myndlistarkona og lækn- ir. Hún hefur lagt stund á leirlist og gefið út ljóð en seinni ár einbeitt sér að vatnslitaverkum. Guðrún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum á Íslandi og erlendis. Hún sýndi m.a. verk fyrir hönd Íslands í NAS (Nordiska Akvarellsällskapet) á 18. sýningu ECWS (European Con- federation of Watercolour Societies) á Spáni árið 2015. Í fyrra tók hún þátt í alþjóðlegri vatnslitasýningu í Norræna húsinu í Reykjavík ásamt 72 málurum Norræna vatnslita- félagsins og Royal Watercolour Society of Wales. Verkin á sýning- unni eru öll máluð með vatnslitum og innblásin af náttúrunni. Þau sýna landslag og jurtir, fólk og dýr og ýmis önnur náttúrufyrirbrigði. Nátt- úran er Guðrúnu hugleikin í allri hennar listsköpun. Vatnslitirnir eru listakonunni eins konar íhugun og endurnæring í erilsömu lífi. 2 2 . j ú n í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R32 m e n n i n G ∙ F R É T T A B L A ð i ð 2 2 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 3 5 -5 3 7 8 2 0 3 5 -5 2 3 C 2 0 3 5 -5 1 0 0 2 0 3 5 -4 F C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.