Fréttablaðið - 22.06.2018, Page 52

Fréttablaðið - 22.06.2018, Page 52
HÁGÆÐA IÐNAÐARHURÐIR Járnháls 2-4 | 414-8600 | velaborg@velaborg.is Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 22. júní 2018 Tónlist Hvað? Bjarki, Altern 8, Exos Hvenær? 23.00 Hvar? Húrra, Tryggvagötu Altern 8 eru hinir goðsagnakenndu Reif bræður sem létu gamminn geysa í byrjun 9. áratugarins. Þeir voru meðal þeirra fyrstu sem settu svip sinn á rave- og hardcore-senu Bretlandseyja og sóttu áhrif sín frá raftónlistarmenningu Chicago og Detroit. Hvað? Sumargleði m/ Guðnýju Maríu Hvenær? 22.22 Hvar? Gullöldin, Hverafold Til að gefa þessari Sumargleði okkar aukið vægi fengum við gleði- gjafann hana Guðnýju Maríu til þess að koma fram á Sumargleði- tónleikum á Gullöldinni. Hvað? Svavar Knútur og Kristjana Stefáns á Bjarteyjarsandi Hvenær? 20.00 Hvar? Bjarteyjarsandur Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns fagna 10 ára samstarfi um þessar mundir og af því tilefni koma þau saman á Költmyndin Blade Runner verður í dúndrandi partísýningu í Bíói Paradís. Það verður hægt að fylgjast með íslenska landsliðinu spila við Nígeríu á risaskjáum víðsvegar um borgina. sinni árlegu sumartónleikaferð. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba, ljóðalestrar og gamansagna. Hvað? Föstudagskvöld á Múlanum með Latínsveit Tómasar R. Hvenær? 21.00 Hvar? Harpa Sumardagskrá Múlans heldur áfram og í sumar verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á tónleika á föstudagskvöld- um líka. Á vaðið ríður Latínsveit Tómasar R. Tónleikarnir eru sam- starfsverkefni Múlans og Heims- tónlistarklúbbsins. Viðburðir Hvað? Blade Runner – föstudags- partísýning! Hvenær? 20.00 Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu Blade Runner verður sýnd í lokaút- gáfu Ridleys Scott, þar sem við fáum að sjá lengri útgáfu myndar- innar og áður óséð efni, m.a. tæknibrellur. Kvikmyndin kom út árið 1982 í leikstjórn Ridleys Scott eftir sögu Philips K. Dick, Do Androids Dream of Electric Sheep? Myndin er í dag ein þekktasta kvik- myndaða vísindaskáldsagan. Hvað? Ísland-Nígería á Melavellinum Hvenær? 14.00 Hvar? Við hliðina á Vesturbæjarlaug Frá Brauð&co, Hagavagninum, KaffiVest og Melabúðinni: Eftir frábært Vesturbæjar-áhorf á móti Argentínu getum við ekki annað en endurtekið leikinn á Melavellinum, og núna hugsanlega án rigningar! En takið með ykkur stóla, jafnvel teppi ef það er þurrt eða annað sem lætur ykkur líða vel. Einhverjar veitingar verða seldar á staðnum – að minnsta kosti drykkjarföng. Við viljum þakka Coke á Íslandi og Origo fyrir að hjálpa okkur að gera þetta að veruleika! Hvað? Bryggjan Brugghús – HM veisla Hvenær? 15.00 Hvar? Bryggjan Brugghús, Granda- garði Allir leikir Íslands verða sýndir á risaskjáum og þar á meðal risa- tjaldi úti á bryggjunni ef veður leyfir. Fyrir hvert mark sem Ísland skorar verða 100 fríir bjórar á barnum í boði hússins, (þ)yrstur kemur (þ)yrstur fær. Hvað? Forget-Me-Nots í Gaflaraleik- húsinu Hvenær? 20.00 Hvar? Gaflaraleikhúsið, Hafnarfirði Í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði sýnir íslensk-breski leikhópurinn Rokkur Friggjar nýtt verk. Verkið heitir Forget-Me-Nots eða Gleym- méreiar og gerist í Hvalfirðinum árið 1940. Hvað? Ásdís Sif Gunnarsdóttir Hvenær? 19.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Ásdís Sif Gunnarsdóttir verður með lifandi vídeó- og performance dagskrá kl. 19.00 í Mengi á einum lengsta degi ársins. Föstudaginn 22. júní mun hún fremja nokkur gjörningaverk flutt með þátttöku áhorfenda. Sannkallað sumarsól- stöðu-happening í anda Ásdísar! Sýningar Hvað? Málverkasýning Hvenær? 17.00 Hvar? Grafíksalurinn, Tryggvagötu Verk unnin með blandaðri tækni mest akrýl, bleki og litum. Hvað? Opnun – Tölt um tilveruna Hvenær? 16.00 Hvar? Listasalur Mosfellsbæjar Guðrún er myndlistarkona og lækn- ir. Hún hefur lagt stund á leirlist og gefið út ljóð en seinni ár einbeitt sér að vatnslitaverkum. Guðrún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum á Íslandi og erlendis. Hún sýndi m.a. verk fyrir hönd Íslands í NAS (Nordiska Akvarellsällskapet) á 18. sýningu ECWS (European Con- federation of Watercolour Societies) á Spáni árið 2015. Í fyrra tók hún þátt í alþjóðlegri vatnslitasýningu í Norræna húsinu í Reykjavík ásamt 72 málurum Norræna vatnslita- félagsins og Royal Watercolour Society of Wales. Verkin á sýning- unni eru öll máluð með vatnslitum og innblásin af náttúrunni. Þau sýna landslag og jurtir, fólk og dýr og ýmis önnur náttúrufyrirbrigði. Nátt- úran er Guðrúnu hugleikin í allri hennar listsköpun. Vatnslitirnir eru listakonunni eins konar íhugun og endurnæring í erilsömu lífi. 2 2 . j ú n í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R32 m e n n i n G ∙ F R É T T A B L A ð i ð 2 2 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 3 5 -5 3 7 8 2 0 3 5 -5 2 3 C 2 0 3 5 -5 1 0 0 2 0 3 5 -4 F C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.