Fréttablaðið - 22.06.2018, Side 22

Fréttablaðið - 22.06.2018, Side 22
Fótbolti Íslenska landsliðið getur stigið næsta skref í átt að 16-liða úrslitunum á heimsmeistaramót- inu með sigri á Nígeríu í Volgograd í dag en leikurinn verður flautaður á klukkan sex að staðartíma, 15.00, á Íslandi. Takist þeim að sigra Nígeríu er staðan ansi vænleg, landsliðið með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina þar sem strákarnir okkar mæta Króatíu. Fari leikur dagsins illa eiga þeir enn mögu- leika á að komast áfram en þurfa að treysta á úrslit úr öðrum leik. Fyrst þarf hins vegar að leika við sterkt lið Nígeríu sem þekkir þessa stöðu vel, þeir hafa komist á fimm af síðustu sex heimsmeistaramótum og kom- ist upp úr riðlinum þrisvar. Kunnugleg staða Ef litið er til stöðu liðanna á styrk- leikalista FIFA mætti áætla að Níg- ería, sem er í 48. sæti, væri með lakasta liðið og að Ísland, sem er í 22. sæti, ætti að vinna sannfærandi sigur en Nígeríumenn hafa verið á uppleið síðustu þrjú ár. Strákarnir okkar hafa verið í þessari stöðu áður, mætt liðinu sem á að teljast lak- ast á pappír eftir jafn tefli gegn hæst skrifaða liði riðilsins, og slapp Ísland þá með skrekkinn gegn Ungverjalandi á EM 2016. Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, hafði orð á því í vikunni að þeir hefðu lært margt á þeim leik sem þeir myndu taka inn í þennan. Stigið gegn Argentínu hefði litla þýðingu ef íslenska liðið mis- stigi sig gegn Nígeríu. Gott lið með frábæra einstakl- inga innanborðs Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, ber mikla virðingu fyrir andstæðingum dags- ins og framförunum sem þeir hafa tekið undir stjórn Gernots Rohr. „Styrkur þeirra liggur í líkamsbygg- ingu þeirra, afar sterkt lið, snöggir leikmenn og allir virkilega góðir íþróttamenn sem geta hlaupið og hlaupið. Þeir eru öflugir í skyndisóknum og það verður að hrósa Rohr, þjálfara þeirra, fyrir starf sitt hjá Nígeríu. Þeir hafa tekið s t ö ð u g u m f r a m f ö r u m Meiðsli breyta ekki áætlunum sem gerðar voru fyrir leikinn Íslenska landsliðið mætir Nígeríu í Volgograd á heimsmeistaramótinu síðdegis í dag. Nígeríumenn eru án stiga eftir fyrsta leikinn en þeir eru vongóðir um að fá fyrstu stigin. Það er ljóst að Jóhann Berg verður ekki með í leiknum en annars eru allir klárir í slaginn að sögn Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska liðsins. Stjarna dagsins á HM 2018 HM 2018 í Rússlandi í gær C-riðill Danmörk - Ástralía 1-1 1-0 Christian Eriksen (7.), 1-1 Mile Jedinak (víti) (38.) Frakkland - Perú 1-0 1-0 Kylian Mbappe (34.) D-riðill Argentína - Króatía 0-1 0-1 Ante Rebic (53.), Luka Modric (80.), Ivan Rakitic (90.) HM í dag 12.00 Brasilía – Kostaríka 15.00 Ísland – Nígería 18.00 Serbía – Sviss Luka Modric var frábær inni á mið- svæðinu hjá Króatíu þegar liðið vann sigur gegn Argentínu í gærkvöldi. Modric lék eins og herforingi inni á miðjunni og var arkitektinn að mörgum sóknum Króatíu, auk þess að skila sínu hlutverki vel frá sér í varnarvinnunni. Modric skoraði síðan annað mark Króatíu í leiknum þegar hann skaut föstu og hnitmiðuðu skoti fram hjá Willy Caball- ero. Modric er hjart- að í spilamennsku króatíska liðsins og leiki hann eins og í gær er liðið til alls lík- legt á mótinu. Þetta var 14. landsliðsmark Modric í 108. landsleikn- um hans. Fótbolti Sigur Króatíu á Argentínu í riðli Íslands á HM í gærkvöldi þýðir að Króatía er komin áfram í 16 liða úrslit. Króatía er með fullt hús stiga, sex stig, Ísland og Argentína eitt stig hvor þjóð og Nígería án stiga. Fari Ísland með sigur af hólmi í leiknum gegn Nígeríu  mun það duga  íslenska liðinu  að fá  eitt stig þegar það mætir Króatíu í loka- umferðinni til þess að komast áfram í 16 liða úrslitin. Tap fyrir Króatíu myndi þó ekki koma að sök ef Níg- ería ynni Argentínu eða liðin gerðu jafntefli og gæti dugað þótt Argent- ína ynni Nígeríu. Það er að því gefnu að Íslandi hafi betri markatölu en Argentína þegar riðlakeppninni lýkur.   Jafntefli  í leiknum gegn Nígeríu myndi aftur á móti þýða að einungis sigur gegn Króatíu í lokaleiknum tryggði íslenska liðinu öruggt sæti í 16 liða úrslitunum.  Þrjú jafntefli gætu dugað Íslandi, að því gefnu að Argentína og Nígería geri jafnframt jafntefli í lokaumferðinni. Tap fyrir Nígeríu myndi leiða til þess að Ísland þyrfti að vinna Króa- tíu eigi liðið að komast upp úr riðl- inum, og aukinheldur treysta á að úrslitin í leik Argentínu og Nígeríu væru íslenska liðinu hagstæð. Níg- ería mætti þá ekki fá meira en eitt stig  úr leiknum gegn Argentínu, en bæri Argentína sigurorð af Níger- íu þyrfti Ísland að hafa betri marka- tölu en argentínska liðið. – hó  Króatía komin í 16 liða úrslitin undir hans stjórn undanfarið ár,“ sagði Heimir sem benti á að Nígería hefði leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. „Það er margt framúrskarandi hjá þeim, með sex leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni ásamt leik- mönnum frá Ítalíu, Spáni og fleiri sterkum deildum. Þetta er virkilega gott lið með frábæra einstaklinga innanborðs,“ sagði Heimir sem var spurður út í möguleika Íslands á að nýta sér föst leikatriði. „Við vorum spurðir að því sama fyrir Argentínuleikinn, Nígería er með virkilega góða skallamenn innan borðs. Wilfried Ndidi og Odion Ighalo eru sennilega sterk- ustu skallamenn mótsins en Kró- ötum tókst samt að skora tvisvar gegn Nígeríu úr föstum leikatriðum. Það dregur kannski úr sjálfstrausti varnar manna Nígeríu en við munum leggja áherslu á föst leik- atriði eins og alltaf.“ Enginn feluleikur með Jóhann Það virðist ljóst að Ísland muni leika án eins af lykilmönnum sínum, Jóhanns Bergs Guðmunds- sonar, sem fór meiddur af velli gegn Argentínu og æfði ekki með liðinu í gær. Sagði Heimir afar hæpið að hann gæti komið við sögu í dag. „Það er mjög ólíklegt að Jóhann nái leiknum ef ég á að vera heiðar- legur. Hann er töluvert betri og honum hefur batnað með hverjum degi enda í góðum höndum en við förum ekkert í feluleik með það að það er afar ólíklegt að hann komi við sögu,“ sagði Heimir sem sagði að Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson yrðu klárir í leikinn. „Gylfi er í toppstandi, það var frábært fyrir hann að fá mínútur í æfingaleikjunum og hann gat klárað leikinn gegn Argentínu. Aron entist örlítið styttra en endurhæfing þeirra gekk frábærlega og þeir eiga báðir hrós skilið fyrir hvað þeir lögðu á sig fyrir liðið. Við höfum breytt liðinu talsvert á milli leikja í aðdraganda mótsins, margir sem hafa fengið tækifæri og staðið sig vel svo að við erum ekkert hræddir við að fá annan mann inn né breytir þetta áætlunum okkar fyrir leikinn.“ kristinnpall@frettabladid.is Jóhann Berg Guðmundsson fylgist með liðsfélögum sínum á æfingu liðsins í Volgograd í gær, en hann er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. FréttABlAðið/Eyþór 2 2 . j ú n í 2 0 1 8 F Ö S t U D A G U R22 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð 2 19 17 1 Hannes Þór Halldórsson 2 Birkir Már Sævarsson 6 Ragnar Sigurðs- son 14 Kári Árnason 18 Hörður Björgvin Magnússon 19 Rúrik Gísla- son 17 Aron Einar Gunnarsson 20 Emil Hallfreðsso 8 Birkir Bjarnason 10 Gylfi Þór Sigurðsson 11 Alfreð Finnbogson 1 14 20 18 8 11 byrjunarlið íslands 10 6 sport 2 2 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 3 5 -7 1 1 8 2 0 3 5 -6 F D C 2 0 3 5 -6 E A 0 2 0 3 5 -6 D 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.