Fréttablaðið - 02.07.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.07.2018, Blaðsíða 2
Hann var snillingur í að skrifa stuttan og hnitmiðaðan texta og barði þessu í okkur ungu blaðamennina. Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Frétta- blaðsins Minning Jónas Kristjánsson, fyrr- verandi fréttastjóri og ritstjóri, lést þann 29. júní síðastliðinn. Hann var brautryðjandi frjálsrar og óháðrar blaðamennsku hér á landi en hann vann við blaðamennsku í hartnær hálfa öld ásamt því að skrifa bækur um hugðarefni sín. „Jónas á eina glæstustu sögu sem nokkur íslenskur blaðamaður á. Hann skóp ásamt öðrum frjálsa íslenska fjöl- miðlun og hafði þar fyrirmyndir utan úr heimi. Hann breytti íslenskri fjöl- miðlun með því að stofna frjálst, óháð dagblað um 1975. Fyrir þann tíma var allt falsfréttir og skrifað á pólitískum forsendum,“ segir Mikael Torfason, fyrrverandi ritstjóri hjá DV og 365. „Einnig menntaði hann upp nokkrar kynslóðir blaðamanna. Ég bar gæfu til að stíga mín fyrstu skref þar sem hann var ritstjóri.“ Jónas hóf störf á Tímanum árið 1961. Hann starfaði síðar á Vísi sem frétta- og ritstjóri. Hann var einn stofnenda Dagblaðsins árið 1975 og starfaði þar til ársins 1981 sem ritstjóri þar til Dagblaðið og Vísir sameinuðust í DV árið 1981. Þar vann hann sem ritstjóri í tvo áratugi. Einnig starfaði hann sem ritstjóri Frétta- blaðsins og útgáfu- stjóri hjá Eiðfaxa. „Hann var snill- ingur í að skrifa stuttan og hnit- miðaðan texta og barði þessu í okkur ungu blaðamenn- ina sem unnum hjá honum. Hann var fyrst og fremst frábær ritstjóri sem lið- sinnti okkur ungu blaðamönnunum,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins. Hún vann undir stjórn Jónasar í árdaga DV í byrjun níunda áratugarins. Jónas markaði djúp spor í fjölmiðla- sögu Íslands og breytti fjölmiðlalands- laginu með tilkomu óháðrar fjölmiðl- unar. „Hann hafði þá náðargáfu að vera jafnt í senn hinn reyndi lærifaðir og hinn reiði ungi maður og tapaði því aldrei að krefjast réttlætis,“ bætir Mikael við. „Kannski voru það okkar helstu mistök að hlusta ekki nægilega mikið á Jónas.“ sveinn@frettabladid.is Veður Í dag er kunnulegt stef ráðandi, vestlæg átt og þokusúld á vestan- verðu landinu en bjartviðri og hýtt eystra. Þó gæti líka verið fínasta veður á hálendinu og ekki útilokað að stytti upp og létti til vestan til í kvöld. Hiti 8 til 14 stig vestanlands en 15 til 20 stig fyrir austan. sjá síðu 18 Ríða á vaðið Landsmót hestamanna hófst í gær á keppnissvæði Fáks í Víðidal, á keppni í barna- og unglingaflokki. Búist er við allt að tíu þúsund gestum á Lands- mótið að þessu sinni, en nokkurrar reiði gætir meðal gesta vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar Landsmótsins að banna myndbandsupptökur til að birta á netinu eða í sjónvarpi. Stjórnin ber fyrir sig einkaréttarsamning sem gerður var vegna sjónvarpsútsendinga. Fréttablaðið/anton brink VELDU GÆÐI! PREN TU N .IS ................................................ mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS 3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM Markaði djúp spor og breytti fjölmiðlunum Jónas Kristjánsson lést þann 29. júní. Hann var brautryðjandi frjálsrar blaða- mennsku á Íslandi. Útgefandi Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri unnu fyrir Jónas þegar þau hófu feril sinn í fjölmiðlum. „Fyrst og fremst frábær ritstjóri.“ ViðsKiPTi Nýsköpunarfyrirtæki sem konur hafa stofnað skila fjárfestum meiri arðsemi en nýsköpunarfyrir- tæki sem karlar stofna, eða yfir tvö- falt meiri arðsemi á hvern dollara sem er fjárfestur. Konur eiga hins vegar miklu erfiðara með að fá fjár- festa til liðs við sig. Konurnar þurfa oftar að sanna getu sína en karlar auk þess sem karlkyns fjárfesta skortir oft þekk- ingu á vörum og þjónustu sem konur setja á markað fyrir kynsystur sínar. Þetta kemur fram í skýrslu ráð- gjafarfyrirtækj- a n n a B o s t o n Con sulting Group og MassChall- enge sem hafa rannsakað mun á fyrirtækjum kvenna og karla. – ibs Skila tvöfalt meiri arðsemi Mikael torfason og kristín Þorsteins- dóttir. Jónas kristjánsson lést þann 29. júní síðastliðinn. Fréttablaðið/GVa sValbarðssTrönd Stefán Tryggva- son, eigandi jarðarinnar Þórisstaða í Svalbarðsstrandarhreppi við Eyja- fjörð, telur sauðfjáreigendur, í skjóli hreppsins, beita land hans án leyfis. Sveitarstjórn hefur í áraraðir leyft að sauðfé sé sleppt á land í eigu hans í Vaðlaheiði og vill hann fá svör frá hreppnum af hverju slíkt er gert. „Fyrir mér snýst þetta um prinsipp. Vaðlaheiðin er ekki afréttur eða almenningur og hefur aldrei verið,“ segir Stefán sem sent hefur sveitarstjórn spurningar og krefst svara fyrir ágústlok ellegar fer hann með málið til umboðsmanns Alþingis. „Að mínu mati stenst þetta ekki eignaréttarákvæði stjórnarskrár að aðrir megi nýta mitt land án leyfis og að hreppurinn ákveði það fyrir mig,“ bætir Stefán við. „Mér er skipað að girða af eigið land gegn ágangi búfjár í stað þess að það sé í hina áttina. Ég hef oft lýst þessu sem svo að offitusjúklingum sé leyft að stela kexi í búri hjá fólki ef búrið er ekki læst. Nú er bara svo komið að færri og færri hafa sauðfé og því á það að vera eigenda þeirra að halda fé sitt á eigin landi.“ - sa Segir land sitt nýtt í leyfisleysi Sauðfé hefur í langan tíma verið rekið á fjall á sumrin. Fréttablaðið/SteFán Ég hef oft lýst þessu sem svo að offitu- sjúklingum sé leyft að stela kexi í búri hjá fólki ef búrið er ekki læst. 2 . j ú l í 2 0 1 8 M á n u d a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 0 2 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 4 9 -8 8 B C 2 0 4 9 -8 7 8 0 2 0 4 9 -8 6 4 4 2 0 4 9 -8 5 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.