Verslunartíðindi - 01.06.1920, Side 3

Verslunartíðindi - 01.06.1920, Side 3
MANAÐARRIT GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRAÐI ISLANDS 3. ár. JÚnf 192 0. Nr. 6 ^erslunarciðindi koma út einu sinni í mánuði 12—16 blaösiöur. — Árgangurinn kostar kr. 4..r)0 R.itstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs Islands, Kirkjustræti 8 B. Talsimi 694. Pósthólf 514 Verðlagshorfur. Þau stórtíSindi spnrðnst hingað um síðustu mánaðamót, að vörur væru farnar að falla í verði á heimsmarkaðinum. En símfregnirnar Voru óljósar, og er það fyrst nú, er erlend viðskiftablöð ltafa borist hingað, að ítarlegar llPr>lýsingar hafa fengist um verðfallið. TVrstu verðfallsfrjettirnar komu frá Bandaríkjunnm. Eins og' kunnugt cr voru Bandaríkin lengst af hlutlaus og nutu góðs af ófriðarástandinu í Norðurálfunni. Þau komust að mestu lijá dýrtíðinni og öðrum ofriðarvandræðum, sem flest lönd hjer í álfu fengu að kenna á. En eftir að Bandaríkin komust sjálf í ófriðinn milda, fór að breytast heima fyrir og dýrtíðin óx hröðum fetum, °g varð að lokum meiri, en víðast hvar ann- ars staðar. Þar sem dýrtíðin skall þar yfir a skemmri tíma en í flestum öðrum löndum, hefur almenningur fundið meira til hennar °g hagað sjer eftir því. Sparnaðaralda gekk yfir landið og olli því, að eftirspurn eftir dýrari vörutegundum fór þverrandi. Bank- arnir drógu að sjer hendina með lánveitingar, °g losaði það um vörubirgðirnar. Afleiðingin varð sú, að ýmsar vörur lækknðu talsvert í verði og bar inest á verðfalli vefnaðarvör- nnnar. Síðustu fregnir frá Bandaríkjun- inn segja, að verðfallið hafi haft í för með s.ier aukna eftirspurn, og margar þær vörur, sem fallnar voru í verði, sjeu nú lækkaðar á ný. Þá hefur einnig orðið verðfall á allmörg- um vörutegundum í Þýskalandi og Prakk- landi. í Þýskalandi nam verðfallið á sumum vörum 30—50%, og er talið, að helsta orsökin til verðfallsins sje hækkun sú, er orðið hefur á gengi þýsks gjaldeyris; hafa mörkin smá hækkað, en þó verið mjög reikul í rásinni. og hafa gengisbreytingar þessar valdið mikl- um glundroða í utanríksversluninni, en það hefur auðvitað áhrif á verðlagið innanlands. Um Prakkland er að ýmsu leyti svipað ástatt. Gengisbreytingar á frönkum hafa að vísu verið minni, en þó hefur gengið farið smá hækkandi; þar í landi hefur mest borið á verðfalli á vefnaðarvöru og skófatnaði. Enn fremur hefur verðfallið gert vart við sig í Bretlandi. Baðmull hefur fallið talsvert í verði og einnig hafa nokkrar matvörur lækk- að. Meðal matvaranna eru sjerstaklega til- greindar: egg, mjólk, grænmeti, ávextir og te. Sumar af þessum vörum lækka venjulega í verði í Bretlandi á þessum tíma árs, og er verðfallið að því levti eigi í frásögur fær- andi, en hitt er þó talin aðalástæðan um flestar vörurnar, að þeir, sem legið hafa með miklar birgðr af þeim, hafa orðið smeykir við örðugleika þá, sem eru á peningamark- aðinum, og hafa þess vegna selt vörurnar ört. Að því er snertir verðlækkanir í öðrum löndum má geta þess, að silkiverð fjell mjög í Japan fyrr skömmu, en virðist svo hafa hækkað aftur í verði, meðfram vegna ráð- stafana stjórnarinnar. Enn fremur er þess

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.