Verslunartíðindi - 01.06.1920, Blaðsíða 10
66
VEIiSLUNAETIÐINDÍ
-f- 2—3° C., því ofmikill kuldi getur líka vald-
ið þráa í því.
Tólg.
íslensk tólg er mjög misgóð verslunarvara,
en það kemur aðallega til af því, að mörinn
er látinn eldast áður en hann er bræddur,
eða þá að of miklu af tólg er rent í einu ofan
í sama ílátið; sje það gert, vill hitna í tólg-
inni, en þá kemur í hana eins konar gerð,
sem leiðir til rotnunar. Þessi galli á tólginni
hefir þráfaldlega komið óorði á íslensku tólg-
ina, bæði innanlands og utan. Sje tólgin
brædd í tunnur, sem eru mjög hentugar um-
búðir, verður, ef um mikla tólg er að ræða,
að hafa margar tunnur í takinu og steypa í
hverja þeirra í senn og láta storkna vel,
áður en næsta lagi er rent ofan á. Belgja-
umbúðirnar eru ágætar hvað geymsluna
snertir, en þær eru of dýAr og íremur illa
þokkaðar erlendis. Þar sem mikið er um
slátrun á haustin og talsvert safnast fyrir
af mör, er ekki ótítt að mörinn sje saltaður
og hnoðaður til geymslu. Þetta er mjög var-
hugaverð aðferð, nema því skemmri tími líði
áður en mörinn er bræddur, því annars safn-
ast í hann sjerstakur myglugróður, sem hefir
þau álirif, að tólgin verður brúnleit. Vitan-
lega getur tólgin orðið brúnleit af öðrum
ástæðum, t. d. ef gengið er of nærri höms-
umun, eða hafi mörinn verið blóðblandinn.
Hvað íblöndun aðvífandi fituefna i tólg-
ina snertir, þá er óhætt að fullyrða, að slíkt
eigi sjer tæplega stað, enda er ilt að koma
því við, því hrossafeitar-íblöndun leynir sjer
tæplega; tólgin verður kramari en ella og
fær bræðingskeim. Bn bræðingskeiinur getur
líka komið af tólg, sem gerð er úr hnoðmör,
ef hann hefir þránað. Einkennin geta því
verið nokkuð svipuð, og íblöndunin því ekki
afráðin ne'ma með efnarannsókn.
Ilentugast er að gcyma tólgina í þurru
lofthýsi, og sje hún í skjöldum, er gott að
hafa þá í kalkdregiium ílátum, eins og sagt
er frá um smjörgeymsluna.
Kœfa.
Eins og flestum þeim kaupmönnum, sem
lengi hafa verslað með kæfu. mun vera kumi-
ugt um, er íslenska kæfan varasöm verslunar-
vara. Það á ekki saman nema nefnið, hver
kæfan er, og væri ekki vanþörf á, að settar
væru reglur um tilbúning hennar og annara
matvæla. I sauðakjötskæfu ætti t. d. ekki að
vera annað en vöðvar og feiti eða ómeingað
kjöt. Nú er það kunnugra en frá þurfi að
segja, að kæfan er að meiru eða minna leyti
svikin eða blandin á ýmsan hátt, þótt gera
megi undantekningu iijá mörguin framleið-
endum. Þessu til sönnunar má geta þess, að
rannsóknarstofunni liefir frá ófriðarbyrjun
borist um 170 sýnishorn af skemdri eða
mengaðri kæfu, og hafa hlutföllin verið
þannig:
Blóðblandin kæfa (af sjálfdauðu?) .. 18%
Innýflablandin kæfa.................. 46 —
Mjölblandin kæfa..................... 5 —
Fiskblandin kæfa...................... 4 —
Mygluð og illa verkuð kæfa........... 24 —
Rotnunarkend kæfa (skaðleg köfn-
unarefnasambönd).................... 3 —
100 %
Auk þeirrar kæfu, sem þannig hefir reynst,
hafa allmörg sýnishorn verið send til athug-
unar, er leitt liafa í ljós, að folaldakjötskæfa
hefur verið seld sem sauðakjötskæfa, en
kæfan verið vel verkuð og ágætis verslunar-
Vara að öðru leyti. Þótt.hin tilgreindu kæfu-
sýnishorn, sem annaðhvort hafa verið skemd
eða blandin, sjeu nokkuð mörg, bá eru þau
enginn mælikvarði kæfuskemda eða sviká, því
vitanlega ber að taka tillit til þess, að kæfan
er því að mns send til rannsóknar, þyki hún
athugaverð. IIve mikið muni vera um ineng-
aða kæfu í hlutfalli við góða og ómengaða,