Verslunartíðindi - 01.06.1920, Qupperneq 16
68
VERSLUNARTÍÐINDI
kjötið.*) Súr í kjöti getur vitaniega stafað
frá ónothæfu salti eða saltpjetri, og þess
vegna er áríðandi, að notuð sje eingöngu besta
tegund af saltpjetri og salti.Stöku sinnumlief-
ur efnarannsóknastofunni borist blá-svart, úld-
ið saltkjöt, og stafa slíkar skemdir frá því, að
tunnurnar eru illa pæklaðar eða þá að kjötið
er byrjað að rotua, áður en það er saltað.
Saltkjöt geymist best í kulda, og jafnan
ber að gæta þess, að tunnurnar sjeu fullar
af saltlegi, því sje holriim í þeim, getur
myglugróður og gerla sest að í því, en hvoru
tveggja getur komið af stað gerjun og rotnun.
Um harðæti eða sjávarafurðir er óþarft að
ræða, því kaupmönnum er kunn meðferð og
geymsla á þeim. Þó má geta þess um harðæti
og þurran saltfisk, að haldgæðin ern því betri
sem húsakynnin eru rakaminni, og kemur það
til af því, að efnabrigði verða síður í þurru
lofti, en allur smávörugróður, sem eyðilagt
getur matvæli, verður að hafa nægan raka.
Þá hefir verið minst á gæði og gevmslu'
þéirra fáu innlendu matvælategunda, sem
verslað er með. Það er ilt til þess að vita,
að þær fáu vörutegundir, sem vjer höfum á
boðstólum, skuli að meiru eða minna leyti
Vera ótrygg verslunarvara, og nauðsynlegt
er, að ráða bót á því. Nú er því þannig farið,
að það eru einmitt kaupsýslumenn, sem al-
gerlega geta umskapað vörugæðin og komið
því á, að framleiðendur vandi sinn varning.
Eins og áður er tekið fram, er brýn nauðsyn
að hið opinbera setji reglur um matvöru-
gæði, og að kaupmenn stuðli að því. að þeim
verði hlýtt. En meðan slík lagaákvæði vant-
ar, gætu kaupmenn með samtökum sín á milli
komið sjer saman um einhverjar varúðar-
*) Höf hefir enn þá ekki lokiö við þessar at-
huganir, en þær tilraunir, sem gerðar hafa veri'ð
til þessa, benda til, að súrinn geti komið af of-
þreytu í fjenu.
reglur um vöndun í matvælakaupum. Slíkar
ráðstafanir mundu mælast vel fyrir og kæmu
þeim einum í koll, sem frajnleiða óvandaða
vöru.
Það ætti ekki að þurfa að brýna fyrir
kaupmönnum, hve nauðsynlegt er fyrir þá,
að koma vörugæða-ábyrgðinni á frambjóð-
ancía, þegar um vörukaup ræðir. Komi nú
t. d. landbóncli og vilji selja kæfu, væri ekki
úr vegi, að hann undirritaði skírteini, þar sem
tekið væri fram, að lmnn selji ómengaða
sauðakjötskæfu, folaldakjötskæfu o. s. frv.
En kaupmenn munu vera alt of óvarkárir í
þessum efnum, ekki síst þegar um erlend
matvörukaup er að rœða. Þess vegna verða
kaupmenn jafnvel að selja varninginn eins
og hann er á sig kominn, og geta engri ábyrgð
komið á hlutaðeigandi vörusala, verða þar
af leiðandi oft fyrir fjárhagsiegu tjóni, og
þar við bætist vond samviska gagnvart við-
skiftavinum.
(Framh.)
Verslunarráö Islanös.
Skýrsla 1919.
Verslunarráðið hefir nýlega gefið út
skýrslu um starfsemi sína árið 1919, ásamt
yfirliti yfir fjárhag ráðsins, skrá yfir þátt-
takendur o. fl. I árslok 1918 voru þátttak-
endurnir 205, á árinu 1919 gengu úr 17 (1
dáinn, 5 hættu atvinnurekstri og 11 greiddu
eigi tillög sín), en 12 bættust við. í árslok
1919 voru þannig 200 þátttakendur, en síðari
hluta árs 1919 og nú í ársbyrjun 1920 hafa
bætst við 20 nýir, er teljast þátttakendur frá
1920. Af þátttakendum í á.rslok 1919 áttu
107 heima í Revkjavík og 93 úti um land.
Kosning 1920.
Kjörscðlar við kosning til verslunarráðs-
ins hafa nýlega verið sendir þátttakendum,