Verslunartíðindi - 01.06.1920, Qupperneq 19
VEKSLTJNARTIÐINDI
°g eig'a kjörseðlarnir að endursenclast kjör-
stjórn fyrir 1. október. Kosning fer fram á
tvehn fulltrúum. Þeir, sem úr gauga eftir
kjöraldri, eru: kaupmaður Carl Proppé og
konsúll Ólafur Johnson. Eft-ir sitja í ráðinu:
heildsali Garðar Gíslason. konsúll Jes Zim-
sen, kaupm. Jón Brynjólfsson, kaupm. J. L.
Jensen-Bjerg og skipamiðlari Gunnar Egil-
son. Enn fremur á að kjósa varafulltrúa og
endurskoðunarmenn. Fráfarandi varafulltrú-
ar eru: kaupm. Þórður Bjarnason og banka-
Gjóri L. Kaaber; fráfarandi endurskoðunar-
rnaður er kaupm. Pjetur Þ. J. Gunnarsson,
°g fráfarandi varaendurskoðunarmaðui bók-
sali Pjetur Halldórsson.
Yerslonin við önnur lönd árið Í917
Verslunarskýrslurnar fyrir árið 1917 eru
nú fullgerðar, en þar sem talsverðan tíma tek-
Ur að prenta þær og útkoma þeirra getur því
dregist nokkuð, hefur verið birtur útdráttur
ór þeim í maíblaði Ilagtíðinda. Samkvæmt
þessu yfirliti hefur verð aðfluttrar og út-
fluttrar vöru síðustu 5 árin verið sem lijer
segir: flflult Útflutt Samtals Útfl umfr. aQfl.
milj. kr milj. kr. m ij. kr. milj. kr.
1913 . . 16.7 19, 35.s 2,
1914 .. 18.! 20.8 38.9 9 7
1915 .. 26.3 39.G 65.9 13.4
1916 .. CO CO 40, 79.3 0,
1917 .. 43.5 29, 73, - -13,
Þar sem samgöngur við útlönd voru að
heita má engar allan fyrri hluta árs 1917, er
eðlilegt að dregið Iiu.fi úr verslunarviðskift-
l|num það ár. Að vísu hefr verðmagn aðfluttu
vörunnar hækkað úr 39.u milj. kr. 1916 upp í
43-5 milj. kr. 1917 eða um 11%, en þar sem
mikil verðhækkun átti sjer stað á þessum tíma
er bersýnilegt, að vörumagnið er miklu minna,
en árið á undan. En það sem í fljótu bragði
virðist mjög ískygg'ilegt er, að útflutta varan
• 69
hefir lækkað úr 40., milj. kr. 1916 niður í 29.7
milj. kr. 1917 og verslunarjöt’nuðurinn er svo
óhagstæður, að aðflutt vara nemur 13.s milj.
kr. meira en iitflutta varan 1917. Undanfarin
ár hefir útflutta varan ávalt numið meira en
sú aðflutta og 1915 nam mismunurinn 13.4
milj. kr. Það er kunnugt, að aðstaða vor hefur
farið síversnandi síðari árin vegna þess, að
afurðir vorar hafa eigi stígið líkt því í verði
sem aðfluttu vörurnar. Hinn mikli halli, sem
verður á árinu 1917 getur þó eigi stafað ein-
göngu af því, heldur aðallega af hiru, að
óvenju mikið af ársframleiðslunni hafi legið
hjer á landi við áramót og hafi fyrst verið
flutt út á árinu 1918 og að síldveiðin brást
1917. Samkvæmt upplýsingum sem hagstofan
hefir látið í t.je nam fiskútflutningurinn 1917
16 milj. kg. á 11 milj. kr., en 1916 var hann
30.5 milj. kg. á 17.4 milj kr. Af fiskiveiða-
skýrslunum sjest að aflinn 1917 hefir að eins
verið lítið eitt minni en 1916 og er því ber-
sýnilegt að mjög mikill fiskur hefur verið óút-
fluttur um áramót, líklega 8—10 milj. kg. og
um fram það, sem venjulegt var undanfarin
ár. Síldarútflutningurinn var lOmilj.kr.minni
en 1916 og ennfremur var idlar- og gæruút-
flutningurinn miklu minni, scm vafalaust
stafar af því, að mikið af þessum síðasttöldu
vörum hefur legið hjer um áramótin.
Alþjóða verslunarráð.
Fyrir nokkru kom fram á Bretlandi tillaga
um að stofna alþjóða verslunarráð, sem ætti
að starfa að því, að koma á samvinnu milli
verslunarstofnana allra lauda til þess að
vinna í þarfir verslunarinnar. Þessi hugmynd
er nú að nálgast veruleikann, þar sem nú er
verið að lialda undirbúningsfund í London og
mæta þar fulltrúar frá breskum og amerísk-
um nefndum til þess að ræða fyrirkomulag
slíks verslunarráðs. í Frakklandi, Ítalíu og