Verslunartíðindi - 01.06.1920, Síða 20
70
verslunartíðindi
Belgíu hafa einnig slíkar nfendir verið settar.
Eftir því sem ráða má af tillögum þeim,
sem komið hafa fram, verður fyrirkomulag
þessa alþjóða-verslunarráðs á þessa leið: Með-
limir geta allar verslunar-, f jármála- og iðnað-
arstofnanir orðið, svo framarlega sem ekki
er um atvinnufyrirtæki að ræða. Einnig ein-
stakir menn geta orðið meðlimir, en hafa þó
ekki atkvæðisrjett. Þessu alþjóða-verslunar-
máli stjórnar forseti og stjórnarnefnd. Stjórn-
arnefnd velur forsetann fyrir eitt ár í senn. í
stjórninni eru tveir menn frá liverju landi, og
eru þeir valdir til 2—3 ára af áðurnefndum
stofnunum í hverju landi, þar sem eru með-
limir verslunarráðsins.
Að minsta kosti einu sinni annaðhvert ár
heldur verslunarráðið aðalfund, sem er boð-
aður með 6 mánaða fyrirvara, og senda stofn-
anir hvers lands þangað fulltrúa sína, ekki
færri en 1 og ekki fleiri en 10 fyrir hverja
stofnuu. Einnig má bjóða stjórnum hinna
ýmsu landa á aðalfundinn, þó ekki meira en
þremur fulltrúum fyrir hvert land.
Auk stjórarnefndarinnar er einnig sett á
stofn „alþjóðleg aðaldeild". Er þar forstjóri
fyrir, sem sjer um daglegu störfin ásamt um-
sjónarráði. í þetta ráð hafa stofnanir hinna
ýmsu landa rjett til þess að velja einn meðlim.
Þessi meðlimur á svo að vekja athygli ráðs-
ins á þörfum og fyrirtækjum þess lands, sem
hann er fulltrúi fyrir. Að lokum á hvert land
að setja á stofn skrifstofu heima fyrir til þess
að Ijetta undir samvinnuna við alþjóðadeild-
ina. Arstillag meðlima verða 500 frankar og
uppsögn verður að vera með þriggja mánaða
fyrirvara.
Þetta eru í stuttu máli aðaldrættrinir í
fyrirkonmlagi alþjóðaverslunarráðsins, sem á
að vinna að því, að gera verslunarviðskift-
in greiðari á milli þjóðanna og mynda og
efla samvinnu á milli allra framkvæmdar-
stofnana hvervetna í heiminum.
Aöalfunöur
Eimskipafjelags íslands 1920.
Aðalfundur Eimskipafjelagsins var haldinn 26.
júní. Eormaður stjórnarinnar Sveinn Björnsson
hæstarjettarmálaflutningsmaður setti fuudinn og
var því næst kosinn fundarstjóri Eggert Briem
hæstarjettardómari og kvaddi hann til fundarskrif-
ara Yigfús Einarsson, stjórnarráðsfulltrúa. La
fyrir fundinum reikningur fjelagsins fyrir síðast-
liðiö ár, ásamt skýrslu stjómarinnar um hag fje-
lagsins og framkvæmdir á starfsárinu.
Arður af rekstri fjelgasins áriö 1919 hefir or'ð-
ið kr. 1211338, og er það yfir 100 þús kr meira
en árið á undan. Af rekstri Gullfoss var ágóðinn
kr. 537362 og af rekstri Lagarfoss kr. 641582. í
skýrslu stjórnarinnar er það tekið fram, að ferðir
skipanna hafi gengið mjög greiðlega — jafnvel
miklu greiðar en búast mátti við — og er það talin
aðalástæðan til þess, að árið bar svo glæsilegan
árangur fyrir hag fjelagsins. I árslok 1919 voru
eignir fjelagsins, samkvæmt efnahagsreikningn-
um, kr. 4.346.185, en skuldir (þar með talið hluta-
fje og varasjóður fjelgasins) kr. 3.024.238, og eru
þá eignir umfram skuldir kr. 1.321.947 Auk þess
var eftirlaunasjóður fjelagsins á þeim tíma kr.
104.668. Ef talið er frá skuldunum hlutafjeð og
varasjóður, verða skuldimar aðeins kr. 737.675, og
eru eignirnar þá rúmar 3.6 milj. kr. eða nokkuð
meira en hlutaf jeð tvöfalt. Auk þess verður að taka
tillit til, að eignamegin eru skipin bæði aðeins
bókfærð með 800 þús. kr., en þau munu nú vera
yfir 3 milj. kr. virði samtals. par sem aðrar eignir
fjelagsins eru einnig lágt bókfærðar, er fjárhagur-
fjelgasins hinn glæsilegasti.
Samkvæmt samþykt aðalfundar er varið 92,783
kr. til frádráttar af bókfærðu verði Gullfoss og
58.468 kr. til frádráttar af bókfærðu verði Lagar-
foss. I endurnýjunar- og varasjóð leggjast 450
þús. kr., stjórnendum greiðast 9 þús. kr. og endur-
skoðunarmönnuih 3 þús. kr., arður til hluthafa
(10%) 168 þús. kr., ágóðaþóknun útgerðarstjóra
20 þús. kr., í eftirlaunasjóð 75 þús. kr. og til næsta
árs yfirfærast 425.241 kr. og eru þar af ætlaðar
300 þús. kr. til viðgerðar á Lagarfoss Ennfremur
var samþykt að greiða endurskðounarmönnum