Verslunartíðindi - 01.07.1924, Blaðsíða 10
86
VERSLUNARTÍÐINDI
6. Hljóðfæri. 7. Gull-, eilfur- og litgreypt-
arvörur. 8. Gler-, postulín- og leirvörur.
9. Búðarútbúnaður og auglýsingatæki.
10. Smávörur, leikföng og heimilisiðnaður.
11. Veiði- og íþróttaáhöld. 12. Veiðar-
færi. 13. Ferðaáhöld. 14. Skófatnaður,
gúmmí og leðurvörur. 15. Iðnaðarvörur,
trjáviður, trjámauk og trjákvoða. 16 Bæk-
ur og pappírsvörur. 17. Húsgögn. 18. Bygg-
ingartæki og byggingarvörur. 19. Strá-
vörur. 20. Kemiskar vörur, sápur, litir,
olíur o. fl. 21. Skotfæri o. fl. 22. Mat-
vörur og sælgætisvörur ýmiskonar t. d.
garðávextir. 23. Niðursuðuvörur o. m. fl.
24. Fóðurtegundir ýmsar. 25. Norskar
uppgötvanir og einkaleyfl.
Mannmargt hefur verið á undanförnum
kaupstefnum i Kristjaníu. Má búast við
að svo verði enn, og því vissara fyrir þá,
er þangað ætla að sækja að útvega sjer í
tíma gistingu og annað það, er með þarf.
Veitir skrifstofa kaupstefnunnar allar nauð-
synlegar leiðbeiningar og liðsinni þar að
lútandi.
Kaupstefnan í Frankfurt.
Verslunartíðindi hafa ennfremur verið
beðin um að geta kaupstefnunnar, sem
á að halda í Frankfurt am Main 21.—27.
sept. þ. á. Kaupstefna þessi er haldin á
ári hverju og er talin sjálf mjög fjöl-
skrúðug, auk þess, sem bærinn hefur
margt aðlaðandi fyrir gesti sína.
Sýningarvörum er skift í eftirtalda 29
flokka:
1. Ýmiskonar vefnaðarvörur. 2. íþrótta-
vörur. 3. Skófatnaður, leður o fl. 4. Ýmis-
konar leðurvörur og ferðaáhöld. 5. Gull- og
silfurvörur og ýmsir skrautgripir. 6. Tó-
baksvörur. 7. Listiðnaður. 8. Bækur.
9. Byggingavörur o. fl. 10 Allskonar vjel-
ar. 11. Rafmagnstæki. 12. Ljóstæki.
13. Málmvörur o. fl. 14. Húsbúnaður og
eldhúsáhöld. 15. Gler- og postulínsvör-
ur. 16. Lækningatæki og gúmmívörur.
17. Sápur o. fl. hreinlætisvörur. 18. Efna-
fræðislegar vörur. 19. Burstar, sópar og
pentlar. 20. Skrifstofugögn o. fl. er að
verslun lýtur. 21. Pappírsvörur. 22. Um-
búðir. 23. Glysvarningur. 24. Leikföng.
25. Húsgögn. 26. Körfu- og tágaiðnaður.
27. Hljóðfæri og nótur. 28. Landbúnaðar-
verkfærí. 29. Vagnar o. fl. 1.
Á skrifstofu Verslunarráðsins má fá
fleiri upplýsingar viðvíkjandi þessari kaup-
stefnu.
Enski smjörmarkaðurinn.
Um mánaðamótin júlí og ágúst fjell
danska smjörverðið líttið eitt í Englandi,
en verð á öðrum smjörtegundum stóð
nokkurnveginn í stað. Birgðir verða ekki
miklar fyrirliggjandi fyr en um áramótin
þegar smjörútflutningur byrjar aftur frá
nýlendunum. Um sumarmánuðina er það
venjulega Danmörk og Síbería, sem senda
smjör að nokkru ráði til Englands, en út-
flutningur frá Síberíu er nokkuð óviss nú
sem stendur. Yfirleitt er nú hörgull á
góðu smjöri. Fyrir enskt smjör fæst nú
1 s. 9Va d. írskt smjör selst jafnóðum og
það kemur á markaðinn. Danskt smjör
þykir nokkuð dýrt og eftirspurnin því
ekki eins mikil; verðið nú 198—200 s.
Annars má gera ráð fyrir að markaður-
inn verði stöðugur og ekki ástæða til þess
að óttast verðfall. Frá Hollandi kemur
lítið af smjöri til Englands. Verðið á því
200—202 s, og er það svo hátt vegna
eftirspurnar frá Þýskalandi. Estneskt
smjör er ódýrara, 180—182., en af því
flyst lítið til Englands. Síberíusmjör kost-
ar 150—170 s. Frá Kanada hafa komið
nokkrar smjörsendingar, er verð á því
188—192 s., en hefur ekki gengíð vel út.
Argentískt smjör kostar 176—186 s.