Verslunartíðindi - 01.07.1924, Page 7
YBRSLUNARTlÐINDI
83
að Blíkar deilur sjeu í rauninni ótímabær-
ar og til æði lítils gagns. Samningurinn
er nú þegar fullgerður og verður ekki
riftað eða á neinn hátt breytt, að minsta
kosti að sinni til. Er því rjett að biða
emhverra framkvæmda og þá láta óánægj-
Una í ljósi, ef þess gerist þörf, sem von-
andi ekki verður.
Skýrsla landsímans 1923.
Land8ímaskýrslan fyrir árið 1923 er
fyrir nokkru komin út.
Á árinu hafa verið afgreidd samtals
193 718 gjaldskyld símskeyti og 379.476
viðtalsbil með tekjum fyrir landsímann,
er nema kr. 756.972.56 móti 185.638 gjald-
8kyldum símskeytum og 322.233 viðtals-
bilum með tekjum er námu kr. 877.998.47
árið 1922.
Gjaldskyld simskeyti innanlands voru
102.924 og gjaldið fyrir þau kr. 212.019.70
(1922, 96.451, kr. 226.987.15). Gjald-
skyld símskeyti til útlanda 48.879 og hluti
íslands af gjaldinu kr. 131.652.63 (486.16
166.529.93). Gjaldskyld símskeyti frá út-
löndum 41915 og ísl. hlutinn kr. 37.551.02
(405.71) 380.81 08).
Símtöl (viðtaMúl) 379.476 kr. 356.142,55
(322.223 436.967.10).
Tekjur bæjarsímans kr. 210.621.11, en
gjöldin kr. 215.708.15, þar af varið til
Qýlagninga kr. 158.993,38.
Tekjur landsímans samtals kr. 210.621.11
en gjöldin kr. 985.088.43.
Á árinu bættust við 13 stöðvar en 3
voru lagðar niður.
SaBstttniiir lil Brasi,
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið
befur sent Verslunartíðindunum skýrslu
utanríkisráðuneytisins með ýmsum leið-
beiningum viðvíkjandi saltflsksútflutningi
til Brasilíu. Þarf ýmsa nákvæmni og
vandvirkni við verkun þessa fiskjar, því
sje hann ekki þurkaður og útbúinn á
þann hátt, sem þar er krafist, má búast
við, að hann verði gerður upptækur af
heilbrigðismálastjórninni.
Saltfiskur, sem verkaður er fyrir Evrópu-
markað, getur tæplega komist óskemdur
til Brasilíu, og verður sjerstaklega að gæta
þess vandlega, að fískurinn sje nógu vel
þurkaður. Útiþurkun verður tæplega full-
nægjandi, heldur þarf húsþurkun eða önn-
ur hjálparmeðul, svo sem tíðkast í Noregi,
Englandi eða öðrum þeim löndum, er
senda saltfisk til Brasilíu. Ef nokkur raki
er á fiskinum, er hann talinn 2. flokks
vara, því þó hann hafi ekki skemst í flutn-
ingnum, má fljótlega búast við skemdum,
ef hann á að geymast eitthvað rakur í
heita loftslaginu í Brasilíu.
Mjög áríðandi er að umbúðirnar sjeu
vandaðar, því bæði er þá öruggara, að
varan komist óskemd og hefur í annan
stað betri áhrif á kaupandann. Ennfrem-
ur eru góðir kassar talsverðs virði fyrir
kaupanda, en miður vandaðir seljast ekki.
Úflönd.
Danmörk.
Sendiherra Dana hefur sent Verslunar-
tíðindum yflrlit yfir fjármál og atvinnu-
mál Dana í júnímánuði og fer það hjer á
eftir.
Danska krónan breyttist lítið í júnímán-
uði og var dollarinn að meðaltali 5 kr.
96 aurar og sterlingspundið 25 kr. 73 aur.
(í maí kr. 5.91 og 25.74). Síðustu dagana í
mánuðinum kom nokkur breyting á pen-
ingamarkaðinn og hækkaði dollarinn 1. júlí