Verslunartíðindi - 01.04.1925, Page 5

Verslunartíðindi - 01.04.1925, Page 5
VERSLUNARTÍÐINDI 35 8. gr. Vanræki einhver að gefa þær 8kýrslur, sem um ræðir í lögum þessum, varðar það sektum, frá 10 til 50 krónum á dag, frá þeim degi að telja, er skýrsla akal síða8t gefin. 9. gr. Fiskifjelag fslands sjer fyrir eyðu- blöðum til skýrslusafnana, hlutaðeigendum að kostnaðarlausu. 10. gr. Með brot á lögum þessum skal fara sem alinenn lögreglumál. 11. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar. Verslunarskólinn. Skólanum var sagt upp 1. maí s. 1. eins og venja er til. 84 stunduðu þar nám í vetur, 18 í efstu deild, sem allir luku burt- fararprófi, 32 í 1. deild og 34 I kvöld- deildunum. Þessir nemendur luku burtfararprófi: Amalía S. Jónsdóttir, Reykjavík. Anna Jónsdóttir, Stokkseyri. Ágúst S. Böðvarsson, Rafnseyri, Dýra- firði. Björn G. Björnsson, Borgarnesi. Einar Þorsteinsson, Reykjavik. Helgi R. Magnússon, Eskifirði. Klara I. Jónasdóttir, Vatnsdal, Skagafirði. Magnea Kristjánsdóttir, Reykjavík. Oddrún Ölafsdóttir, Reykjavik. Ólafur Fr. Sigurðsson frá Akranesi. Olgeir Jónsson, Skjaldfönn, ísafjarðar- sýslu. Páll Þórðarson, Reykjavík. Pjetur Kristjánsson, Reykjavík. Ragnar Kristinsson, Reykjavik. Soffía E. Sigurðardóttir, Bíldudai. Steingrímur Jónatansson, Reykjavík. Vilhjálmur Björnsson, Njarðvíkum. Þorkell Sveinsson, Leirvogstungu. Einn nemanda hlaut ágætiseinkunn: Helgi R. Magnússon frá Eskifirði. Námstími dagskólans hefur nú verið lengdur um einn vetur, svo skólinn verð- ur framvegis 3ja ára skóli. Starfaði 1. deild eftir nýja fyrirkomulaginu síðastlið- inn vetur, en þeir sem útskrifuðust, voru þeir síðustu, sem stunduðu nám samkvæmt eldri reglugjörð skólans. Að vori verður því ekkert burtfararpróf haldið. Inntökuskilyrðin í fyrstu deild eru þau sömu og þau voru áður: 1. Að þekkja orðflokkana og reglulegar beygingar í íslensku. 2. Að hafa lesið í dönsku einhverja lestrarbókina: Jóns Þórarinssonar eða Þorleifs og Bjarna eða Steingríms eða Jóns Ófeigssonar. 3. Að hafa lesið 50 fyrstu kaflana í Geirsbók eða sem þvi svarar í öðru. í öllum málunum er heimtað að nem- andi þekki orðflokka, beygingar og kennimyndir (og kyn). 4. Að kunna 4 höfuðgreinar (samlagn- ing, frádrátt margföldun og deiling) i heilum tölum og brotum (og tuga- brotum). 5. Gott siðferði. 6. 16 ára aldur. í 1. deild eru kend: íslenska, danska, enska, þýska, bókfærsla, reikningur, landa- fræði, islandssaga og skrift. Kensla i öðr- um verslunarfögum svo sem verslunarlög- gjöf, þjóðmegunarfræði, vjelritun og álags- reikningi hefst því ekki fyr en í 2. deild. Innflutningshöftin. Stjórnarráðið hefur nú auglýst að inn- flutningshöftin sjeu úr gildi numin frá 1. júni þ. á., en jafnframt hefur það látið þess getið, að engin innflutningsleyfi fáist til þess tíma.

x

Verslunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.