Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 25.11.1974, Blaðsíða 5

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 25.11.1974, Blaðsíða 5
5. ársfjórðungi þessa árs, einkum vegna verðlagsáhrifa kjarasamninganna, en á þriðja ársfjórðungi dró talsvert úr verðhækkunum, bæði vegna áhrifa niðurgreiðsluaukningarinnar í maí og þar sem verðhækkanir af völdum kjarasamninganna höfðu að verulegu leyti þegar komið fram á öðrum ársfjórðungi. Á síðasta fjórðungi þessa árs hefur á ný hert á verðbólguvextinum eftir því sem verðlagsáhrif gengisfellingar- innar í ágústmánuði og skattbreytinganna í september hafa komið fram, en búizt er við, að strax á fyrsta ársfjórðungi næsta árs dragi aftur verulega úr verðbólguhraðanum. Fyrrgreindar áætlanir um breytingar tekna og verðlags fela í sér, að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna aukist um 8% að meðaltali á þessu ári á mælikvarða vísitölu vöru og þjónustu, en á sama tíma er spáð minnkun þjóðartekna um 1/2-1%. Þróun peningamála. Það sem af er þessu ári hefur dregið talsvert úr hinni afar miklu peningaþenslu, sem ríkti á sl. ári. Handbært fé, þ.e. peningamagn og sparifé, jókst um 21 1/2% á tímabilinu frá september- lokum 1973 til jafnlengdar þessa árs samanborið við 35% aukningu fyrir árið 1973. Hjöðnun peningaþenslunnar kemur þó enn skýrar fram £ þróun peningamagns í umferð, en ársaukning peningamagns í septemberlok 1974 nam 21,7% samanborið við 46% aukningu árið 197 3 . Hin mikla rýrnun gjaldeyrisstöðunnar á þessu ári er megin- ástæða þess, að dregið hefur úr peningaþenslu, þar sem í ár hefur gætt enn meiri útlánaaukningar en á sl. ári. Þannig jukust útlán innlánsstofnana um 46% á tímabilinu frá septemberlokum 1973 til septemberloka 1974 samanborið við um 33% aukningu á árinu 1973. Útlánaþenslan á þessu ári hefur valdið mikilli rýrnun lausafjár- stöðu bankanna, en lausafjárstaðan batnaði heldur á árinu 1973.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.