Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 25.11.1974, Síða 4

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 25.11.1974, Síða 4
4 . október í ár voru að meðaltali 349 skráðir atvinnulausir á öllu landinu, sem er svipuð tala og x fyrra (306), og að öðru leyti hefur ekki orðið breyting á. Þannig er skráð atvinnuleysi áfram bundið við mjög fáa staði, þar sem atvinnuhættir eru þannig, að nokkurt hlé getur orðið í rekstri þeirra atvinnufyrirtækja, sem miklu ráða um atvinnuástand á hverjum stað. Lausleg könnun meðal stærstu verktakafyrirtækja í Reykjavík og á Akureyri bendir til þess, að vinnuaflsþörf í byggingarstarf- semi sé nú fullnægt gagnstætt því sem var á sama tíma í fyrra, en hins vegar gera fyrirtækin ekki ráð fyrir að þurfa að fækka starfs- liði á næstunni. Nokkuð virðist hafa dregið úr athafnasemi við íbúðabyggingar í upphafi vetrar, einkum við byrjanir. En þótt nokkuð hafi slaknað á byrjunum síðari hluta þessa árs, hefur undangengin misseri verið hafin smíði miklu fleiri íbúða en svo, að byggingariðnaðurinn geti annað lúkningu þeirra með venjulegum hraða. Ibúðir í smíðum eru því óvenjulega margar nú, og verkefni byggingariðnaðarins við íbúðabyggingar því yfrið nóg, þótt byrjunum kunni að fækka um sinn. Fyrir árið 1974 er áætlað, að kauptaxtar launþega hækki að meðaltali um 47% frá fyrra ári. Hinn.l. nóv. sl. höfðu kaup- taxtar hækkað um 37-38% frá áramótum. A þessu tímabili hafa kaup- taxtar verkamanna hækkað um nálægt 39% að meðaltali, kauptaxtar iðnaðarmanna um 41% og kauptaxtar opinberra starfsmanna sennilega um 33%. Eru þá meðtalin áhrif launajöfnunarbótanna frá l.okt. sl.. Aætlað er, að heildaratvinnutekjur einstaklinga að meðtalinni fjölgun fólks í vinnu aukist um 52% á þessu ári eða nokkru meira en sem nemur hækkun kauptaxta, einkum vegna aukinnar yfirvinnu og launaskriðs. Brúttótekjur einstaklinga eru taldar aukast um 50% á. árinu, en aukning ráðstöfuriartekna heimilanna er áætluð 53 1/2%, og kemur hér fram sú lækkun beinna skatta, sem fólst x skatt- kerfisbreytingunni í marz sl.. Nú er áætlað, að verðlag á vörum og þjónustu verði að meðal- tali um 42-43% hærra á árinu 1974 en 1973, en frá 1. nóvember 1973 til 1. nóvember sl. hækkaði vísitala vöru og þjónustu (A-liður framfærsluvísitölu) um 51%. Er vísitalan nú um 16% hærri en hún verður að meðaltali á árinu 1974. Verðlag hækkaði mjög á öðrum

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.