Verslunartíðindi - 01.12.1937, Qupperneq 8
96
VERSLUN ARTÍÐINDI
Samkvæmt lögum um samþykt ríkisreikn-
ingsius fyrir árið 1935 hefir hallinn það ár
numið kr. 67,966,64, og er það tæpum 32 þús.
kr. minna en áætlað var.
Viðbótin, sem samþykkt var sem fjárauka-
lög fyrir 1935 niam kr. 2,635,128,72, og fjár-
aukalög fyrir 1936 námu kr. 90,845,45.
Ai tekjuöflunarlögum frá þessu J)ingi má
nefna:
Lög um bráðabirgfíatekjuöflun ríkissjófís
og jöfnúnarsjóðs bœjar- og sveiJarfjelaga.
Er þar fyrst og fremst breyting á tekju-
skattsstiganum frá 1935, og er þar um all-
verulega hækkun iað ræða.
Þá eru ný ákvæði um fjelög og stofnanir,
sem skattskyld eru eftir lögum nr. 6 frá 9.
jan. 1935
Skulu hlutafjelög, og önnur fjelög með
takmarkaðri ábyrgö, ennfrenmr önnur fjelög,
sjóðir og stofnanir, sem ekki eru sjerstaklega
undanþegnir skattgjaldi, aldrei greið.a, lægri
skatt en 5% af skattskyldum tekjum. Gagn-
kvæm ábyrgðarfjelög, Ina.upfjelög, smjörbú,
sláturfjelög o.fl., skidu greiða 10%, ef skatt-
skyldar tekjur þeirra nema 7000 kr. eða þar
vfir.
í 3 gr. lagiainna- er ákvæði um að innlieimta
á árinu 1938 gjald til ríkissjóðs af ýmsum
innfluttum vörum, og skal greiða það af inn-
kaupsverði varanna, kominna um borð í skip,
sem á að flytja þær hingað. Er í greininni
upptalning á vörunum og þess jafnframt get-
ið með hve háum hundraðshlut af vöruverð-
inu þær eiga að stimpliast.
4. gr. ákveður 8 aura innflutningsgjald pi.
lítra á bensíni, og er }>að helmingshækkun
frá því, sem áður var, en sú tekjuaukning á
,aö ganga til vegabóta.
Þá segir loks í 5. gr., að innheimta skuli
með 11% viðauka þau ríkisgjöld, sem falla í
gjialddaga á árinu, aðeins með fáum undan-
tekningum.
Þá eru lög um heimild fyrir ríkisstjófwina
til aS innJwknta ýms gjöld 1938 meS viðauka.
Eftir þessum lögum er xúkisstjórninni
heimilt að innlieimta eignarskatt, álagðan
1938, með 10% viöauka. Með 25% má hún
'einnig innhe'imta vitagjöld og ýmsar auka-
tekjur ríkissjóðs, stimpilgjöld og verðtoll ,af
ýmsum vörum.
Lög um bráðabirgðabreyting nokkurra
laga, er ný lagaframlenging, sem nú má orð-
ið heita, fastur, óbreyttur liður. Er þetta, frest-
un á ýmsum framkvæmdum, sem mundu hafa
xitgjöld í för með sj'er fyrir ríkissjóðiun.
En þrátt fyrir Stórfellda hækkun á fjárlög-
unum sjálfum, og þrátt fyrir Jxessa miklu
skattaálagningu í ýmsum mvndum, sem hjer
hefir verið minnst á, var fjárhagur ríkissjóðs
tal'inn svo bágborinn, að lög um lántöku fyrir
ríkissjóö voru samþykt, þar sem ríkisstjóm-
inni er heimilað lað taka handa ríkissjóði, alt
að 3 m'iljónum íslenskra króna, enda verði
lánið tekið innanlands.
Um tollheimtu og tollaeftirlit
er alllangur lagabálkur í 6 köflum.
1. kaflinn er um tollstjórnina og eru
þar litlar breytingar frá því, sem áður
var í eldri lagaákvæðum.
2. kaflinn er um tolleftirlitið, og eru
þar m.jög nákvæmlega reglur gefnar fyr-
ir tolleftirlitsmenn, hve víðtækt vald
þeir hafa o. s. frv.
3. kaflinn er um innfluttar vörur, og
er þar auk ákvæðanna um ven.julegar
innflutningsvörur, tekið fram að allir, er
hafa meðferðis vörur eða farangur, sem
ekki er nauðsynlegt að skráður sje á
farmskrá eða vöruskrá, skuli ótilkvaddir
framvísa slíkum vörum eða farangri fyr-
ir tolleftirlitsmönnum.
4. kaflinn er um útflutningsvörur, og
eru þar ákvæði um skýrslur og vottorð,
sem þeim þurfa að fylgja.
5. og 6. kaflinn er um brot á þessum
lögum og eru refsingar fyrir slík brot
mun harðari en var í hinum fyrri toll-
lögum.
Rúmsins vegna er ekki hægt að fara