Verslunartíðindi - 01.12.1937, Side 11

Verslunartíðindi - 01.12.1937, Side 11
VERSLUNARTÍÐINDI 99 verði úr gildi feld, og ný reglugjörð gefin út, þar sem meðal annars öll- um kaupmönnum, smásölum sem heildsölum sjeu tvímælalaust trygð sömu rjettindi til innflutnings og pöntunar- og kaupfjelögum, og rjett- ur þeirra neytenda sem kjósa að skifta við kaupmannaverslanir, sje viðurkendur til jafns við rjett ann- ara neytenda. 3. Að leggja fyrir Gjaldeyris- og inn- flutningsnefnd, að hún birti þegar í byrjun hvers árs áætlun yfir inn- flutning þann, sem veita á á árinu, og að hafa áætlun þessa svo greini- lega, að hver innflytjandi geti sjálf- ur sjeð, hve mikinn innflutning hann á að fá á því tímabili, sem áætlunin nær yfir, samkvæmt reglum nefnd- arinnar um úthlutun. 4. Að framvegis verði engin leyfi veitt til einstaklinga, sem engan verslun- arrekstur hafa. 5. Að betra eftirlit sje haft með því, en hingað til hefir verið, áð vörur sem leyfðar eru til iðnaðar, sjeu í raun og veru notaðar til hans, en ekki seldar óunnar, sem verslunarvara. Að þess sje vandlega gætt, að á inn- flutningsleyfi, sem hljóða á hráefni til iðnaðar, sje ekki hægt að flytja inn nálega eða alveg fullunnar vör- ur. Ennfremur að hert sje á lögreglu eftirliti og þess sje gætt, að á milli landaskipunum sjeu ekki hafðar á boðstólum vörur, meðan þau liggja í höfn. 6. Að hlutast verði til um, að innflutn- ingsleyfin verði veitt með góðum fyr- irvara, og að minsta kosti ekki síðar en viðkomandi úthlutnartímabil byrj- ar. Ennfremur að fyrirspurnum og umsóknum til Gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar sje jafnan svarað fljótt og greiðlega. 7. Að veita heimild til, að Verslunar- ráð íslands og Samband íslenskra samvinnufjelaga skipi trúnaðarmenn, er taki við og athugi kærur, er fram kunna að koma frá innflytjendum út af úthlutun innflutningsleyfa, enda veitist þessum trúnaðarmönn- um aðgangur að öllum gögnum og upplýsingum Gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndar varðandi úthlutunina. 8. Að hlutast til um, að úthlutun bank- anna á gjaldeyri til greiðslu á and- virði innfluttra vara verði á hverjum tíma í sem rjettustum hlutföllum við úthlutun innflutningsleyfa, þannig, að jafnt gangi yfir alla þá innflytj- endur, sem leyfi hafa fengið. A undanförnum árum hefir ríkt megn óánægja meðal kaupmanna út af fram- kvæmd gjaldeyris- og innflutningshaft- anna. Því hef'ir og ranglega verið hald- ið fram af þeim, sem helst hafa gengið fram fyrir skjöldu og varið það ófremd- arástand, sem ríkt hefir í gjaldeyrismál- um þjóðarinnar, að kaupmenn ljetu sjer nægja að deila á höftin, en segðu hins- vegar ekki, hvaða endurbóta þeir krefð- ust. Það hefði því mátt ætla, að áður- greindri þingsályktunartillögu hefði ver- ið tekið með fullum skilningi af þeim, sem þakka sjer höftin og ágæti þeirra. Svo var þó ekki, því að svo einkennilega vildi til, aS tilíagan fekkst ekki rædd á hinu virðulega Alþingi, og það þótt hún kæmi fram snemma á þinginu. Gef- ur þetta góða hugmynd um það, hver hugur hefir fylgt máli, þegar haftapost- ularnir hafa mælst undan rjettmætum ádeilum af hálfu kaupmanna, en í þess stað æskt eftir rökstuddum tillögum þeirra í þessum málum. Þó að kröfur kaupmanna fengjust ekki ræddar að þessu sinni, er málið ekki úr sögunni. Tillagan verður borin fram aft- ur á næsta Alþingi.

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.