Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Sérfræðingur í
markaðsviðskiptum
• Miðlun verðbréfa
• Samskipti við fagfjárfesta
• Greining fjármálamarkaða
• Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði
eða fjármálatengdum fögum
• Brennandi áhugi á fjármálamarkaði
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
• Framúrskarandi færni í framsetningu og úrvinnslu flókinna gagna
• Gott vald á íslensku og ensku
• Frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum
Öll reynsla af fjármálamarkaði er kostur en þó ekki nauðsyn.
Við hvetjum því nýútskrifaða einstaklinga til að sækja
um ef þeir uppfylla tilgreind skilyrði og eru reiðubúnir að
leggja hart að sér.
Arctica Finance er framsækið félag sem byggir þjónustu sína á ráðgjöf til fagfjárfesta og annarra fjársterkra aðila á þremur sviðum:
Eignastýringu, Fyrirtækjaráðgjöf og Markaðsviðskiptum. Starfsfólk Arctica Finance býr að víðtækri og áralangri reynslu af ráðgjöf
á fjármálamarkaði. Áhersla er lögð á að byggja upp traust samband við viðskiptavini, með fagmennsku og trúverðugleika í fyrirrúmi.
Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2018.
Umsóknum ásamt staðfestingu á námsárangri skal skilað til Agnars Hanssonar, forstöðumanns Markaðsviðskipta,
með því að senda tölvupóst á póstfangið: agnar@arctica.is
www.arctica.is | Höfðatorgi, 15. hæð | 105 Rvk. | S. 513 3300
Arctica Finance leitar að verðbréfamiðlara
Verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
VIÐ MAT Á HÆFI UMSÆKJENDA LÍTUR VALNEFNDIN
MEÐAL ANNARS TIL EFTIRFARANDI ATRIÐA:
• Yfirgripsmikil reynsla af starfsemi fjármálafyrirtækja.
• Reynsla af alþjóðlegum fjármálamarkaði.
• Traust og gott orðspor.
• Leiðtogahæfileikar.
• Sérþekking á sviði áhættustefnu
s.s. markaðs- og lánsáhættu.
• Reynsla af stjórnun, rekstri og stefnumótun.
• Fjárhagslegt sjálfstæði, reynsla og þekking eða nám
sem nýtist í starfi.
UMSÆKJENDUR ÞURFA JAFNFRAMT AÐ
UPPFYLLA EFTIRFARANDI SKILYRÐI:
• Vera lögráða og hafa ekki á síðustu fimm árum
verið úrskurðaðir gjaldþrota.
• Hafa ekki í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm
á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað.
• Uppfylla kröfur um óhæði, þ.e. þeim er ekki heimilt
að vera starfsmenn eða stjórnarmenn hjá þeim sem
fara með yfirráð yfir öðrum viðskiptabönkum eða
sparisjóðum, eru ekki starfsmenn eða stjórnarmenn
hjá öðrum viðskiptabönkum og sparisjóðum eða
dótturfélögum þeirra, eru ekki makar stjórnarmanna
eða framkvæmdastjóra framangreindra aðila eða skyldir
þeim í beinan legg eða fyrsta legg til hliðar. Það sama
gildir ef viðkomandi sinnir reglubundið hagsmunagæslu
eða ráðgjafastörfum fyrir framangreinda aðila eða hefur
meirihluta tekna sinna af viðskiptum við þá. Stjórnarmenn
og starfsmenn fjármálafyrirtækis mega ekki eiga sæti í
stjórnum annars eftirlitsskylds aðila eða aðila sem eru í
nánum tengslum við hann.
Bankasýslan fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum samkvæmt lögum nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins.
Fer stofnunin með 100% eignarhlut í Íslandsbanka hf., 98,2% eignarhlut í Landsbankanum hf. og 49,5% eignarhlut í
Sparisjóði Austurlands hf.
Stjórn Bankasýslu ríkisins skipar sérstaka valnefnd, sbr. 7. gr. laga nr. 88/2009, sem tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins í stjórnir
fjármálafyrirtækja. Bankasýsla ríkisins óskar formlega eftir tilnefningum valnefndar um stjórnarmenn fyrir stjórnarkjör í
hlutaðeigandi fjármálafyrirtækjum.
Samkvæmt ákvæði 7. gr. laga nr. 88/2009 styðst valnefnd við starfsreglur við mat á hæfni, menntun og reynslu einstaklinga sem til
greina koma til setu í stjórnum fjármálafyrirtækja fyrir hönd ríkisins. Starfsreglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Bankasýslu ríkisins.
Við val á einstaklingum sem tilnefndir eru í stjórnir fjármálafyrirtækja tekur valnefndin mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu við-
komandi í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfsháttum fjármálafyrirtækja. Nefndin leitast við að það sitji sem næst jafnmargar
konur og karlar í stjórnum fjármálafyrirtækja. Þá er jafnframt miðað að því að þekking og reynsla stjórnarmanna sé fjölbreytt.
Ennfremur er vakin athygli á 29 gr. a. laga nr. 161/2002 um
fjármálafyrirtæki sem varðar mögulega hagsmunaárekstra í
tengslum við lánveitingar.
Stjórnarmenn fjármálafyrirtækja þurfa að gangast undir og
standast hæfismat Fjármálaeftirlitsins.
Bankasýsla ríkisins leitar að einstaklingum
til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum.
Bankasýsla ríkisins er sérstök
ríkisstofnun með sjálfstæða
stjórn sem heyrir undir
fjármála- og efnahagsráðherra
og fer með eignarhluti ríkisins í
fjármálafyrirtækjum í samræmi
við lög, góða stjórnsýslu- og
viðskiptahætti og eigendastefnu
ríkisins á hverjum tíma.
Áhugasamir einstaklingar sem telja
sig uppfylla framangreind skilyrði eru
hvattir til að senda ferilskrár ásamt
upplýsingum um ofangreind atriði til
valnefndar Bankasýslu ríkisins á netfangið
valnefnd@bankasysla.is. Óskað er eftir
að ferilskrár og umbeðnar upplýsingar
berist eigi síðar en 16. júní nk. Þeir
einstaklingar, sem sent hafa ferilsskrár sínar
eða boðið sig fram til stjórnarsetu með
öðrum hætti fyrir 1. janúar 2018, eru beðnir
um að endurnýja áhuga sinn með pósti til
valnefndar ef þeir gefa áfram kost á sér til
setu í stjórnum fjármálafyrirtækja.
Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson,
forstjóri Bankasýslu ríkisins, sími 550-1700.