Morgunblaðið - 02.06.2018, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Helstu verkefni:
• Starfsmaður Loftslagsráðs sem felur í sér umsjón og
framfylgd verkefna undir stjórn formanns ráðsins
• Umsjón með framfylgd aðgerðaáætlunar í
loftslagsmálum
• Önnur verkefni á sviði loftslagsmála
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Mastersgráða eða sambærileg háskólagráða, sem
nýtist í starfi
• Þekking á sviði loftslagsmála
• Reynsla og þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu er
kostur
Færni og aðrir eiginleikar:
• Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
• Færni í mótun stefnu, lausna og hugmynda
• Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og geta til
að vinna undir álagi
• Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku
Um fullt starf er að ræða. Upphaf ráðningar er samkvæmt samkomulagi en æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Laun eru
samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Umsóknarfrestur er til og með 18. júní næstkomandi.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,
Skuggasundi 1, 101 Reykjavík eða rafrænt á postur@uar.is. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um
starfið veitir Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri hafs, vatns og loftslags, netfang hugi.olafsson@uar.is.
Staða sérfræðings á sviði loftslagsmála er laus til umsóknar í umhverfis- og
auðlindaráðuneytinu. Viðkomandi er einnig starfsmaður Loftslagsráðs.
Starfsmaður
Loftslagsráðs/sérfræðingur
á sviði loftslagsmála
Hefur þú
100% ástríðu
fyrir markaðsmálum og rannsóknum?
TIL AÐ VERA VISS
Gallup leitar að öflugum liðsmanni.
Starfssvið
• Öflun nýrra viðskiptavina og verkefna
• Þjónusta og samskipti við viðskiptavini
• Hönnun rannsókna og verkefnastjórnun
• Kynning og túlkun niðurstaðna og
önnur eftirfylgni
• Þróun rannsóknaraðferða og mælitækja
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfinu
• Reynsla / þekking á sviði rannsókna
• Reynsla / þekking á sviði markaðsmála
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
Viðkomandi þarf einnig að
• Hafa mikla þjónustulund
• Eiga gott með að vinna sjálfstætt
og með öðrum
• Eiga auðvelt með að tala fyrir
framan hóp
• Vera metnaðarfull(ur)
• Búa yfir miklu frumkvæði
Í boði er spennandi starf við að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á sviði markaðs- og viðhorfsrannsókna.
Umsóknarfrestur er til og með 11. júní 2018
Umsókn ásamt kynningarbréfi og ferilskrá skal senda á Ragnheiði Dagsdóttur
hjá Capacent ráðningum, ragnheidur.dagsdottir@capacent.is
Gallup er stærsta rannsóknarfyrirtæki landsins og starfar m.a.
á sviði markaðs-, ímyndar-, þjónustu-, starfsmanna- og kjaramála.