Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 2
Mjólkurbikar kvenna 16-liða úrslit: Fjarðab/Höttur/Leikn. – Grindavík......0:4 Rio Hardy 37., 43., 87., víti, Steinunn Lilja Jóhannesdóttir (sjálfsmark) 59. Þessum leikjum var ekki lokið þegar Morg- unblaðið fór í prentun í gærkvöld. Staðan eins og hún var í svigum: Selfoss – Fjölnir..................................... (4:0) KR – Breiðablik ..................................... (0:1) Inkasso-deild kvenna ÍA – Þróttur R........................................ (0:2) Vináttulandsleikir karla Ástralía – Tékkland.................................. 4:0 Suður-Kórea – Bosnía.............................. 1:3 Malta – Georgía ........................................ 0:1 Túnis – Tyrkland ...................................... 2:2 Frakkland – Ítalía .................................... 3:1 KNATTSPYRNA Eitt ogannað  Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru báðar úr leik á Jabra Ladies Open mótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Guðrún Brá lék í dag á 79 höggum eða á átta höggum yfir pari en hún var á meðal efstu kylfinga eftir fyrsta dag- inn. Guðrún Brá lauk keppni á sjö höggum yfir pari og endaði hún í 67.- 79. sæti Valdís Þóra lék hringinn í gær á 70 höggum eða á einu höggi undir pari. Henni tókst hins vegar ekki vel upp á fyrsta hringnum sem hún lék á 78 höggum eða á sjö höggum yfir pari. Valdís endaði í 57.-67. sæti.  Grétar Snær Gunnarsson, knattspyrnumaður úr FH, er farinn sem lánsmaður til færeyska liðsins HB frá Þórshöfn en þjálfari þar er Heimir Guð- jónsson, fyrrver- andi þjálfari FH. Grétar er 21 árs og hefur verið í 21-árs landsliði Íslands. Hann lék með HK sem lánsmaður á síðasta ári en hefur ekki fengið tæki- færi með FH-ingum það sem af er þessu tímabili. HB, sem er einnig með Brynjar Hlöðversson, fyrrverandi fyr- irliða Leiknis í Reykjavík, í sínum röð- um er með fimm stiga forystu á toppi færeysku úrvalsdeildarinnar. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 VALUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það er mjög erfitt að yfirgefa þá fjöl- skyldu sem er í Vestmannaeyjum og liðið sem ég var orðinn ástfanginn af en af persónulegum ástæðum sem ég vil ekki fara nánar út í þarf ég að flytja til Reykjavíkur,“ sagði Róbert Aron Hostert handknattleiksmaður í gær eftir að hann skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Róbert Aron varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari með ÍBV sem hann hef- ur leikið með tvö síðustu keppnistímabil auk leiktíðarinnar 2013/2014 og varð þá einnig Íslandsmeistari með ÍBV. Frá 2014 til 2016 var Róbert Aron í her- búðum Mors-Thy í Danmörku en hann lék upp yngri flokka með Fram og var í Íslandsmeistaraliði Fram vorið 2013. „Ákvörðunin var erfið en hún var óhjákvæmileg,“ sagði Róbert Aron um brottför sína frá ÍBV. Róbert Aron var einn þriggja leikmanna sem komu til liðs við Val í gær. Hinir eru Agnar Smári Jónsson sem einnig varð Ís- landsmeistari á dögunum með Val og markvörðurinn Daníel Freyr Andrés- son. Sá síðarnefndi hefur síðustu tvö ár leikið með Ricoh í Svíþjóð og tvö ár áð- ur með SönderjyskE í Danmörku. Daníel Freyr lék árum saman með FH og var m.a. í Íslandsmeistaraliði félags- ins fyrir sjö árum og silfurliðinu árið eftir. Fylgir föður sínum í Val Róbert segir sér strax hafa litist vel á þegar forráðamenn Vals könnuðu hug hans hvort til greina kæmi að hann gengi til liðs við Hlíðarendaliðið. „Mér leist strax vel á þjálfarateymi Vals og þá aðstöðu sem félagið hefur upp á að bjóða. Einnig er leikmannahópur Vals mjög góður. Þess utan þá er faðir minn mikill Valsari. Hann verður örugglega mjög ánægður,“ sagði Róbert Aron. „Þess utan þá hef ég gott af því að skipta um umhverfi og takast á við áskorun á nýjum stað. Það getur verið gott að spreyta sig með nýju liði, prófa sem mest af þeim tækifærum sem bjóð- ast í lífinu. Hjá Val virðast líka góðir hlutir vera að gerast. Sagan kennir manni að Valur er með á fullu í þeim greinum sem félagið tekur þátt í. Valur er með til þess að ná árangri, reyndar eins og mitt fyrra félag ÍBV. Og maður hrífst vissulega með því að í þessu um- hverfi er að finna allt til alls til þess að ná árangri,“ sagði Róbert Aron, sem viðurkennir þó að það muni örugglega taka sinn tíma að venjast því að leika í rauða Valsbúningnum. Róbert Aron viðurkennir að innst inni sé Fram-strengur eftir að hafa alist upp hjá Safamýrarliðinu. Hins vegar séu liðin fimm ár síðan hann lék síðast með Fram og síðan hafi hann leikið með ÍBV og eins í Danmörku um tveggja ára skeið. Alltaf hafi verið rígur á milli Fram og Vals. „Það getur vel verið að þessi skipti mín leggist ekkert vel í ein- hverja Framara. En svona er sportið orðið. Maður verður bara að velja hvar maður telur hagsmunum sínum best borgið hverju sinni. Það var óhjá- kvæmilegt af persónulegum ástæðum að flytja til Reykjavíkur og þá varð ég að leika annarstaðar og þetta boð frá Val kom upp. Ég er ekki fyrsti maður- inn sem skiptir um félag. Eigum við ekki bara að segja að pabbi hafi fengið að ráða þessu,“ sagði Róbert Aron handknattleiksmaður, sonur Grétars Arnar Hostert Valsmanns, í samtali við Morgunblaðið í gær. Anton og Guðlaugur framlengdu Auk þriggja nýrra leikmann skrifaði Anton Rúnarsson undir nýjan þriggja ára samning við Val og Guðlaugur Arn- arsson, annar þjálfari karlaliðsins, framlengdi sinn samning um tvö ár. Guðlaugur mun því áfram starfa við hlið Snorra Steins Guðjónsson eins og á síðasta keppnistímabili. Erfið ákvörð- un en óhjá- kvæmileg Morgunblaðið/Ívar Valur Agnar Smári Jónsson, Anton Rúnarsson, sem framlengdi samning sinn til þriggja ára, og Róbert Aron Hostert. Agnar og Róbert koma frá ÍBV.  Valur krækti í þrjá menn á einu bretti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér ekki á strik á öðrum hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi á Shoal Creek í Alabama í gær og flest benti til þess þegar Morgun- blaðið fór í prentun að hún kæmist ekki í gegnum niður- skurðinn. Ólafía lék hringinn í gær á 77 höggum eða á fimm höggum yfir pari og var í 95.-110. sæti þegar nokkrir kylfingar áttu eftir að ljúka keppni. Eins og staðan var þegar Morgunblaðið fór í prentun var miðað við að niðurskurðurinn væri við þrjú högg yfir par svo möguleikar Ólafíu á að spila tvo síðustu dagana virtust afar litlir. Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn í fyrradag á 72 höggum eða á pari vallarins og var í 25.-35. sæti. En hlutirnir gengu ekki upp hjá henni í gær. Hún fékk sjö skolla á hringnum, tvo fugla og lék níu holur á parinu. Sér- staklega var síðari hluti hringsins í gær slakur hjá Ólafíu Þórunni. sport@mbl.is Ólafía missti dampinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Fyrri þrír leikirnir í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fara fram á morgun, sunnudag, þar sem meðal annars verður mikið undir í nágrannaslag Breiðabliks og Stjörnunnar á Kópavogsvelli. Blikar eru efstir í deildinni en með jafnmörg stig og Grindavík og FH, ellefu talsins. Stjarnan hefur aðeins náð að vinna einn leik og gert fjögur jafntefli en er þó aðeins fjórum stigum frá efstu liðunum og getur því tekið stórt skref í átt að toppbaráttunni. ÍBV fær KR í heimsókn til Eyja og þar freista Eyjamenn þess að fylgjast eftir fyrsta sigrinum gegn Keflavík í síð- ustu umferð. KR er með 9 stig í fjórða sætinu og á fræði- lega möguleika á að vera í efsta sæti að umferðinni lokinni. Þá mætast KA og Víkingur á Akureyrarvelli en bæði lið hafa farið illa af stað og sitja í níunda og tíunda sæti, með einn sigur hvort eftir sex umferðir. vs@mbl.is Grannaslagur á Kópavogsvelli Breiðablik mætir Stjörnunni. Úrslitakeppni NBA Fyrsti úrslitaleikur: Golden State – Cleveland ................ 124:114  Staðan er 1:0 fyrir Golden State sem er líka á heimavelli í öðrum leik liðanna annað kvöld kl. 24.00 að íslenskum tíma. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur karla Laugardalsv.: Ísland – Noregur ........... L20 Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Akureyrarvöllur: KA – Víkingur R ....... S16 Hásteinsvöllur: ÍBV – KR...................... S18 Kópavogsv.: Breiðablik – Stjarnan ....... S20 1. deild karla, Inkasso-deildin: Hertz-völlur: ÍR – Þór............................ L15 Grenivíkurvöllur: Magni – Þróttur R.... S14 Framvöllur: Fram – ÍA .......................... S16 Jáverkvöllur: Selfoss – Víkingur Ó ....... S18 2. deild karla: Varmárv.: Afturelding – Fjarðabyggð . L14 Húsavíkurv.: Völsungur – Huginn........ L14 Nesfiskvöllur: Víðir – Vestri.................. L14 Fjarðab.höll: Leiknir F. – Þróttur V S12.30 Vilhjálmsvöllur: Höttur – Grótta........... S13 Akraneshöll: Kári – Tindastóll .............. S14 3. deild karla: Vopnafj.: Einherji – Vængir Júpíters... L14 Ólafsfjarðarvöllur: KF – Sindri............. L16 UM HELGINA! Ívar Benediktsson iben@mbl.is Kvennalið ÍBV ætlar sér að gera al- varlega atlögu að Íslandsmeist- aratitlinum í handknattleik á næsta keppnistímabili. Um það er engum blöðum að fletta eftir að ÍBV gekk frá samningum við landsliðskonurnar Sunnu Jónsdóttur og Örnu Sif Páls- dóttur í gær. Hvor fyrir sig hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Auk þess hafa Ester Ósk- arsdóttir og Sandra Dís Sigurðar- dóttir skrifað undir nýjan samning við ÍBV. Sú fyrrnefnda var valin leikmaður ársins í Olísdeild kvenna á lokahófi HSÍ sem fram fór fyrir um viku. Arna Sif Pálsdóttir hefur leikið 129 landsleiki fyrir Ísland og hefur leikið erlendis í 9 ár. Síðast með Debreceni í Ungverjalandi en áður með Horsens, Esbjerg, Álaborg og Árósum í Danmörku auk Nice í Frakklandi. Arna er uppalin í HK. Sunna Jónsdóttir er uppalin í Fylki og kom við hjá Fram áður hún hélt utan og varð Íslandsmeistari með Fram vorið 2013. Hún hefur dvalið erlendis við handknattleik síð- ustu árin. Hef sett mér háleit markmið „Ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Sunna í samtali við Morgunblaðið í gær.„Ég verð alveg 100% tilbúin í slaginn í haust þegar leiktíðin hefst. Ég hlakka mjög til þess að mæta út völlinn á nýjan leik,“ sagði Sunna, sem síðasta lék með Halden í Noregi fyrir rúmu ári. Eftir leiktíðina fór hún í aðgerð vegna meiðsla í hné og samdi síðan við Skara í Svíþjóð. Ekkert varð úr því að Sunna léki með liðinu þar sem hún varð barnshafandi við upphaf leiktíðar sl. haust. „Ég hef sett mér háleit markmið fyrir næsta keppnistímabil og hlakka til að takast á við þau. Mig langar til þess að vinna mér sæti í landsliðinu á nýjan leik og vera hluti af liði hér heima sem vinnur titla samhliða því að bæta mig sem leikmaður og per- sóna. Ég veit fyrir víst að hvort- tveggja get ég gert í Eyjum. Félagið hefur mikinn metnað, frábæra um- gjörð og það hentar mér fullkomlega. Ég hlakka bara til að hjálpa félag- inu að ná í titil og ekki skemmir fyrir að Arna Sif er líka að koma,“ sagði hin metnaðarfulla handknattleiks- kona Sunna Jónsdóttir við Morgun- blaðið í gær eftir að samningur hennar við ÍBV var í höfn. ÍBV styrkir kvennaliðið verulega Morgunblaðið/Valli Reynd Arna Sif Pálsdóttir er þraut- reynd og hefur leikið 129 landsleiki.  Tvær landsliðskonur til Eyja  Sunnu klæjar að komast út á völlinn á ný Morgunblaðið/Golli Ákveðin Sunna Jónsdóttir stefnir á að fagna með ÍBV og komst í landsliðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.