Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 Blaðberar Upplýsingar veitir í síma  Morgunblaðið óskar eftir   blaðbera   Leikskólinn Laut óskar eftir matráði í 100% stöðu frá og með 14. ágúst. Leikskólinn Laut er fimm deilda leikskóli. Laut er Grænfánaleikskóli og starfar eftir Uppbyggingarstefnunni. Grunngildi leikskólans eru gleði, hlýja og virðing. Hæfniskröfur: • Þekking á gerð matseðla og samsetningu fæðis fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára samkvæmt viðmiðum Manneldisráðs. • Frumkvæðni og skipulagshæfni við innkaup og vörustjórnun. • Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af störfum í mötuneyti æskileg. • Áhugi á að vinna á líflegum og skemmtilegum vinnustað. • Jákvæði í mannlegum samskiptum. Starfið hentar karlmönnum jafnt sem konum. Matráður starfar samkvæmt starfslýsingu matráðs í Laut undir stjórn leikskólastjóra. Laun samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um starfið gefur Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri í síma 420 1160 og 847 9859 Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Umsókn sendist á netfangið frida@grindavik.is Laus staða MATRÁÐS við leikskólann Laut í Grindavík Vík í Mýrdal Vaxandi bær í fallegu umhverfi Mýrdalshreppur er vaxandi um 660 manna sveitarfélag. Náttúrufegurð er rómuð í Vík og nágrenni og samgöngur greiðar allt árið. Ferðaþjónusta er öflug og vaxandi í sveitarfélaginu og miklir möguleikar á því sviði fyrir fólk með ferskar hugmyndir. Íbúum fjölgaði um tæp 13% á síðasta ári og um 33% á síðustu þremur árum. Verið er að byggja um 40 íbúðir, nýtt hótel verður tekið í notkun í sumar og margt fleira áhugavert er í burðarliðunum. Vík er því áhugaverður staður fyrir öflugt og dugmikið fólk. Staða sveitarstjóra í Mýrdalshreppi er laus til umsóknar. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi til að leiða áframhaldandi öfluga uppbyggingu samfélagsins. Starfssvið • Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins og hagsmunagæsla þess • Stjórn og ábyrgð á daglegum rekstri • Stefnumótun og áætlanagerð • Náið samstarf við sveitarstjórn • Samskipti við stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa • Þátttaka í uppbyggingu samfélagsins Menntunarkröfur og reynsla • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga er æskileg • Leiðtogahæfni • Frumkvæði, drift og sjálfstæði í vinnubrögðum • Geta til tjá sig í ræðu og riti • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum • Áhugi á mótun og uppbyggingu samfélagsins Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar um starfið veita Ásgeir Magnús- son sveitarstjóri sími 898 3340 og Einar Freyr Elínarson oddviti sími 823 1320. Umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@vik.is eða á heimilisfangið Mýrdalshreppur, Austurvegi 17, 870 Vík. Umsóknar- frestur er til og með 30. júní nk. Æskilegt er að umsókn fylgi ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Staða sveitarstjóra í Mýrdalshreppi er laus til umsóknar BÆJARSTJÓRI Upplýsingar veitir: Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 26. júní nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Starfs- og ábyrgðarsvið: • Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og hefur yfirumsjón með starfsemi þess og sér um framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur • Bæjarstjóri skipuleggur og undirbýr dagskrá funda bæjarráðs og bæjarstjórnar • Bæjarstjóri gætir hagsmuna bæjarfélagsins út á við og annast samskipti við stofnanir, fyrirtæki og samtök • Sameining stofnana/skipulagsbreytingar Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun er æskileg • Farsæl reynsla á sviði rekstrar og stjórnunar • Þekking og reynsla af stjórnun breytinga æskileg • Leiðtogahæfni, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum • Áhugi á að takast á við uppbyggingu bæjarfélagsins • Þekking á opinberri stjórnsýslu er skilyrði • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Sandgerði og Garður er nýtt sterkt sameinað sveitarfélag á Suðurnesjum með um 3.400 íbúa. Þar er fjölskyldu- og barnvænt samfélag og kraftmikið atvinnulíf. Í sveitarfélaginu eru tvö ráðhús, bæði í Garði og Sandgerði, og hefur bæjarstjóri starfsstöð í þeim báðum. Sjá nánar á www.sandgerdi.is og www.svgardur.is Ný bæjarstjórn óskar eftir að ráða öflugan bæjarstjóra til að leiða sameinað sveitarfélag og þær breytingar sem hafnar eru. Framundan eru fjölmörg krefjandi verkefni við að sameina íbúa og starfsfólk um nýtt sveitarfélag, og spennandi tækifæri sem m.a. tengjast alþjóðaflugvelli í landi sveitarfélagsins. www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.