Morgunblaðið - 18.06.2018, Side 2

Morgunblaðið - 18.06.2018, Side 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. „Við tökum margt frá þessum leik við Argentínu sem við getum bætt okkur í eins og kringum föstu leikatriðin sem við höfum oft gert betur í heldur en í gær. Það er alltaf hægt að bæta sig en þetta var eðlilegt í fyrsta leik á HM og það gegn liði eins og Argentínu. En við tökum líka með okkur fullt af góðum hlutum. Skipulagið á liðinu var gott, við vörðumst vel einn á móti einum og leikurinn var góð raun á marga,“ sagði Helgi Kolviðsson, aðstoð- arþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, eftir æfingu í Kabardinka í gær. „Við afgreiðum þennan leik í kvöld með strákunum, á morgun gefum við þeim frí þar sem þeir hlaða batteríin og svo hefst bara undirbúningur fyrir leikinn gegn Níg- eríu,“ sagði Helgi Kolviðsson en viðtalið við hann í heild má sjá á HM-vefnum á mbl.is. gummih@mbl.is Getum margt betur Kátur Helgi Kolviðsson. „Planið var að ég myndi spila þar til ég væri gjör- samlega sigraður og síðustu skrefin af vellinum voru svolítið þung,“ sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðs- fyrirliði í Kabardinka í gær en hann lék í 75 mínútur gegn Argentínu í fyrsta leiknum á HM í Rússlandi á laugardaginn. Hann hafði þá verið frá keppni vegna meiðsla síðan í lok apríl. „Ég er góður og mér líður vel. Ég er með smá harð- sperrur og það er stífleiki en ég er ánægður með hvern- ig þetta þróaðist. Ég er virkilega ánægður að hafa náð að spila í tæpar 75 mínútur og nú hefst endurheimtin áður en maður keyrir þetta aftur í gang,“ sagði Aron Einar, ánægður með úrslitin og frammistöðu liðsins gegn Argentínu, en viðtalið við hann í heild sinni má sjá á HM-vefnum á mbl.is. gummih@mbl.is „Góður og líður vel“ Hress Aron Einar Gunnarsson. Í KABARDINKA Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Heimir Hallgrímsson segir úrslitin ein og sér í leik Nígeríu og Króatíu gefa sér gagnlegar upplýsingar í undirbúningnum fyrir föstudag en þá stýrir landsliðsþjálfarinn Íslandi gegn Nígeríumönnum í Volgograd, í öðrum leik liðsins á HM í knatt- spyrnu. Heimir var glaðbeittur og gaf sér góðan tíma til að ræða við fjölmiðla- menn í Kabardinka í gær, sem flestir voru þá nýkomnir á svæðið aftur eft- ir ferðalagið frá Moskvu. Heimir og íslenski landsliðshópurinn yfirgáfu Moskvu nánast strax eftir sinn leik og var róleg æfing hjá liðinu í gær og frídagur í dag. Eftir að Ísland náði í 1:1-jafnteflið frábæra við Argentínu vann Króatía 2:0-sigur á Nígeríu í hinum leik D- riðils: „Ég er vísvitandi ekki búinn að sjá þann leik. Við ætlum að „klára“ okk- ar leik í dag og á morgun einbeitum við okkur algjörlega að Nígeríu,“ segir Heimir þegar ég spyr hann út í stöðuna í riðli Íslands. „Úrslitin eru hins vegar þannig að þau hjálpa okkur til að vita hvað Nígería þarf að gera í næsta leik. Nígeríumenn verða að taka áhættu og vinna leikinn ef þeir ætla áfram í keppninni. En svo skoðum við núna leik þeirra við Króatíu vel og höfum auðvitað verið að leikgreina þá lengi. Ég er hrikalega ánægður með þjálf- arateymið, hvernig það leikgreindi þennan Argentínuleik, og við vissum nákvæmlega hvað þeir myndu reyna gegn okkur og höfðum undirbúið okkur fyrir allt. Við náðum að stoppa ansi margar uppbyggingar í fæð- ingu. Það er vísbending um að menn hafi verið búnir að vinna vinnuna sína,“ segir Heimir, vongóður um að undirbúningsvinnan skili einnig góð- um árangri á föstudag. Reynir á allt aðra eiginleika gegn Nígeríumönnum Nú er allt útlit fyrir að Heimir þurfi að breyta sínu byrjunarliði fyr- ir föstudag, einfaldlega vegna þess að Jóhann Berg Guðmundsson meiddist. Þá má leiða að því líkum að leikáætlun liðsins verði ólík og það gæti haft í för með sér frekari breyt- ingar, þrátt fyrir að allir geti verið afar stoltir af frammistöðu sinni gegn Argentínu. „Við erum alltaf með einhverja leikáætlun fram í tímann en það er nægur tími til að skoða málin og hvernig leikmenn koma út úr síðasta leik. Við getum ekki verið annað en glaðir með það hvernig leikurinn við Argentínu spilaðist og hvað við gerð- um í þessum leik, en auðvitað vitum við að næsti leikur verður öðruvísi. Þar verður um að ræða allt annan mótherja, allt annan leikstíl, og það reynir kannski á allt aðra eiginleika hjá okkur eins og kraft, hlaupagetu og bardagasemi. Nú þurfum við að slökkva á þessum Argentínuleik og hugsa um þann næsta,“ segir Heimir og tekur undir að leikmenn hafi ef til vill brugðist öðruvísi við því að ná jafntefli við stórþjóð í fyrsta leik á HM en á EM fyrir tveimur árum. Nú vita menn hvað þetta þýðir „Já, núna vita menn bara hvað þetta þýðir. Þetta þýðir að við erum inni í myndinni, á pari við það sem við ætluðum okkur. Það hefði verið ofmat að gefa sér þrjú stig fyrir fram gegn Argentínu, svo ég held að við séum allir sáttir við eitt stig þó að möguleikinn á þremur stigum hafi verið fyrir hendi. Það var líka mögu- leiki á að við misstum þetta stig. Núna förum við í leik þar sem við vit- um að Nígería þarf að vinna, jafn- tefli gerir lítið sem ekkert fyrir þá, svo við vitum hvernig þeir leggja þann leik upp. Það hjálpar okkur að- eins,“ segir Heimir. Spurður nánar út í frammistöðuna gegn Argentínu hrósaði hann varn- arleik sinna manna mikið, og sér- staklega að menn skyldu halda út í 90 mínútur: Vörnin eins góð og hægt er „Í fyrsta lagi eru þetta sterk úrslit fyrir okkur, í fyrsta leik á HM. Þetta er ákveðin reynsla sem við þurftum að öðlast. Þetta minnti mig á margan hátt á Portúgalsleikinn á EM. Báðir enduðu 1:1, í þeim leik fékk Ronaldo aukaspyrnu á hættulegum stað í lok- in en núna Messi, svo ég hafði engar áhyggjur af að hann myndi skora. Þetta var svona „déjà vu“ frá Frakk- landi. Leikurinn spilaðist svipað. Við vorum svolítið stressaðir með bolt- ann og fókusinn var á varnarleikinn. Ef maður hugsar um varnarleikinn í þessum leik þá var hann eins góður og hann getur verið gegn svona liði, bæði þegar við vörðumst einn gegn einum en líka liðssamvinnan, hjálp- arvörnin og svæðin þar sem við lok- uðum á þá. Og ekki síst vinnusemin, aginn og einbeitingin allan leikinn, því ef maður gleymir sér eina sek- úndu gegn svona liði þá eru þeir búnir að refsa okkur,“ segir Heimir og bætir við: Miklu meira afrek en menn gera sér grein fyrir „Þessi varnarleikur var geggj- aður. Það að missa ekki einbeit- inguna þegar menn eru orðnir svona þreyttir í lokin er bara miklu meira afrek en menn gera sér grein fyrir. Þegar maður þreytist er „höfuðið“ það fyrsta sem fer. Við vorum sem betur fer búnir að spila leik við Gana fyrir mótið þar sem við gáfum eftir í lokin og fundum ákveðin hættu- merki. Að ef „þetta“ gerðist þá þyrftum við að vakna og gera ákveðna hluti. Við gerðum þetta gríðarlega vel. Menn tæmdu alveg batteríið og þess vegna erum við með stig í dag.“ Verða nú að taka áhættu  Heimir bætti við sig gagnlegum upplýsingum um Nígeríu án þess að horfa á tap liðsins gegn Króatíu  Leikurinn við Argentínu var „déjà vu“ frá Frakklandi Morgunblaðið/Eggert Brosmildur Heimir Hallgrímsson hafði fulla ástæðu til að brosa á æfingu landsliðsins í Kabardinka um hádegið í gær enda dýrmætt stig í höfn. Hólmar Örn Eyjólfsson var hins vegar einbeittur í undirbúningi fyrir næsta verkefni.  Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu sagði í ítarlegu viðtali sem birtist á mbl.is í gær að Argentínumenn hefðu líklega ekki áttað sig á því að Íslend- ingar hefðu nýtt sér ýmislegt sem þeir sögðu í viðtölum eftir vináttulandsleiki ársins til undirbúnings fyrir leik þjóð- anna í Moskvu á laugardaginn. Freyr sá um að útvega þjálfurum karlalands- liðsins ítarlegar upplýsingar um leik- stíl Argentínumanna, hátterni og hug- arfar.  Freyr sagði ennfremur að það sem mest hefði komið á óvart við leik Arg- entínumanna á laugardaginn hefði verið að þeir hefðu aldrei reynt að brjóta upp leikinn þrátt fyrir að þeim hefði ekkert gengið að vinna á varn- arleik Íslands, og þeir hefðu haft öll vopn til þess.  Á HM í Rúss- landi er í fyrsta skipti leyft að vera í sambandi frá stúku og niður á varamannabekk og senda þangað myndefni. Freyr Alexandersson var í því hlutverki en hann sat uppi í stúku og var í beinu sambandi við Guðmund Hreiðarsson markvarðaþjálfara og Helga Kol- viðsson aðstoðarþjálfara.  Aron Einar Gunnarsson og Ólafur Ingi Skúlason voru teknir í lyfjapróf eftir leikinn gegn Argentínu en jafnan eru 2-4 leikmenn úr hverju liði kallaðir í próf eftir hvern leik. Þetta seinkaði flugi íslenska liðsins frá Moskvu til Gelendzhik á laugardagskvöldið um klukkutíma.  Lionel Messi fyrirliði Argentínu sagði í viðtölum við fréttamenn eftir leikinn við Ísland að íslenska liðið hefði nánast ekkert gert í leiknum, annað en að verjast og byggja sókn- arleikinn á löngum innköstum. „Ís- lenska liðið er líkamlega sterkt og við vissum að þetta yrði erf- iður leikur. Ég er ábyrg- ur fyrir því að við tók- um ekki stigin þrjú. Með því að skora úr vítinu hefðum við unnið leik- inn,“ sagði Messi en Hannes Þór Halldórsson varði frá honum vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.